Ég mæli með því að advice haldi kjafti núna

Það voru þessir fáráðlingar sem börðust fyrir því að þjóðin neitaði samningnum m.a. á þeim forsendum að ESA mundi ekki þora með málið fyrir dóm.  Annað hefur nú komið í ljós eins og var margbent á að mundi líklega gerast og nú er fyrirséð að miklu meiri kostnaður lendi á þjóðinni heldur en samningurinn hljóðaði uppá.  Réttast væri að þetta Advice rusl tæki upp veskin og borgaði skaðann.  Það munu þeir að sjálfsögðu ekki gera en lágmark er að þetta pakk haldi kjafti meðan aðrir sjá um að greiða skaðann sem þeir og aðrir lýðskrumarar hafa valdið.
mbl.is Össur gæti ekki hagsmuna Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það var nú Ríkisstjórnin sem hrópaði um öll torg að það væri ekki Þjóðarinnar að borga þessa óreiðuskuld Icesave ekki Advice hópurinn. Það sem sá hópur gerði er mikið þakkavert og ég held hreinlega að það séu allt aðrir sem ættu að halda kjafti en sá hópur Óskar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.12.2011 kl. 18:09

2 Smámynd: Óskar

Ingibjörg nú ert þú farin að skálda og hlaupa undan í flæmingi eins og aðrir "Nei" sinnar.  Þú kaust sennilega "Nei" - eiginlega ætti ég að láta þig fá reikningsnúmerið hjá mér svo þú getir lagt inn fyrir skaðanum sem ég og þjóðin verður sennilega fyrir útaf þessi glæsilega "Nei" ykkar.

Óskar, 20.12.2011 kl. 18:12

3 identicon

Óskar,

Ertu farinn að rukka inn sennilegann skaða?

Sennilega betra að halda ró sinni í þessu máli miðað við stöðu mála á evróvska efnahagsvæðinu þar sem ekkert hefur haldið vatni hvorki lög né reglur.

itg (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 18:33

4 identicon

  Haltu kjafti sjálfur.

Þorbjörn Víglundsson (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 19:04

5 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Tek reyndar ekki undir með Þorbirni því Óskar hefur verið ómetanlegur styrkur í baráttunni hjá nei sinnum menn linka bara beint á bloggið hans til að sýna hverslags þenkjandi menn já sinnar eru. Óskar haltu þínu striki ótrauður fram í rauðan dauðan svo fólk lesi bloggið þitt og taki svo yfirvegaða ákvörðun rétt eins og í þjóðaratkvæðagreiðslunni forðum.

Elís Már Kjartansson, 20.12.2011 kl. 19:14

6 Smámynd: Óskar

Bæði Þorbjörn og Elís ,dæmigerðir sauðheimskir Nei sinnar,- eru stútfullir af skynsemi og rökum.  Þjóðrembu nei-ið þeirra kostar nú málarekstur sem hleypur sennilega á nokkur hundruð milljónum ofan á annan skaða sem nei-ið veldur.  ekki nema von að Þorbjörn eigi ekkert sterkara í orðaforðanum en 3 orð og Elís lepur upp spekina.

Óskar, 20.12.2011 kl. 19:24

7 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Já er það er líka kannski lesblinda farinn að hrjá þig því ég var alls ekki að taka undir það sem hann Þorbjörn skrifar en þar sem þú sakar aðra um sauðheimsku þá er lágmark að þú skiljir hvað sagt er við þig.

Elís Már Kjartansson, 20.12.2011 kl. 19:32

8 Smámynd: Óskar

Elís- hver tók yfirvegaða ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslunni?  Ekki þú vinur!  Ég man ekki betur en að þú hafir staglast á því ásamt vinum þínum í heykvíslahjörðinni að ESA mundi aldrei þora í málarekstur útaf Icesave.  -- en hvað gerðist?

Óskar, 20.12.2011 kl. 19:40

9 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Ég krafðist þess að málið færi fyrir dóm vinur það er hið eina rétta og málið bara á þeim stað sem það á að vera í siðmenntuðu réttarríki að mínu mati.

Elís Már Kjartansson, 20.12.2011 kl. 19:45

10 Smámynd: Óskar

já Elis - þér finnst semsagt að siðmenntuð ríki eigi að leysa sín ágreiningsmál fyrir dómstólum en ekki með samningum ?  Kemur mér svosem ekki á óvart að sjá svona afstöðu  miðað við spekina sem hefur komið frá ykkur í heykvíslahjörðinni áður -  Nú bendir allt til þess að skaðinn sem þjóðin verður fyrir sé miklu meiri en síðasti icesave samningu hefði kostað- ég geri ráð fyrir að þú sért sáttur við hærri skatta og verri lífskjör fyrir þjóðrembuneiið þitt- verst að ég þarf að borga líka fyrir heimskuna í þér og öðrum..

Óskar, 20.12.2011 kl. 19:54

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég held að Óskar og hans líkar séu þeir sem eru með sand í heila stað, ekki þeir sem stóðu gegn Icesave-kúguninni ólöglegu, eins og hann vill vera láta.

Ég vil bara benda á að ef einhver af hinum glæsilegu svokölluðu samningum hefðu verið samþykktir værum við nú þegar farin að borga tugi milljarða í vexti og afborganir.

Held það ætti að þakka Advice-hópnum og ýmsum fleiri sem barist hafa fyrir þjóðina, að við erum mögulega að rétta úr kútnum efnahagslega og þessi baggi ekki að drepa niður allan bata.

Er það ekki betri staða að vera í réttarbaráttu fyrir dómstólum, þar sem við höfum ágætis möguleika, en ef við hefðum samið af okkur og innsiglað dóminn yfir okkur sjálf, með okkar eigin undirskrift?

Nú ef hins vegar málið tapast er komið fordæmi fyrir því að ESB-ríkin fá sitt handónýta hrunda bankakerfi í hausinn, líkið sem þeir eru að reyna að blása lífi í dag og nótt á neyðarfundum. Verði þeim að góðu, ef það gerist.

Theódór Norðkvist, 20.12.2011 kl. 20:24

12 Smámynd: Óskar

Kemur ekki enn ein mannvitsbrekkan úr heykvíslahjörðinni og heldur því í alvörunni fram að við séum í góðum málum!  ESA hefur 29 sinnum höfðað mál.  27 sinnum unnið þau og 2svar tapað!  Já við erum í frábærum málum!!  Þessum tréhausum er algjörlega fyrirmunað að viðurkenna mistök og skammast sín.

Óskar, 20.12.2011 kl. 20:35

13 identicon

Óskar. Það er sama hvernig málið endar (endar auðvitað á einn veg eins og Já-sinnar hafa bent á frá upphafi) þá finna Nei-sinnar einhverja aðra ástæðu fyrir því en eigin rugl. Ef það er ekki ESB eða EFTA þá er það nú Össur og hans ráðuneyti sem bera ábyrgðina, í raun allt annað en að við sjálf berum ábyrgðina á þessu eins og raun ber vitni.

Nei-sinnar munu aldrei stíga fram og biðjast afsökunar á sinni framgöngu. Enda eina sem vakti fyrir þeim að koma ríkisstjórninni frá og draga ESB umsóknina til baka. ICESAVE kostnaðurinn allur sem af því hlýst er svo fórnarkostnaður sem öll þjóðin greiðir svo fyrir.

Hrun nr. 2 verður í þeirra boði og skömmin að eilífu þeirra.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 21:59

14 identicon

Sæll Nafni; sem og aðrir gestir, þínir !

Að vísu hópurinn - lausleg þýðing; (Advice); hefir verið okkur spilavíta andstæðingum, einkar gagnlegir liðsmenn.

Þvermóðska þín; fyrir hönd Brezkra og Hollenskra spila bjálfa (Icesave ´s) stappar nærri bilun, nafni minn.

Ættu Bandaríkin; hvað Las Vegas varðar - sem og Frakkland; hvað Monte Carló gosana snertir, að ÁBYRGJAST klaufsku og ofurgræðgi þeirra flóna, sem fúlgum fjár tapar, í þeim samskiptum, til dæmis ?

Reyndu; einu sinni, að koma niður á Jörðina, drengur !

Nenni vart; að rifja þessi sannindi upp - einn ganginn enn, fyrir ykkur, aðdáendum ESB hryglunnar, og Evrópsku nýlenduveldanna, nafni minn.

Með beztu kveðjum; öngvu að síður, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 22:39

15 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég hef hinsvegar gaman að því Óskar Helgi Helgason, að rifja upp hvað muni gerast ef svo ólíklega vildi til að við neyddumst til að borga.

Átæðan er jú sú að ef lokadómur sem færi fram fyrir Íslenskum dómstólum vel að merkja, félli okkur skattborgurum þessa lands í óhag.

Afleiðingin væri góður fyrir ESB eða hitt þó heldur, með þessu fordæmisgildi sem dómur hefði í för með sér. Þarna væri komið fordæmi sem leggði þá áþján á ríki og ríkisstjórnir að ríkistryggja einkabanka í sínum löndum svo að ef þeir falla þá verður það skattborgaranna að borga.

Gleðifréttin við þetta er sú að svona 15 mínútum eftir að dómur félli okkur í óhag væri búið að lækka lánshæfismat velflestra þjóðríkja og þar á meðal ESB.

Þetta væri eitthvað sem fengi Brusselelítuna til að svitna allherfilega, að ekki sé nú minst á að ESB umsóknin mun líklega falla um sjálft sig þar sem ESB hrynur í kjölfarið eins og íslensku bankarnir forðum.

Með keðju og ósk um gleðileg Jól og ????? á nýju ári...

Kaldi 

Ólafur Björn Ólafsson, 21.12.2011 kl. 02:53

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ólafur Björn, ætli þetta endi ekki með að Angela Merkel skrifi ESA persónulega bréf og skipar þeim að draga málsóknina til baka?

Theódór Norðkvist, 21.12.2011 kl. 06:31

17 identicon

Óskar, farðu að ráðum Þórðar kakala og komdu við í ríkinu.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 08:03

18 Smámynd: Dexter Morgan

ESB er dautt. Eina sem er eftir af því er líkið. Ástæðan fyrir því að útförinni er frestað í sígang er útaf bókstafstrúarmönnum eins og Össuri og co. Því fyrr sem hræðið er jarðsett, grafið og gleymt, því betra fyrir alla. Það mun gerast fyrr en seinna, alveg sama hver útkomann úr þessu dómsmáli ESA verður.

Dexter Morgan, 21.12.2011 kl. 11:10

19 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Ég sé; að Nafni minn Haraldsson síðuhafi, er mjög hljóður, þessa stundina, enda lítið, sem hann hefir ESB og EFTA aðdáun sinni, til málsbóta.

Kaldi (Ólafur Björn) - Theódór og Dexter Morgan !

Þakka ykkur fyrir; skynsamleg og einarðleg innlegg, ykkar - um leið, og ég vil geta þess, sem mér láðist hér fyrr, að Norður- Ameríkuríkið Ísland, á að hunza frekju og yfirgang Evrópskra niðurrifsböðla.

Sveinn Úlfarsson !

Mér þykir leitt; að þurfa að hryggja þig, en ''ríkis'' ferðir tíðka ég ekki, þar sem ég hefi verið Bindindismaður á áfengi, allar götur frá þeirri ákvörðun minni; 12 ára gamals heima á Stokkseyri, Sumarið 1970.

Neyti aftur á móti; Kaffis og Tóbaks (reyktóbaks), í ríkum mæli, svo fram komi, ágæti drengur.

Annarrs; sýnir athugasemd þín, Sveinn minn, hversu dapur málstaður, ykkar ESB vina er - og hefir verið reyndar, alla tíð.

Skrepptu suður á Haítí Sveinn minn; og inntu þá eyjarskeggja þar, um kúgunar greiðslur þeirra, til Frakka, frá 1820 - 1947, sökum þess, að Haíti menn vildu ekki skaffa Frökkum billega Þræla, til þess að þjónusta Hvítu herrana, norður í Evrópu, á sínum tíma.

Farðu nú; að koma inn í umræðuna á ný nafni minn Haraldsson, ef þú treystir þér, á annað borð, ágæti drengur.

Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 11:51

20 identicon

Bið Svein Úlfarsson forláts; hafi hann beint skeyti sínu, að nafna mínum Haraldssyni síðuhafa, en ekki mér.

Svo; allrar sanngirni gæti.

Og Nafni !

Gerðu ALDREI lítið; úr notagildi Heykvíslanna - 2a sem 3a tinda, eru þær jafn þýðingarmiklar til sveita, eins og Karfa gafflarnir (með punktinum; í endann) eru í Fiskverkunar húsunum, ágæti drengur.

Finndu þér annað viðmið; þykist þú þurfa, á að halda, nafni minn.

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband