7.12.2011 | 19:57
Stórsigur ríkisstjórnarinnar
Náhirðarbloggarar eru þögulir sem gröfin núna enda svo gott sem búið að moka yfir kreppuna sem sjálfstæðisflokkurinn skellti yfir þjóðina.
Hvergi á Vesturlöndum mælist annar eins hagvöxtur um þessar mundir heldur en á Íslandi. Að vísu þykir mogganum það ekki fréttnæmt og við því var svosem ekki að búast af LÍÚ tíðindum.
Atvinnuleysi er á undanhaldi og lífskjör þjóðarinnar eru að batna ÞRÁTT FYRIR niðurrifshjal stjórnarandstöðunnar. Þjóðin verslar sem aldrei fyrr fyrir jólin- brjálað að gera segja kaupmenn.
En uss, ekki segja Bjarna Ben og Sigmundi frá, þeir gætu farið í fýlu :)
Fjárlög samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
-3,0% að meðatali í 3 ár. Tekjur= Gjöld
Júlíus Björnsson, 7.12.2011 kl. 20:42
Óskar áttu annan jafnfyndinn? Það er af og frá að það sé helferðarstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna að þakka að hér mælist einhver hagvöxtur.Það er sjávarútvegurinn sem Samfylkingin vill rústa og afhenda ESB sém hér er að skapa hagvöxt og væri hann örugglega mun meiri ef þessi helferðar leppstjórn Evrópusambandsins væri ekki við völd!
Örn Ægir (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 22:33
Júlíus það má stilla upp bókhaldinu á ýmsan hátt en engu að síður er klárt hér er allt á réttri leið. - Nú auðvitað setja sjallar eins og Örn Ægir kíkinn fyrir blinda augað, vilja ekkert kannast við hrunið sem er ÞEIRRA FLOKK að kenna, og tuða svo í björgunarliðinu sem er búið að vinna hörðum höndum að því að taka til eftir fylliríið þeirra. Vanþakklátt lið!
Óskar, 8.12.2011 kl. 01:07
Enn einn afturhaldskomminn sem heldur að kreppan hafi orðið til á íslandi....
Óskar Guðmundsson, 8.12.2011 kl. 02:14
Vesturlanda almenna neytenda kreppan varð ekki til á Íslandi. Hinsvegar vegna stjórnsýsluhefða hér frá 1911, er 90% af kreppunni hér Íslandi sjálfu að kenna. Það er munur á samkeppni og mótkeppni.
Júlíus Björnsson, 8.12.2011 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.