13.4.2011 | 14:46
Fyllirí endar yfirleitt með timburmönnum
Þetta þýðir aðeins eitt, nú verða allir sem vettlingi geta valdið að sannfæra matsfyrirtækin um að lækka ekki lánshæfiseinkunina. Það er bara þannig hvaða álit sem heykvíslahjörðin kann að hafa á þessum fyrirtækjum þá skipta þau gríðarlegu máli þegar kemur að lántökum og vöxtum á lánum ríkissjóðs í framtíðinni. Færð hafa verið rök fyrir því að lækkun í ruslflokk kann að kosta okkur nálægt 230 milljörðum. Það væri þá beinn kostnaður vegna annarsvegar þjóðrembu Nei-sins á laugardag og vegna bullsins í forsetanum þegar hann niðurlægði matsfyrirtækin í beinni útsendingu á Bloomberg. Ekki minntist hann einu orði á að hann sjálfur flaug um allan heim á einkaþotum ræningjanna, át gull með þeim og nældi orður í jakkaföt þeirra þegar það var millilent svona af og til á Íslandi.
Það er þannig og hefur alltaf verið að fyllirí endar oftast með timburmönnum. Nei fylliríið sem var skipulagt að náhirðinni gat ekkert endað öðruvísi en önnur fyllirí nema það er heldur dýrara en flest önnur fyllirí. Náhirðin borgar ekki sjálf - þjóðin þarf að gera það.
Ísland á athugunarlista S&P | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flott grein hjá þér...er svo sammála þessu....helv.. nei kvíslarliðið er að átta sig á því núna í þynkuni að það hafi nú kannsi ekki verið svo klókt af því að segja nei við Icesave....sjá þetta pakk fagnandi á laugardagskvöldinu eins og að Ísland hafi unnuð heimsmeistarakepnina í kanttspyrnu.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 14:59
Sæll; Nafni - og ''sæll'' Helgi Rúnar, mögulega !
Nafni minn; Haraldsson !
Viljir þú; láta taka sjónarmið þín alvarlega, ættirðu nú, að byrja á, að fordæma hin glæpsamlegu Kapítalízku ''mats'' fyrirtæki, sem eru svona viðlíka ''virðuleg'' og ''greiningadeildir'' íselnzku Bankanna, reyndust okkur svo vera - eða; hitt þó heldur.
Ég krefst þess; hér með, að þú hættir að tala niður til Dánarheima, með náhirðar stagli þínu - og svo; skaltu, þrátt fyrir fyrri afglöp Ólafs R. Grímssonar viðurkenna, nafni minn - að hann REYNIR þó, að standa í báða fætur, á sama tíma, og viðbjóður Alþingis og Stjórnarráðs, níðir niður skóinn; HVERN EINASTA DAG, niður af okkur, óbreyttum lands mönnum.
Hvorir; eiga nú fremur stuðninginn skilinn - Ó. R. Grímsson (þrátt fyrir allt) - eða þá;; Helvítis viðrinin : Jóhanna Sigurðardóttir / Steingrímur J. Sigfússon, að ógleymdu Engeyjar- ræksninu,, Bjarna Benediktssyni (yngra), nafni minn, góður ???
Með beztu kveðjum; samt sem áður /
Óskar Helgi Helgaon
E.s. Helgi Rúnar Jónsson !
Engin var þynnkan; í mínum ranni (ákvað 12 ára gamall, að láta áfengið vera - og hefi staðið við það, síðan, í 41 ár), miklu fremur, kallaði Kaffi þörfin, í mínum huga, eftir stórskostlegan áfangasigurinn, þann 9. Apríl; þér, að segja !
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 15:14
ættirðu nú, að byrja á, að fordæma hin glæpsamlegu Kapítalízku ''mats'' fyrirtæki, sem eru svona viðlíka ''virðuleg'' og ''greiningadeildir'' íselnzku Bankanna, reyndust okkur svo vera - eða; hitt þó heldur.
Algjörlega sammála þessu hér að ofan og gott hjá þér Óskar Helgi Helgason
kv JR
JRJ, 13.4.2011 kl. 15:20
Pakk er það og pakk skal það heita.
Óskar Helgi,
ég skammast mín fyrir að þú skulir hafa sama nafn og ég, svona þjóðníðingur eins og þú ert...ég veit að þið nei sinnar eruð með óbragð í munninum eftir Icesave fylleríið þegar þig eruð farin að átta ykkur á hvaða tjóni þið eruð að valda þjóðinni.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 15:23
Hátt verður fall ykkar drambsfullu. Hvers vegna þið viljið samþykkja skuldbindingar sem við berum ekki ábyrgð á og eigum ekki að bera ábyrgð á er óskiljanlegt. Ef ríkissjóður á að opna budduna vegna Icesave er það með lánveitingu til TIF sem fjármálastofnanir fjármagna endurgreiðslu á og ekkert öðruvísi. Nákvæmlega eins og tilskipunin segir til um. En ekki með opinni ríkisábyrgð sem enginn veit í hverju endar!
Ef Ísland braut gegn EES samningnum með slælegri framkvæmd tilskipunar um innstæðutryggingarsjóði má benda á að Bretar brutu gegn einni af aðalstoðum fjórfrelsisins með beitingu hryðjuverkalaganna, nefnilega frjálsu flæði fjármagns á milli landa á EES svæðinu, með því að frysta eignir Landsbankans og í beinu framhaldi taka yfir Kaupþing Singer&Friedlander vegna þess að innstæðueigendur KSF voru farnir að taka út innistæður svo þær yrðu ekki einnig frystar! "Þetta var ákvörðun sem var einfaldlega tekin til að vernda breska sparifjáreigendur," segir Alistair Darling. Klárt brot gegn fjórfrelsi EES-samningsins sem Jón Baldvin samdi um!
Ef þessi auma vinstri ríkisstjórn væri starfi sínu vaxin myndu þeir fara þessa leið: http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/8482630.stm og nota þessi orð Alistair Darling hér að ofan málstað okkar til framdráttar.
Erlingur Alfreð Jónsson, 13.4.2011 kl. 15:32
Komið þið sælir; að nýju !
Helgi Rúnar Jónsson !
Hygg; að þú ættir fremur, að skammast þín, ágæti drengur, fyrir fylgisspekt þína, við glæpsamlegt stjórnarfarið hér á Fróni - sem og auðmýktina, í garð Evrópska nýlenduvelda bandalagsins.
Verð; að hryggja þig með því, að ég lifi mjög spart - tók því ekki þátt í glaumi áranna, 2004 - 2008, enda alinn upp í nýtni og nægjusemi þeirra 19., sem og fyrri hluta 20. aldarinnar, þér; til upplýsingar.
Jú; jú, víst mættum við, þjóðræknis fólk, vera búin, að fara að þeim Jóhönnu - Steingrími og Bjarna / sem öðrum áþekkum, og gera þau óskaðleg samfélaginu (með hreinni og klárri ÚTLEGÐ), Helgi Rúnar.
Það er; það eina, sem þú getur upp á okkur klagað - stendur vonandi til bóta, nema;; þurfi hjálp frá Túnis / Egyptalandi eða Líbýu, til þess að koma Íslendingum í gang, í hreingerningum, hér heima fyrir ?
Með; öngvu að síður, hinum sömu kveðjum, sem áður /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 15:37
Heykvíslahjörðin segir:
Það er ágætt að hafa í huga að matsfyrirtækin þrjú starfa ekki á frjálsum markaði, heldur ráða þau sameiginlega markaðnum sem þau starfa á (cartel). Mælikvarðinn sem hinn frjálsir markaðir nota hinsvegar er skuldatryggingarálag (CDS), en vísitala þess fyrir Ísland hefur lækkað um 10% frá því um helgina og stendur núna í 216 stigum. Það er svipað og Spánn, eitt stærsta hagkerfið í Evrópu, en til samanburðar er CDS Írlands ca. tvöfalt hærra.
Matsfyrirtækin eru sjálf í ruslflokki:
"S&P’s ratings express our opinion about the ability of companies to repay their debt obligations, but they do not speak to the market value for the security, the volatility of its price, or its suitability as an investment."
- Deven Sharma, Standard & Poor's Credit Rating, við yfirheyrslu eftirlitsnefndar Bandaríkjaþing haustið 2008
Ábyrgðarfirringin hreinlega lekur af notkunarskilmálum S&P:
"The ratings and credit related analyses of Standard & Poor's... are statements of opinion as of the date they are expressed and not statements of fact or recommendations to purchase, hold, or sell any securities or make any investment decisions. Users of the information provided through this Web Site should not rely on any of it in making any investment decision. Standard & Poor's opinions and analyses do not address the suitability of any security. Standard & Poor's does not act as a fiduciary or an investment advisor. While Standard & Poor's has obtained information from sources it believes to be reliable, Standard & Poor's does not perform an audit and undertakes no duty of due diligence or independent verification of any information it receives. Standard & Poor's keeps certain activities of its business units separate from each other in order to preserve the independence and objectivity of each of these activities. As a result, certain business units of Standard & Poor's may have information that is not available to other Standard & Poor's business units. Standard & Poor's has established policies and procedures to maintain the confidentiality of certain non-public information received in connection with each analytical process."
Á mannamáli þýðir þetta: Ábyrgðarlaust álit frá aðila sem ræður manni sjálfur frá því að byggja ákvarðanatöku á áliti sínu, og framkvæmir sjálfur enga óháða athugun á þeim upplýsingum sem unnið er með. Starfsemin er svo kirfilega hólfuð niður að ekki er víst að matsskýrsla byggi á öllum fyrirliggjandi upplýsingum, auk þess sem sumar þeirra kunna að vera leyndarmál.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2011 kl. 15:44
Guðmundur Ásgeirsson, réttnefndur formaður heykvíslahjarðarinnar - Getur þú ekki skilið að það skiptir bara ekki nokkru einasta máli hvaða álit þú eða aðrir í heykvíslahjörðinnii hafið á þessum matsfyrirtækjum ? Þið eruð ekki spurðir álits þegar vaxtakjör eru ákveðin á lánum til ríkisstjóðs og fyrirtækja hér á landi en þessi fyrirtæki eru hinsvegar spurð álits.
Kæri nafni, - seint verðum við sammála, bestu kveðjur í Árnesþing samt! -frábært hjá þér að láta áfengið eiga sig og til hamingju með áfangasigurinn....
Nei-ið verður þjóðinni dýrt jafnvel þó lánshæfismatið hangi uppi og alveg ljóst að verði það lækkað þá hefur heykvíslahjörðin með forsetakjánann í fararbroddi valdið hér algjörlega óbætanlegu tjóni.
Óskar, 13.4.2011 kl. 16:01
Sælir; að nýju !
Um leið; og ég vil þakka Erling Alfreð - sem og Guðmundi Ásgeirssyni, glögga yfirsýn, sem skilvísa, vil ég þakka JRJ, fyrir vel þeginn stuðn inginn.
Nafni minn; Haraldsson !
Himnarnir eru nú ekkert; að hrynja yfir okkur, þó svo svindlarar, sem svokölluð mats fyrirtæki og greiningadeilda druslur, íslenzka Banka kerfisins, séu með eithhvert blaður - frá degi, til dags.
Eða; eins og ég benti Helga Rúnari á; fyrir stundu, á hans síðu. Enn; Þúsundum árum síðar, þrauka fornar þjóðir, eins og Kínverjar og Egyptar, eftir allt það, sem á þeim hefir dunið.
Hvernig; skyldi standa á því, Nafni minn góður, Haraldsson !?!
Og; við erum búin að vera hér, frá 670/874 eða svo - og erum enn, þrátt fyrir allt - og það, þrátt fyrir liðónýtt stjórnskipulag, meira; að segja.
Með; ekkert lakari kveðjum, en þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 16:44
Nei-ið verður þjóðinni dýrt
Ég skora á þig FAST að fylgja þessari fullyrðingu eftir með rökstuðningi og ítarlegri sundurliðin á meintum kostnaði.
Bendi þér á að skuldatryggingarálag Íslands, sem er mælikvarði fjármálamarkaða á útlánaáhættu, hefur lækkað 10% frá því um helgina.
Enda spöruðum við þá 26 milljarða ríkisútgjöld á yfirstandandi fjárlagaári eða 1,7% af landsframleiðslu. Til samanburðar þóttist Steingrímur hafa himin höndum tekið þegar Hagstofan spáði á dögunum 2,5% hagvexti. Núna ætti það að vera hans verkefni #1 að koma S&P í skilning um að þjóðhagsspáin hafi skyndilega batnað um meira en helming, sem víðast hvar þættu góðar fréttir.
Hættið svo í guðana bænum að tala þetta niður! Nú er nóg komið af bölsýni.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2011 kl. 16:53
Svo birtast myndir af ykkur útum allan heim fagnandi eins og hálfvitar með gapandi skoltinn.
http://static.guim.co.uk/sys-images/Guardian/Pix/pictures/2011/4/10/1302426995408/Iceland-referendum-007.jpg
Nýbúnir að fá að segja fokkjú við útlendinga til að svala einhverri þjóðrembingsdrullu sem Oddson&Hólmstenn æstu uppí ykkur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.4.2011 kl. 17:33
Komið þið sælir; enn !
Ómar Bjarki Kristjánsson !
Hægan; hægan, ágæti drengur. Var ekki; búið að svifta þig mál- og ritfrelsi, unz þú létir eitthvað vitrænna, frá þér fara ?
Varstu ekki annarrs; á leiðinni í náðarfaðm Barrosó´s og möppu hirðar hans, suður á Brussel völlum, til varanlegrar dvalar, Ómar minn ?
Sannarlega; mættir þú hafa EES og Schengen pappíra farganið með þér, þangað suður eftir, ágæti drengur.
Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 17:44
Og; vel á minnst !
Oddsson&Hólmsteinn, eiga að sjálfsögðu, að hljóta sömu meðhöndlan, fyrir svik sín, sem kollegar þeirra Jóhanna/Steingrímur og Bjarni, Ómar minn.
Vitaskuld; ágæti drengur.
Og; þjóðrækni - ekki þjóðremba, Ómar minn, svo hér með leiðréttist !
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.