28.6.2012 | 12:08
Endilega kenna veiðileyfagjaldinu um þegar gamalt og úrelt skip er selt
Þeir kunna þetta kvótagreifarnir í Eyjum. Það vita allir að þetta skip er bölvað drasl, gamalt og úr sér gengið. Óhagkvæmt í rekstri. Skynsamlegt að losa sig við það en lágkúrulegt að blanda þessu í umræðuna um veiðileyfagjaldið. En við hverju var svosem að búast af Sægreifunum í eyjum sem líkja meðferðinni á sér við meðferðina á gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni ?
Vinnslustöðin segir upp 41 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er nýjasta skipið í flota VSV tekið í notkun 2010 gamallt og úrelt skip? það er aldeilis sem nýjungin þarf að vera hröð að þínu mati.
Svavar Örn Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 12:22
Gandí VE-171 er reyndar 26 ára gamall skuttogari en látum það liggja á milli hluta. Ég held að þetta hafi alltaf staðið til og tilvalið að kenna stórhækkun á veiðiheimildum um.
Sævar Einarsson, 28.6.2012 kl. 12:34
Afsakið það er satt, ég var að rugla.
VSV keypti skipið og tók það í notkun 2010 (nýjasta skipið þeirra) en þeir létu ekki smíða það fyrir sig.
Afsakið þennan klafagang hjá mér.
kv. Svavar
Svavar Örn Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 12:40
Hráefnisframboðið var skrúfað niður, og rekstrarkostnaður útgerðarinnar hnýttur í nýjan skatt. Auðvitað þarf að skera jaðarangana af rekstrinum til að bregðast við hvoru tveggja.
Stórt útgerðarfélag leggur minnst arðbæra togaranum sínum þegar nýr skattur er lagður á. Minni og óhagkvæmari útgerðir loka öllum húsum sínum. Hinum nýja skatti verður auðvitað "kennt um" að hafa valdið auknum rekstrarkostnaði og leitt til uppsagna og lokunar á framleiðslutækjum.
Geir Ágústsson, 28.6.2012 kl. 13:08
Auðvitað þarf LÍÚ að skera eitthvað niður til að borga hallarekstur Moggans. Segir sig sjálft.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.6.2012 kl. 13:08
VSV á nú einhver fley sem eru ýmist jafn gömul eða mun eldri þannig að ég held að þetta sé nú ekki tilkomið vegna þess að þetta sé eitthvað aflóga skip sem þurfi að farga. Enda gerir það enginn sér til skemmtunar að segja upp hópi fólks, það er barnaskapur að halda slíku fram! Ég finn til með öllu því fólki sem var að missa vinnuna og vona svo sannarlega að úr rætist.
Guðrún (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 13:29
Er þetta þá ekki sama bragðið og Jóhanna Sig notaði þegar krafist var niðurskurðar í ríkisbákninu eftir hrun?
Hún sá til þess að skorið var hressilega niður á Landspítalanum.... en ekki í bruðli eða óþarfri utanríkisþjónustu.
Raunin er sú, hvort sem að menn vilja viðurkenna það eða sitja við sinn þrákelnis keip, að þessi nýji skattur (öll "gjöld" sem ekki er hægt að komast hjá að greiða eru í raun skattar) mun leggja í rúst nokkur skuldsett fyrirtæki í sjávarútvegi og sverfa að nokkrum byggðarlögum á landsbyggðinni um svo að fólk á enskis annars kost en að enda á mölinni á bótum.
Þó að fyrsti báturinn sé 26 ára... vitiði hver meðalaldur fiskiskipaflotans er?
Hefur verið byggt mikið af fleyjum og fleytum yfirleitt fyrir mikinn uppgang í smábátum?
Nei, allt sem flýtur er nýtt þar sem ekki eru til peningar fyrir nýju. Rétt eins og á vegum landsins vantar nýliðun tækja og búnaðar og á eftir á endanum að valda okkur stórtjóni.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 13:49
http://gudlaugurthor.is/2012/02/slaandi-upplysingar-islenska-fiskiskipaflotann/
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 13:52
Maður lifandi gott fólk. Framlegð á Gandí þetta fiskveiðiár er viðunandi, þ.e. í plús en þegar búið er að reikna veiðigjaldið fyrir næsta ár á skipið er framlegðin komin 6% í mínus. Gandí er gott skip þótt gamalt sé. Það er ekki gott þegar þarf að segja upp fólki en greinilega verður að grípa til einhverra ráðstafana til að spara í rekstri þegar svona flóðalda skellur á okkur.
Auðlindagjald hækkar úr 600 milljónum á þessu fiskveiðiári í 4,5 milljarða á því næsta. Nota bene, bara í Vestmannaeyjum!!!
Valmundur Valmundsson, 28.6.2012 kl. 14:00
Skil ekki þennan frasa " Framlegð á Gandí þetta fiskveiðiár er viðunandi, þ.e. í plús en þegar búið er að reikna veiðigjaldið fyrir næsta ár á skipið er framlegðin komin 6% í mínus." Samkvæmt því sem ég hef lesið af þessari gjaldtöku í nýja frumvapinu þá er bara tekin skattur af arðinum hjá fyrir tækinu þ.e.a.s eftir að allur kosnaður og gjöld hafa verið greidd. Hvernig er þá skipið í mínus???????
Margrét (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 15:48
Vilmundur vilt þú kanski upplýsa okkur um hvað útgerðaeigendur í Eyjum hafa greitt sér persónulega í arð síðustu árin ?
Óskar, 28.6.2012 kl. 16:19
Gjaldið er tekið af framlegð þ.e. af tekjum fyrir vexti, skatta og afskriftir. Það er alls ekki það sama og að greiða hlutfall af arði.
Vignir (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 23:44
Þetta skip var keypt kvótalaust til uppsjávarveiða, m.a. til að safna makrílkvóta. Útgerðin hefur gengið brösuglega og hrundi aðalvélin í tvígang og varð á endanum að skipta um vél í skipinu. Kostnaður við útgerð skipsins er því gríðarlegur og má væntanlega rekja ástæður fyrir sölu skipsins til þessa þáttar, þó svo að útgerðin noti tækifærið til að ná höggi á ríkisstjórnina. Ef einhver hugur væri í útgerðinni til að berjast í þessu áfram hefði kannski mátt minnka arðgreiðslur, en fram kom í fréttum í gær að það stæði ekki til!!!
Guðmundur (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 08:30
Skil þetta heldur ekki ef tapið er svona mikið hvers vegna er þetta þá hægt????
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/06/29/vinnslustodin_greidir_850_milljonir_i_ard/
Fólk er ekki fífl
Margrét (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 09:47
http://www.dv.is/frettir/2012/6/29/gudmundur-um-uppsagnir-hja-vinnslustodinni-thetta-er-syndarmennska/
Pólítík
Taktík frá byrjun
Sorglegt að spila með starfsfólkið sitt svona. mjög sorglegt.
Sleggjan og Hvellurinn, 29.6.2012 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.