4.5.2012 | 11:33
Ísland á fleygiferð útúr kreppunni
Þrátt fyrir dómsdagsspárs Sigmundar Davíðs og óráðshjal Bjarna Ben þá eru villtustu draumar þeirra svo sannarlega að snúast upp í hræðilega martröð. Þessari ríkisstjórn er nefnilega að takast það sem þeir vita að þeim mundi aldrei takast sjálfum, að koma þjóðinni útúr kreppunni. Það sem meira er, það hefur tekist án þess að auka skattbirðar á meginþorra almennings, aðeins þeir tekjuhæstu hafa orðið fyrir skattahækkunum. - Við getum verið nokkuð sjúr á því að þannig hefði ekki verið ástatt ef þessir tveir jólasveinar hefðu farið með stjórn landsins undanfarin ár.
Umskipti á vinnumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll; nafni - sem oftar !
Skrök þín; eru með eindæmum.
Þetta Helvítis pack; Jóhanna og Steingrímur, létu viðlíka falsanir frá sér fara / Vorin; : 2009 - 2010 - 2011, og enn á ný.
Farðu; að endurskoða jarðtengingu þína, drengur.
Skattahækkanir; beinar og óbeinar, geta birst, með ýmsu móti.
Benzín- og Olíverðsgjöld ríkisins, Vorið 2010, til dæmis - og síðan, á þeim vettvangi.
Vara og þjónusta; innlend ekki sízt, matvara og alls kyns þjónusta + ENNÞÁ gildandi Stimpilgjöld; sem forsvarsmenn ALLRA flokka, byrjuðu að lofa afnámi á, árin 2004 - 2005, sem enn eitt dæmið.
Fleirra; mætti eflaust til tína, en skammtíma minni mitt, er svo sem, ekkert beysið nafni minn - man betur; ýmsa atburði, fyrri alda, ef eitthvað er.
Drullusokkarnir; Bjarni og Sigmundur Davíð, eru ekki neinir Jóhönnu og Steingríms betrungar svo sem, þar; er ég fyllilega sammála þér.
III. valkostur; Glussa og Gírolíu lyktandi fólks, ætti að koma að stjórn landsins, TIL MJÖG LANGS TÍMA, því alþingis ruslið, má að skaðlausu afnema, ágæti drengur.
Nóg komið; af áratuga skemmdarverkum hvítflibba- og blúndukerlinga, nafni minn, Haraldsson !!!
Með; hinum ágætustu kveðjum úr Árnesþingi, öngvu; að síður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 12:41
Ég held að það beri að varast svona fréttir. Færri hóp upsagnir þurfa ekki að þýða að kreppan sé í rénun. Ef það eru engar ráðningar í staðinn þá er ljóst að kreppan sé enn til staðar. EF við höfum í huga alla þá sem hafa verið atvinnulausir síðan í fyrra í tengslum við þær hóp uppsagnir. Hvað svo með alla þá sem fluts hafa úr landi. Það skekkir tölur um atvinnuleysi sem er vitlaust skráð.
Kristján Birnir Ívansson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 12:42
Við erum sko alls ekki á leiðinni útúr kreppunni.
það hefur ekkert breyst síðan 2009-2010-2011 nema núna fer að líða að kosningum og ég sé öll merki þess hjá stjórnarliðum, en minni hjá stjórnarandstæðingum. Meira segja nýju framboðin hafa hægt um sig, enda varla búin að semja stefnuskrá sína.
En ennþá er fólk á atvinnuleysisskrá sem missti vinnuna 2008. Og það sem ég þekki er á góðum vinnualdri og vinnufúst. En skuldaði ekkert og getur framfleytt sér, og er enn að bíða... eftir umskiptum, áður en það flytur úr landi. Því það kemur ekki aftur. Ekki þetta fólk.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 16:15
Sæl; á ný !
Vel mælt; af ykkar beggja hálfu, Kristján Birnir, og Sigrún Jóna !
Ætli standi ekki í pilti; (Óskari Haraldssyni síðuhafa), að svara okkur á viðunandi máta, blessuðum. Hann er; - og hefir verið einn þessarra furðulegu fugla, sem hengt hafa sig á klakk, Djöfulsins flokka Forynju skaparins íslenzka - og getur ekki með nokkru móti, slitið sig, frá lotningunni og tilbeiðzlunni, á þessu Andskotans hyski, gott fólk.
Það er nú; meginmeinbaugur, hins annarrs ágæta nafna míns, gott fólk.
Fjarri því; lakari kveðjur - en hinar fyrri, vitaskuld /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 16:58
Því miður verð að svara ítarlega síðar - er að fara til ESB ríkisins Svíþjóðar sem svo sannarlega valdi rétta leið útúr sínum ógöngum- nefnilega að ganga í ESB!
Sama hvað nafni og aðrir segja, tölur ljúga einfaldlega ekki. Atvinnuleysi er á niðurleið. landflóttinn er stopp og þjóðin er farin að hafa það bara helvíti fínt svona heilt yfir þó auðvitað séu alltaf einhverjir sem hafi það skítt, þannig hefur það alltaf verið og mun að sjálfsögðu alltaf verða. Sumir eru bara svartsýnir að eðlisfari eins og Sigmundur dómsdagur, því breytir enginn.
Óskar, 4.5.2012 kl. 19:41
Komið þið sæl; á ný !
Nafni !
Reyndu ekki; að hlaupa í skjól, þíns;; vonandi vel heppnaða ferðalags, austur til Svíþjóðar, - án þess að svara okkur skilmerkilega, drengur.
Tölur; þeirra Duvalier feðga, suður á Haítí, á þeirra tíð, gátu nú átt það til, að vera sviksamar. Hví; ættu uppáhöld þín - STJÓRNMÁLARUSLIÐ íslenz ka, að vera svo frábrugðin þeim feðgum, í því, sem öðru ?
Mér sýnist nú; sem þú munir lifa, í viðlíka óraunveruleika veröld, og Skoffínið Sigmundur Davíð, nafni minn.
Fremur aumlegt; af þinni hálfu, að reyna ekki að verja örsmáan rök semda grundvöll þinn, drengur.
Eigir þú eitthvað erfitt með; að svara okkur skorinort, ættir þú bara að halda þér til hlés, nafni minn.
Sömu kveðjur - sem seinustu; þrátt fyrir vanhöld nafna, að gefa skýr svör, sinnar málafylgju /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.