2.6.2012 | 19:23
Fádæma frekja sægreifa
Sægreifadelarnir sem fela milljarða á milljarða ofan í skattaskjólum senda þjóðinni fingurinn hvað eftir annað. Nú beita þeir sjómannastéttinni fyrir sig í þeirri viðleitni sinni að borga helst ekki krónu fyrir að nýta auðlindina.
Mér finnst kominn tími til að grípa til harkalegri aðgerða gegn þessu "ríki í ríkinu" en hingað til hafa verið gerðar. Þessum mönnum er ekki treystandi fyrir auðlindinni og það þarf að koma þessum skepnum i burtu. Leið til þess að að innkalla allan kvótann og gefa upp á nýtt. Í algjörri neyð kæmi til greina að ríkið tæki útgerðir og skip eignarnámi - ef það er eina leiðin til þess að þjóðin fá sanngjarnan arð af auðlindinni þá verður svo að vera.
Flotinn fari ekki úr höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú veist greinilega ekkert hvað þú ert að bulla. Hefur þú lesið eitthvað af ótalmörgum umsögnum um frumvörpin? eða frumvörpin sjálf? Reynslan af því að stjórnvöld þjóðnýti auðlindir er hvergi góð, en ef þú ert spenntur fyrir því þá legg ég til að þú flytjir til Zimbabe og komir þér fyrir þar þar voru auðlindirnar þjóðnýttar á því töpuðu allir nema örfáir spilltir stjórnmálamenn. Getur þú nefnt þó ekki væri nema eitt dæmi um að þjóðnýting hafi bætt lífskjör?
Hreinn Sigurðsson, 2.6.2012 kl. 19:43
Ég var að sjálfsögðu ekki að tala um þjóðnýtingu til frambúðar. Bara meðan væri verið að stokka upp kerfið og finna ábyrga notendur af auðlindinni sem er treystandi fyrir henni. LÍÚ pakkinu er það einfaldlega ekki.
Óskar, 2.6.2012 kl. 20:03
Ha ha ha... "Ég var að sjálfsögðu ekki að tala um þjóðnýtingu til frambúðar"
Í hvaða sápukúlu lifir þú eiginlega Óskar?
Nei nei... bara svona örlítið að þjóðnýta sjávarútveginn og svo bara gefa upp á nýtt, ég lofa....
já já.. sei sei, vinnur þú við uppistand?
Njáll (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.