3.7.2012 | 19:12
Loksins ljós - en sjallar sjá það ekki
Kreppan er á hröðu undanhaldi, það sjá í raun allir sem nenna að hafa fyrir því að opna augun. Störfum fjölgar hratt, atvinnuleysi ekki minna frá hruni og í raun allar hagtölur mjög jákvæðar. Ekki dettur Bjarna Ben og náhirðinni til hugar að þakka ríkisstjórninni þennan árangur sem er á skjön við það sem er að gerast annarsstaðar í veröldinni.
Ríkisstjórnin er að vinna virkilega gott starf þrátt fyrir að niðurrifsöfl stjórnarandstöðunnar og lýðskrumara geri allt til að tefja uppbygginguna. Þjóðin mun vissulega átta sig á þessu fyrir næstu kosningar, það er ég ekki í nokkrum vafa um.
Sjálfstæðisflokkurinn, sá sami og skellti yfir okkur hruninu situr enn nánast óbreyttur á þingi. Þar eru kúlulánaþegar, vafningar, dæmdir þjófar og skattsvikarar svo eitthvað sé nefnt. Hvernig það má vera að samansafn glæpamanna fái 38% fylgi í skoðanakönnunum er rannsóknarefni. En ég er bjartsýnn og trúi því að glæpasamtökin fái nú ekki mikið meira ein 20% í næstu kosnngum enda engin þörf á þvi að kalla hrunflokkinn til valda þegar búið er að hreinsa til eftir hann.
Stjórnarflokkarnir bæta örlítið við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómarktækur munur frá síðustu könnun. Efnahagsbatin er lagnt í frá stjórnarflokkunum að þakka hann er krónunni sjávarútveginum ferðamönnum og áliðnaði sem sagt fólkinu í landinu að þakka, sem kom í veg fyrir með aðstoð forsetans að icesave yrði samþykktur. Nú eru hinir sönnu bófar við völd flokkarnir sem tóku pólitíska afstöðu með t.d. Baugi fyrir hrun gegn lögregluyfirvöldum og reyndu að nýta sér málið til að koma höggi á sjálfstæðisflokkin um það má finna ræður á alþingi og greinar í blöðum. Flokkarnir sem lofuðu skjaldborg um heimilin en veltu ráninu yfir á þau í staðin. Flokkarnir sem taka við skipunum frá Brussel og leyfa hrægömmum Evrópusambandsins að níðast á Íslenskum heimilum. Af nógu verður að taka fyrir næstu kosningar því miður!
Örn Ægir Reynisson, 3.7.2012 kl. 20:00
Komst George W. Bush einhvern tímann niður í 31% stuðning?
Geir Ágústsson, 3.7.2012 kl. 22:09
Það er vitað mál og hefur verið vitað síðan í kreppunni 1929 að skattahækkanir og allar aðgerðir ríkisins sem draga úr peningafjármagni í umferð í samfélaginu hæga á og/eða stöðva efnahagslegan bata.
Það er nákvæmlega það sem ríkistjórnin hefur gert síðan hún komst til valda. það er ekkert þeim að þakka ef hér væri ástandið að batna.
Teitur Haraldsson, 3.7.2012 kl. 23:46
Ég held að ykkur sé best svarað með þessu. http://www.visir.is/ad-raekta-reidina/article/2012707049999
Óskar, 4.7.2012 kl. 11:01
Í fyrsta lagi þá er þetta rétt svo ólesandi og óskiljandi texti hjá manninum.
Svo er það fyrsta sem við áttum að læra þegar heimskreppan skall á að hagfræðingar vita ekkert eða hvernig villtu skýra að þetta gat gerst?
Teitur Haraldsson, 4.7.2012 kl. 11:11
Teitur mér fannst þetta bara mjög auðskiljanleg grein, held það sé nú frekar þetta sé spurning um vilja! Skýra hvernig hvað gat gerst, hrunið? Lestu bara rannsóknarskýrsluna.
Varðandi skattahækkanir þá er það nú þannig að tekjur ríkisins drógust saman um yfir 30% eftir hrunið. Það eru aðeins tvær færar leiðir til að covera það, skattahækkanir eða niðurskurður. Ríkisstjornin fór einhvernskonar blandaða leið, sá til þess að skattahækkanir kæmu fyrst og fremst á þá sem máttu við því og skar niður að þolmörkum. Þú hlýtur að sjá að það var ekkert hægt að ganga lengra í þeim efnum.
Staðreyndin er mjög einföld- vissulega höfum við ferðamenn og útflutningsgreinar ganga vel en meginmálið er það að flestar ef ekki allar meiriháttar ákvarðanir þessarar ríkisstjórnar hafa reynst réttar og þessvegna erum við á leið uppúr kreppunni meðan flestar aðrar þjóðir sitja fastar í hjólförunum. - en ég veit að sjálfstæðismenn þola ekki að heyra það að öðrum hafi tekist að taka til eftir slátrun þeirra á efnahag þjóðarinnar!
Óskar, 4.7.2012 kl. 12:34
Við erum með sérfræðinga sem hefðu átt að koma í veg fyrir að þetta gat gerst, þ.e hrunið, og þá miena ég ekki á íslandi heldur allstaðar í heiminum. Hvernig gat þetta gerst? (ég hef lesið um það og veit hvað gerðist, en þetta á ekki að geta gerst ef allir eru í lagi)
Ríkið á að taka á sig samdráttinn. Eins og ég sagði, í kreppu minkar þú ekki kaupmáttinn í samfélaginu, það eikur á kreppuna og getur hæglega komið í veg fyrir að landið nái sér nokkur tíma.
ATH: ég er ekki að segja að fjármálastjórn sjallana hafi verið góð, þvert á móti þá juku þeir á þensluna einmitt þegar það mátti alls ekki og ríkið blés út sem verður valla tekið til baka.
En þeirra hagstjórn hefði einmitt verið mikið betri í kreppunni.
Ég kaus þá ekki fyrir kreppu, en ég kýs þá svo sannarlega núna.
Teitur Haraldsson, 5.7.2012 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.