13.10.2011 | 16:52
Trölladyngjukerfið að fara í gang?
Reykjanesskaginn hefur verið rannsakaður mikið undanfarna áratugi og það er vitað að þar eru ýmsir hlutir í gangi sem mönnum líst ekkert of vel á, sérstaklega í grennd við Krísuvík. Kleifarvatn hefur verið að minnka og stækka á víxl sem ekki verður skýrt með veðurfarsbreytingum. Jarðhitasvæðið þar hefur látið öllum illum látum og þá mælist landris á svæðinu sem að öllum líkindum er afleiðing kvikuhreyfinga neðanjarðar.
Hér er fróðleikur um Reykjanesskagann og eldvirkni á honum.
Svæðið er eitt af 3-4 eldstöðvakerfum á Reykjanesskaganum, eftir því hvort Hengill er talinn með eða ekki, og sennilega það hættulegasta því nyrstu gossprungur í Trölladyngjukerfinu eru rétt sunnan við byggðina í Hafnarfirði. Gjósi á þeim sprungum þá er flóttatími íbúa í grennd talinn í mínútum frekar en klukkustundum því þunnfljótandi helluhraun getur runnið með ógnarhraða eins og sást í Kröflueldum. Ekki segja að þetta sé ólíklegt- þetta hefur nefnilega gerst og það eftir landnám nákvæmlega á þessum slóðum. Það sem gerist einu sinni, það gerist aftur- svo einfalt er það.
það hefur ekki gosið á Reykjanesskaganum í um 750 ár. Hléið varir ekki að eilífu og reyndar að öllum líkindum mjög stutt í næstu goshrinu á skaganum, varla meira en einhverjir áratugir í mesta lagi. Gosin þar koma í hrinum sem standa yfir í 2-300 ár og innihalda tugi gosa á þeim tíma.
Ber sjúkdómseinkenni" eldgosa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei það er ekki Trölladyngjukerfið kerfið er Tvíbollar sem renna á Vallarbygð á skömmum tíma.
Rauða Ljónið, 13.10.2011 kl. 18:26
Einhver misskilningur- það eru þrjú eldstöðvakerfi a Skaganum, Reykjaneskerfið sem er vestast, þá Trölladyngjukerfið með með miðju sennilega við Sveifluháls og sprungur frá því teygja sig í átt að Hafnarfirði. Brennisteinsfjallakerfið er svo austast, þ.e. Bláfjallasvæðið. Tvíbollahraun er hinsvegar kennt við eldvarpið Tvíbolla sem reyndar er í Brennisteinsfjallakerfinu. Ath. Ég er að tala um Eldstöðvakerfi í færslunni, ekki staka eldstöð.
Óskar, 13.10.2011 kl. 18:40
Ok ég átta mig á hvað þú átt við. Tvibollahraun er upprunið í Brennisteinsfjallakerfinu og hefur runnið langa leið alveg niður í Vallahverfi. Hinsvegar er Trölladyngjukerfið hættulegra að því leiti að í því geta opnast gossprungur mjög nálægt byggð. Fornar gossprungur í því kerfi eru aðeins um 3-4 km frá byggð í Hafnarfirði, t.d. eldvörpin sem Kapelluhraun er ættað úr.
Óskar, 13.10.2011 kl. 18:46
Já Bruni, Kapelluhraun, Hellnahraun, koma úr því kerfi.
Rauða Ljónið, 13.10.2011 kl. 19:04
Þetta getur byrjað fyrirvaralaust sbr. Heimaey og komið upp hvar sem er nær eða fjær byggð það veit enginn.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.