Mjög brýnt að þessi landeyða drulli sér frá Bessastöðum og helst í aðra heimsálfu

Enginn einn maður hefur valdið þjóðinni viðlíka skaða og Ólafur Ragnar Grímsson nema ef vera skildi Davíð Oddsson.

Gleymum ekki að Ólafur Ragnar Grímsson flaug með útrásardrjólunum útum allan heim, tók þátt í veisluhöldum með þeim og gott ef hann át ekki gull í partýunum með þeim líka.  Síðan sér hann sér leik á borði til að hifa upp vinsældir sínar ,sem voru að nálgast frostmark, með því að grípa inn í landsmálin á þann hátt að þjóðin hefur beðið stórskaða að.

Að vísa svona máli í þjóðaratkvæðagreiðslu, gríðarlega flókinni milliríkjadeilu sem snýst að stórum hluta um alþjóðalögfræði, er náttúrulega algjör fásinna.  Mjög margir nei- sinnar sem ég rökræddi við fyrir kosningarnar vissu nákvæmlega ekkert um málið.  Þessir heimskingjar kusu út frá einum frasa "ég borga ekki skuldir annarra".  Niðurstaðan er nú samt sú að við endum á að borga skuldir annarra margfalt, allt þessu forsetaidjóti að kenna.  Hann þarf engu að kvíða, hann mun njóta digra eftirlauna frá skattborgurum enda verið á ríkisjötunni nánast síðan hann fór að standa í lappirnar.   

Það er sorglegt að þessi konungur lýðskrumaranna hafi komið þjóðinni í svotil óafturstíganlegt klandur.  Hvernig var svo Bessastaðaræðan í dag?  Jú , enn hélt hann áfram að spila inn á taugar þjóðrembu.  Það eina sem vantaði var að Jón Valur Jensson héldi í hendina á honum.


mbl.is Niðurstaðan má ekki sundra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert sorglegur

Alfreð (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 15:27

2 Smámynd: Sigurður Helgason

sorglegur er það rétta orðið ??????

Sigurður Helgason, 10.4.2011 kl. 15:34

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Og ég sem skírði bloggið mitt "Nöldurhornið"! Þá nafngift þarf ég að endurskoða...

Kolbrún Hilmars, 10.4.2011 kl. 15:59

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Óskar hættu þessu þú ert skömm á þjóð okkar með sama áframhaldi! Veit að þú átt betri mann að geyma en þetta.

Sigurður Haraldsson, 10.4.2011 kl. 16:08

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þú vilt kannski útskýra alþjóðalögfræðina fyrir okkur... 

Viggó Jörgensson, 10.4.2011 kl. 16:17

6 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Hver er þessi djúpvitri 'Oskar?

Viðar Friðgeirsson, 10.4.2011 kl. 16:38

7 identicon

Það þykir nú ljótur siður að alhæfa skoðanir þeirra sem þú ert ósammála. Ég heyrði mörg góð rök frá báðum áttum áður en ég tók mér aðstöðu í málinu en "að borga ekki skuldir annarra" var langt í frá að vera sú rök sem unnu mig yfir.

Það er augljóst hvoru meginn þú stóðst við línuna og það er ekkert að því. Þú fylgdir þínum málstað sem er mikilvægt að gera. Mín ráð til þín samt er að næst þegar þú vilt kvarta yfir ástandinu, ekki kalla meirihluta þjóðarinnar heimskingja sem fylgja fyrsta slagorðinu sem þeir heyra. Það er hegðun tapsárra smábarna og fólk verður líklegra að taka mark á þér þegar þú hættir því.

E.S. "idjót" er ekki íslenskt orð.

Einar (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 16:54

8 Smámynd: Óskar

Þakka bara öll kommentin.  Ég hef samt þessa skoðun og stend við hana! -Ykkur nei sinna vil ég bara spyrja einnar spurningar- eruð þið menn til að viðurkenna mistök ef í ljós kemur að þjóðin mun bera skaða af þessum úrslitum umfram skaðann sem Já hefði valdið ?

Óskar, 10.4.2011 kl. 17:04

9 Smámynd: Bergþór Heimir Þórðarson

Ég skal glaður standa upp og viðurkenna að ég hafi haft rangt fyrir mér komi það í ljós á óvéfengjanlegan hátt að það hafi skaðað þjóðina meira að segja nei heldur en já.

Hins vegar er frekar erfitt að samþykkja  þau rök þín að Ólafur hefði aldrei átt að vísa þessu "gríðarlega flókna" máli til þjóðaratkvæðagreiðslu.  Það sjá það allir að hefði hann ekki gert það í fyrra skiptið þá hefði sá samningur kostað okkur margfalda upphæð á við seinni samninginn.  Og víst að hann vísa hinum fyrri í þjóðaratkvæði þá var honum eiginlega ekki stætt á öðru en að vísa þeim seinni líka í þjóðaratkvæði.

Sömuleiðis verð ég að gagnrýna þig og alla aðra sem eru að agnúast yfir því að maðurinn hafi flogið hingað og þangað með "útrásarvíkingunum".  Hann einfaldlega tók þátt í partýinu eins og nánast allir aðrir Íslendingar gerðu á einhvern hátt.  Á sama tíma og hann flaug um með þeim þá litu allflestir Íslendingar á þetta fólk sem hetjur.  Annað kom í ljós en það er líka sagt að það sé alltaf hægt að vera vitur eftir á.

Bergþór Heimir Þórðarson, 11.4.2011 kl. 14:22

10 Smámynd: Óskar

Bergþór þú tiltekur NÁKVÆMLEGA með eftirfarandi orðum hversvegna við hefðum átt að segja já og gangast við okkar ábyrgð á þessu klúðri í stað þess að kannast ekki við að hafa tekið þátt í góðærisruglinu 

"Hann einfaldlega tók þátt í partýinu eins og nánast allir aðrir Íslendingar gerðu á einhvern hátt.  Á sama tíma og hann flaug um með þeim þá litu allflestir Íslendingar á þetta fólk sem hetjur."

Þetta eru þín eigin orð.  Og það sem meira er, þetta er hárrétt hjá þér.  Íslenska þjóðin naut öll þýfisins, brauðmolanna sem duttu af veisluborðinu og hún einfaldlega getur ekki skorast undan þeirri ábyrgð og varpað fyllirísreikningnum yfir á aðra.

Óskar, 11.4.2011 kl. 16:23

11 Smámynd: Bergþór Heimir Þórðarson

Það er enginn að tala um að við borgum ekki neitt.  Nokkuð sem virðist vera mjög útbreiddur misskilningur.  Bretar og Hollendingar fá megnið ef ekki allar sínar kröfur borgaðar í gegnum þrotabú Landsbankans. 

Það eina sem við vorum að enda við að segja nei við er að ef þær eignir duga ekki alveg til þá er það ekki ríkisins að dekka mismuninn heldur er það einfaldlega tap kröfuhafa.  Það sem ég persónulega var fyrst og fremst að segja nei við er að borga vexti af láni sem við báðum ekki um.  Það að Bretar og Hollendingar hafi ákveðið upp á sitt eigið einsdæmi, án þess að spyrja nokkurn mann, að "lána" okkur peninga og ætla svo að rukka fleiri tugi milljarða í vexti af því láni er hreinlega út í hött.  Að ég tali nú ekki um að nú þegar, hefðum við sagt já, hefðu þeir hagnast um einhverja 20 milljarða bara á þeim vöxtum miðað við þeirra eigin fjármögnunarkostnað á fyrrgreindu "láni".

Og að halda því fram að við séum ekki á einn eða annan hátt nú þegar að hefnast fyrir að hafa tekið þátt í partýinu er líka fásinna.  Hverju er því að þakka að skattar hafa hækkað óhugnanlega á undanförnum 3 árum?  Hverju er því að þakka að atvinnuleysi í landinu hefur ekki verið í meira í hversu mörg ár?  Hverju er því að þakka lífeyrir almannatrygginga hefur verið frosinn síðan áramótin 2008/9?  Hverju er því að þakka að Landsspítalinn getur ekki keypt ný tæki, getur ekki einu sinni staðið undir afborgunum af tækjum keypt fyrir hrun?  Á ég að halda áfram að telja upp spurningar?

Ég veit ekki með þig en ég stend ekki undir meiri skattahækkunum.  Dragist mínar ráðstöfunartekjur meira saman þá er ég á götunni og ég er ekki einn um það.

Það má vel vera að við töpum málinu fyrir EFTA dómstólnum en ágóðinn af því felst í tvennu: Skaðabætur sem Bretum og Hollendingum yrðu dæmdar yrðu dæmdar eftir íslenskum lögum annars vegar og hins vegar þá yrðu þær skaðabætur í íslenskum krónum og þar af leiðandi ekki nein gengisáhætta bundin við þær skaðabætur.

Bergþór Heimir Þórðarson, 12.4.2011 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband