19.11.2011 | 15:16
Vanhæfasti seðlabankastjóri allra tíma reitir af sér 5aurabrandara
Davíð getur verið fyndinn. Það er einn af fáum kostum þessa manns sem kostaði þjóðina minnst 500 milljarða á hrundögunum. Þegar Róm brann sat keisarinn á kojufylliríi i svítunni sinni og kom fram á svalir til þess að lesa ljóð fyrir þjónana sína...eða þannig.
Hirðin sem er á þessum landsfundi ætti að taka hrunið fullkomlega til sín með öllu. Þetta er liðið sem kaus til valda hvað eftir annað gjörspilltan hagsmunaklíkuflokk sem framkvæmdi efnahagslega kjarnorkuárás á Ísland, stal öllu steini léttar og skildi eftir gjörsviðna jörð.
Í umboði þessa skríls situr svo ennþá gjörspilltur þingflokkur FLokksins þar sem ægir saman kúlulánahyski, dæmdum þjófum, skattsvikurum og bröskurum frá Macau.
Að sjálfsögðu ræðst þessi glæpalýður af fullri hörku björgunarliðið, þá sem vinna við að hreinsa upp brunarústirnar eftir flokkinn. Þannig er þetta hyski, siðblint og sjálfumglatt. Þennan landsfund á að halda inni á Litla Hrauni.
Hirðin klappar fyrir kóngnum sínum sem kostaði þjóðina mörg hundruð milljarða, margfallt Icesave. Formaðurinn sem í félagi við glæpalýð ber ábyrgð á að margra milljarða bótasjóður Sjóvar hvarf skelfur af hræðslu við hrunkónginn, svo mjög að hann skiptir um skoðanir oft á dag til að þóknast herranum sínum.
Þrennt bjargaði Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Nafni; jafnan !
Ágætis lýsing hjá þér; á hinni raunverulegu stöðu mála, í landinu.
Verð samt; að leiðrétta þig, að einu leyti.
Það er; EKKERT björgunarlið að störfum - heldur og; einungis, þjófapack, með hinum rauðlitaða blæ, sem er að koma ÖLLUM málum, í enn verri stöðu, ef eitthvað er - og; tók við, af því, sem frá fór, 1. Febrúar 2009.
Þú verðlaunar ekkert; brennuvargana - með því að hossa því liði, sem blæs í glæðurnar, ágæti drengur.
Þú hlýtur; að vera skynsamari en svo, nafni minn.
Með beztu kveðjum; sem oftar /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 15:35
Væri ekki rétt að kynna sér málin áður enn farið er af stað, svo vanþekkingin verði ekki svona augljós.
Haukur Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 16:35
Haukur- hvað í þessu er rangt? Þegar menn sjá heiminn í gegnum LÍÚ tíðindi eins og þú þá er náttúrulega ekki nema von að sjónarhornið sé þröngt.
Nafni- staðan nú er reyndar töluvert mikið skárri en útlitið var haustið 2008 þegar sjálfstæðisflokkurinn fullkomnaði slátrun sína á Íslensku efnahagslífi. Að takast að halda atvinnuleysi undir 10% á landsvísu er ekkert annað en kraftaverk miðað við aðstæður.
Óskar, 19.11.2011 kl. 17:34
Sælir; á ný !
Nafni !
Þú veður; reyk blekkinganna. Atvinnuleysið; er falið, í stórum fjölda brott fluttra, auk þeirra, sem ekki hafa komið til skráningar - og; viðbjóðurinn hefir snaraukist, frá Haustinu 2008, hafi þú ekki, eftir tekið.
Rauntölur; gætu hæglega verið, um 20 - 25%, nafni, á landsvísu.
Varstu; í öðru Sólkerfi, undanfarin þrjú ár, nafni minn ?
Með sömu kveðjum; samt, sem áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 20:26
Ég hef eina spurningu fyrir þig Óskar.
Hvar stendur Samfylkingin í ábyrgð á hruninu? Er hún alveg stikkfrí? Bar hún enga ábyrgð? Og hvað varð um hana þegar hrunið var orðið staðreynd? Hvert fór hún? Hverjir voru það sem stóðu vaktina í brúnni og björguðu því sem bjargað varð? Hvar var Samfylkingin þá? Farin í björgunarbátana fyrstir allra til að bjarga eigin skinni og yfirgáfu skipið og kenndu svo öllum hinum um ófarirnar. Það hafa reyndar verið ær og kýr Samfylkingar alla tíð og svo verður líka þegar þessi ömurlega "Norræna velferðarstjórn" hröklast frá völdum, þá mun hún reyna að klína öllum vondum málum á Vinstri Græna. Takist það ekki sem skyldi mun hún mæta aftur undir nýju nafni með nýja kennitölu. Hvort sem okkur líkar það betur eða ver er staðreyndin sú að okkur hefur alltaf gengið illa undir vinstri stjórnum og ég tala nú ekki um þessa HREINU TÆRU vinstri stjórn sem sennilega er sú allra versta af öllum sem á undan hafa gengið. Staðreynd er líka að verkalýðnum gengur aldrei betur en undir hægri stjórn.
Ástæðan; jú því þá er baráttan virk, undir vinstri stjórn er hún óvirk, enda ævinlega fyrsta verk vinstri stjórna að gera einhverskonar þjóðarsátt við verkalýðsforystuna um að hún haldi sig til hlés og gefi stjórninni "vinnufrið" til að taka til eftir óstjórn kapítalistanna. Næsta verk; hækka alla skatta sem hægt er að hækka og finna nýja ónýtta skattstofna. Við skulum því vona að hægri öflin nái fljótlega völdum aftur. Þá fara hjólin kanski að snúast aftur og hagur okkar að vænkast. Annars verður það bara status co, áfram landflótti frá "norrænu velferðarstjórninni" á Íslandi.
Vona að augu þín opnist gagnvart því að það er ekki í lagi að hafa vinstri stjórn sem hefur það eitt að leiðarljósi að koma í veg fyrir að aðrir stjórni landinu. Það þarf að stjórna í þágu fólksins og því til hagsbóta en ekki bara til að sitja á valdastólum og skattpína allt og alla. Jafnaðarstefna er ágæt að vissu marki en þegar hún snýst um það að allir skuli vera jafnir í merkingunni jafn miklir aumingjar og jafn fátækir og komnir uppá ríkisaðstoð, atvinnuleysisbætur eða aðra styrki er illa komið fyrir okkur. Ég ligg ekki á þeirri skoðun minni að ég vil þessa helstjórn í burtu og aldrei framar vinstri velferðarstjórn en því miður gerist það reglulega þegar fólk er orðið þreytt á ríkjandi ástandi og búið að gleyma síðustu vinstri stjórn að það kýs aftur yfir sig slíka og síðan ekki aftur í 12 - 16 ár eða þann tíma sem það tekur að gleyma. Eigðu góðan dag.
Viðar Friðgeirsson, 20.11.2011 kl. 17:08
Viðar, takk fyrir innlitið - sko, vissulega var Samfylkingin í ríkisstjórn 2008 og árið á undan EN hrunið er EKKI þeirri ríkisstjórn að kenna heldur stjórnunum sem sátu hér frá 1995-2007 svona ca, þar sem framsókn og sjálfstæðisflokkur sköpuðu grundvöllinn að því kerfi sem hrundi, taumlaus nýfrjálshyggja þar sem glæpamönnum voru gefnir ríkisfyrirtæki, kvótakerfinu komið á ofl. ófögnuðir innleiddir í boði þessara glæpasamtaka.
Geir Haarde á ekki sök á hruninu og það er ekki hann sem á að fara fyrir landsdóm, heldur Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. - Já Davíð olli 500 milljarða tjóni á síðustu dögum sínum sem vanhæfasti seðlabankastjóri allra tíma og það er ein ástæða fyrir því að það þarf að auka tekjur ríkissjóðs og þ.a.l. að hækka skatta því miður. Þið sjallar talið stundum eins og haustið 2008 hafi bara aldrei komið og hér hafi ekkert hrun orðið.
Núverandi ríkisstjórn tók við brunarústum eftir árás sjálfstæðisflokksins á efnahag þjóðarinnar, taumlausa "græða daginn og grilla á kvöldin" hagfræðin kennd við öfuga prófessorsfíflið hafði ráðið hér ríkjum frá aldamótum að minnsta kosti og orsakaði hrunið á endanum. Þið sjallar ættuð bara að viðurkenna eigin ábyrgð og hætta að þvælast fyrir björgunarliðinu- að ykkur detti í hug að hjálpa til, veit að þar er farið fram á of mikið og í raun er nærveru sjálfstæðisflokksins í stjórn landsins ekki óskað meðan á þingi sitja fyrir flokkinn kúlulánaþjófar, styrkþegar, dæmdir þjófar, skattsvikarar, bótasjóðsbraskarar og Macau braskarar. Þetta lið á alls ekki að sitja á Alþingi Íslands, það á að vera í fangelsi.
Óskar, 20.11.2011 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.