Flugumaður náhirðarinnar

Lilja er ekkert annað en flugumaður náhirðarinnar á vinstri væng stjórnmálanna.  Hún hefur gert allt sem i hennar valdi hefur staðið til að valda ríkisstjórninni sem mestum skaða.  Takist henni og svikagenginu hennar, þeim Ásmundi og Atla að fella stjórnina þá er greið leið fyrir hrunflokkana að jötunni aftur.  Við höfum séð hið rétta eðli þeirra flokka eftir Nei-ið,  LÍÚ gengið í náhirðinni sleit kjaraviðræðum til þess að geta haldið helstu auðlynd landsins áfram í eigu fárra fjölskyldna.  Að styðja vantrauststillögu sjálfstæðisflokksins er kornið sem fyllti mælinn og opinberaði endanlega fyrir hvað lið Lilja vinnur.

Lilja ætlar sér með góðu eða illu að koma þessum myrku öflum aftur til valda hér.  Flestir sem eru í stjórnmálum hafa þó kjark til að þora að opinbera pólitíska sannfæringu sína.  Því þorir Lilja ekki, faldi sig fyrst í VG og nú er hún óflokksbundin en þó greinilega helsti talsmaður hægri öfgaafla á þinginu.  


mbl.is Gagnrýnir „íhaldsgrýlu“ vinstrimanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aumir eru þið gerfi-vinstrimenn sem framfylgið stefnu auðvaldsins.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 12:20

2 identicon

Tek undir með Þórði Runólfssyni hér að ofan.

Atli, Ásmundur og Lilja sögðu sig aðeins úr þingflokki VG þau eru enn skráðir félar í VG. Þau sögðu bara hingað og ekki lengra og að þau gætu ekki haldið lengra í þeirri vegferð að styðja ríkisstjórn sem gengi þvert á hugssjónir þeirra og stefnu VG.

Húrra fyrir þeim, þau eru menn að meiru og allt þetta "náhirðartal" þitt er þér bara til vansa.

Þetta er bara fólk með tilfinningar og hugssjónir sem það stendur sjálft með !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 13:20

3 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Telur þú Óskar að Samfylkingin sé alveg stikkfrí af hruninu? Séu bara einhver óskilgreind samtök sem komi þar hvergi nálægt?

 Og ef svo er  hverskonar hulduher er þá þessi flokkur.

Sjálfur leit ég þannig á að sjálfstæðisflokkur og samfylking hafi borið ábyrgð á þjóðarskútunni, verið skipstjóri og 1.stýrimaður þegar hún steytti á skeri, alveg burtséð frá því hverjir stjórnuðu henni í löngu liðinni fortíð.

Þessir 2 flokkar hafi ekki staðið vaktina og látið fljóta sofandi að feigðarósi þó 1. stýrimaður vilji nú halda því fram að það sé allt skipstjóranum og fyrri áhöfn að kenna að skútan steytti á skeri á hans vakt. Léleg og ómerkileg afsökun. 

Viðar Friðgeirsson, 19.4.2011 kl. 15:02

4 identicon

Komið þið sælir; Nafni minn Haraldsson - og aðrir gestir, þínir !

Óhönduglega; mun þér takast til, að hrekja málafylgju; þeirra : Þórðar - Gunnlaugs og Viðars, nafni minn góður.

Bæta vil ég samt um betur; og benda þér á FULLKOMIÐ dugleysi flestra stjórnmálamanna íslenzkra - eins; og ég hefi reynt áður, að sannfæra þig um, nafni minn.

Byltingarráð þjóðfrelsissinna; kynni að vera réttmætt andsvarið, við morknu og rotnu þingræðis viðbjóðnum, ágæti drengur !

Með beztu kveðjum; sem oftar - og áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband