Frábærar fréttir

Mogginn er ekkert að taka það fram að þetta er minnsta atvinnuleysi frá hruni og í raun frábærar fréttir fyrir þá sem vilja sjá þessari kreppu ljúka.  Reyndar benda svona tölur hreinlega til þess að henni sé lokið.  Þetta eru ekki einu jákvæðu hagtölurnar um þessar mundir, langt frá því.  Úrtölumenn úr sjálfstæðisframsóknarafturhaldinu finna þessu að sjálfsögðu flest til foráttu enda gerðu þeir ekki ráð fyrir því að einhverjum öðrum tækist að koma okkur uppúr kreppunni sem þeir komu okkur í.

Til hamingju Ísland með að sjallakreppunni sé að ljúka!


mbl.is Atvinnuleysið mælist 4,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Nafni; jafnan !

Ertu 1/4 viti - eða mögulega 1/2 viti, ágæti drengur ?

Davíð drullusokk Oddssyni; var jafn lagið - og hyski hans öllu, að falsa tölur á sínum tíma, og ræksnunum; Jóhönnu og Steingrími, munir þú ekki betur.

Hvar í Andskotanum; hefir þú verið, undanfarin ár - og misseri drengur, þykist þú ekki, betur vita ?

Ótölulegur fjöldi fólks; er fallinn út af skrá - aðrir hafa ekki komist á hana, og enn aðrir eru brottfluttir af landinu, og eru þar með gáfaðri en við, sem enn höngum hér, og komumst ekki, sum okkar - því Ísland á sér ekki viðreisnar von, með hryjuverka klíkur stjórnmála- og viðskipta, í næstu 1000 - 1500 ár, að óbreyttu.

Hvað miklu; skyldi Steingrímur J., afskrifa af einkavini sínum, Steinþóri Sparisjóðs svindlara Jónssyni, suður í Keflavík, í næstu lotu, nafni minn, til dæmis ???

Kveðjur samt; þrátt fyrir þverrandi trúna á, að þér sé við bjargandi, nafni minn Haraldsson /

En; vonandi, þó !!!    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 21:13

2 Smámynd: Óskar

Ég spyr nú frekar hvar hefur þú haldið þig síðustu mánuði nafni.  Ég þekki mikið af fólki í öllum stéttum.  Fyrir 1-3 árum þekkti ég nokkuð af atvinnulausu fólki, allt þetta fólk er með vinnu í dag og þurfti ekki að flytja til Noregs.

Staðreyndin er sú að það er bullandi vinna fyrir alla sem nenna að vinna en svo er nú til fólk sem nennir því ekki og jafnvel fólk sem er á bótum og vinnur svart með- Ætli það vegi ekki upp á móti hinum sem einhverra hluta vegna eru atvinnulausir en ekki á skrá.   Það vita allir sem vilja vita að kreppunni er um það bil lokið en svo er auðvitað fullt af fólki sem vill bara hafa bölmóð og vonleysi áfram og harðneitar að sjá það sem er að gerast með eigin augum.  Kreppa 2008-2012 GOODBYEEEE!

Óskar, 13.7.2012 kl. 23:33

3 identicon

Sæll aftur; nafni !

Nefnt gæti ég; dæmi um fyrirtæki, sem kratar og Kommúnistar hafa í auðnir lagt - svo þeir; sem ríktu á undan þeim (fyrir 1. febrúar 2009), einnig.

Bjartsýnis þvæla þín; á sér öngvar stoðir, í raunveruleikanum, nafni minn.

Svört vinna; svokölluð - og vaxandi, er skiljanleg, í ríki ofurskatta og vaxtaokurs Banka Mafíunnar; sem vinir þínir, eru svo duglegir við, að viðhalda.

Austur í Kazakhstan;  er flatur skattur - misminni mig ekki, um 13 - 14%, og þjóðfélagið gengur eins og smurt, þar af leiðandi.

Og; til að svekkja vini þína, ESB sinnana nafni minn - er Kazakhstan, eitt leiðandi ríkja ECO / Fríverzlunarbandalags Mið- og Suður Asíu, ásamt Tyrklandi - Íran, o.fl.

Svipaðar kveðjur - sem síðustu, vitaskuld / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 00:11

4 identicon

Og; bæta vildi ég við !

Vinir þínir; Davíð Oddsson og Steingrímur J. Sigfússon, sem og annað stjórnmála RUSL, þurfa ekki að gramsa í sorptunnum og gámum fyrir utan verzlanir, eftir einhverju ætilegu, eins og stigvaxandi fjöldi samlanda okkar, nafni minn !

Mundu Bastilludaginn á morgun (í dag; 14. Júlí 1789) - og orsakir hans, áður en þú slefar af meiri áfergju, yfir ''yfirburðum''arðræningja- og þjófa hyskisins, á alþingi og víðar nafni minn, ágætur ! 

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.7.2012 kl. 00:38

5 Smámynd: Óskar

Ég skal alveg játa að ég hef séð fólk gramsa í ruslatunnum eftir mat en reyndar er orðið töluvert langt síðan ég sá það síðast, amk. ár og er það því enn eitt merki  um að kreppunni sé lokið að þetta sést vart lengur.

-En, á hinum meintu góðærisárum 2005-2007 sá ég fólk líka gramsa í ruslatunnum.  Ég vissi um öryrkja á þeim árum sem voru búnir með mánaðarframfærsluna innan við viku eftir útborgun og lifðu þó spart og voru ekki í óreglu.  Þetta var á tímum Davíðs og ég fullyrði að öryrkjar hafa það mun betra í dag þrátt fyrir hrunið.

Óskar, 15.7.2012 kl. 23:09

6 identicon

Sæll; Nafni !

Mikið var; að þú mannaðir þig upp í, að svara mér - en; ..... með Andskotans aula svörum, samt.

Fátækt á Íslandi; er ekkert að byrja nú, hin seinni árin - og vissum við það öll, við okkar landsmanna, sem erum með kvarnirnar virkar, dreng tetur.

Davíð Oddsson - Davíð Oddsson; jú, jú nefndu Helvítis þrjótinn, með réttu - en gleymdu ekki collega hans, í viðbjóðnum, sem nú spriklar - ræksnið norðan úr Þistilfirði; Steingrím J. Sigfússon, sem hefir ekki við, að afskrifa á, áður ókunnan EINKAVIN sinn, Steinþór braskara Jónsson, suður í Kefflavík, þessa dagana, til dæmis.

Ég ráðlegg þér; að halda þér á mottunni, nafni minn Haraldsson, þegar þú, svo mikið, sem reynir frekar, að hæla einhverjum þessarra glæpa jöfra, sem þú hefir svo mikla tignun á, dreng stauli.

Þú ættir; að skammast þín, ef þú þá kynnir það - fyrir að bera á borð, fyrir þína lesendur, annan eins óþverra - eins og að hæla einu glæpa gerpinu, án þess að þora, að nefna ÖLL hin (Halldór Ásgrímsson - Valgerður Sverrisdóttir - Jón Baldvin Hannibalsson, o.s. frv.) !!!

Með; afar bitrum kveðjum - ef kveðjur skyldi kalla, að þessu sinni ///     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband