Hin árlega fylliríshátíð í eyjum hafin

Alltaf finnst mér hálfhlægilegt þegar þessi óskapnaður er kallaður þjóðhátíð.  Þarna er fólk lamið sundur og saman og konum nauðgað í nafni þjóðhátíðar í 3-4 sólarhringa.  Þarna þvælast menn og konur, ungt og gamalt um dauðadrukkið um dalinn sólarhringum saman með tilheyrandi öskrum, ælum og limlestingum hvort á öðru.  Þetta lið er frumstæðara heldur en afskekktir ættbálkar í frumskógum Indónesíu.

Eyjamenn græða á tá og fingri á þessari vitleysu, mest að sjálfsögðu af ofanlandsbúum sem mæta með veskið fullt af seðlum og aðallega brennivín í farangrinum.  Svo bísnuðust gráðugu eyjamennirnir yfir því að eitt fyrirtæki úr Reykjavík ætlar að selja hamborgara á fylliríshátíðinni!  Það gengur auðvitað ekki  að einhverjir aðrir en eyjamenn græði á fylliríinu.  Eyjamenn hljóta að líkja slíku við meðferð nasista á gyðingum eins og einn kvótagreifinn úr eyjum lét útúr sér þegar honum var gert að greiða einhverjar krónur í veiðigjald.


mbl.is Heitt í hamsi og pústrar í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viltu vinsamlegast ekki að móðga frumstæða ættbálka með svona bulli. "Frumstæða" er ekki það sama og heimska, siðleysi, spilling og/eða svall. Frumstæða á við þegar einhver lifir frumstæðum lífsháttum eða stendur fyrir utan óvistvæna og ósjálfbæra tækninotkun iðnveldisins. Villimennska og frumstæða er ekki það sama og úrkynjun/spilling og heimska - enda hafa villtir og fumstæðir ættbálkar margir hverjir mun sterkara siðferði og meiri aga en nútíma "siðmenntuð" þjóðfélög nokkurntíman.

Gimli (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 19:25

2 identicon

Sæll Nafni - sem og aðrir gestir, þínir !

Nafni !

Tek undir með þér; í hvívetna, þó svo ég skilji vel andsvör Gimlis, til varnar frumstæðum þjóðum, reyndar.

En; Vestmannaeyingar, hafa glutrað niður trúverðugleik sínum, fyrir all löngu, með þessarri yfirmáta græðgi, sem þeir keyra sig áfram á, með þessum svokölluðu hátíðahöldum - sem eru algjör andhverfa, við þess beztu meiningu, orðsins hátíðahöld.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 23:00

3 identicon

Takk fyrir hlý orð í garð okkar Eyjamanna, ég veit ekki betur en að í dalnum séu hundruðir hvítra tjalda og flest þeirra eru heimamanna, þessi tjöld eru fyllt af mat fyrir alla sem inn í þau koma, ég persónulega er einn af þeim sem fer ekki í manngreiningarálit þegar ókunnugur ofanlandsbúi kemur inn í tjald til mín, og oftast nær fær sá hinn sami að gæða sér á öllu því sem fjölskylda mín hefur uppá að bjóða, það eina sem ég fer fram á er kurteisi og góða skapið, þjóðhátíðin er ekki ódýrari fyrir flesta Eyjamenn frekar en þá ofanlandsbúa sem kjósa að heimsækja Eyjuna okkar yfir verslunarmannahelgina og þykir mér skrítið að sama fólkið kemur ár eftir ár þrátt fyrir lýsingar þínar á hörmungunum sem þú lýsir hér að ofan, 99.9% fólks sem ratar í mitt tjald er fólk sem er að skemmta sér og hafa gaman, en þú vilt frekar tala um 0.01% sem er til vandræða og dæmir þjóðhátíðina á því, og til að bæta gráu ofan á svart þarftu líka að blanda fiskveiðideilunni inn í þjóðhátíðina. það eina sem ég get sagt við þig er þetta, ég er ekki að græða krónu á þjóðhátíð þrátt fyrir að ég sé fæddur og uppalinn í Eyjum, þrátt fyrir að ég hafi búið í Eyjum í rúm 40 ár, það eina sem ég fæ út úr þjóðhátíð er það sama og ég upplifði í barnæsku og upplifi ennþá, þetta er fjölskylduskemmtun fyrir Eyjamenn þar sem við tökum á móti fólki með mikilli gestrisni þrátt fyrir að við ásamt flestum öðrum sem tjalda hvítum tjöldum förum út í tapi vegna matarkaupa, og allt  til að geta boðið fjölskyldu, vinum og ofanlandsbúum upp á hressingu endurgjaldslaust, og öll þessi matvæli eru að mestu leyti keypt í krónunni í Vestmannaeyjum gróðinn úr þeirri verslunarkeðju er sennilega ekki að skila sér til Vestmannaeyja því sú keðja hefur höfuðstöðvar í borginni.  Og eitt að lokum, þú ert líka velkominn í tjaldið okkar á þjóðhátíð, konan mín er fræg fyrir sínar kjúklingasamlokur og gaman væri að geta boðið þér upp á eina slíka eða jafnvel fleiri, ég mun ekki sjá á eftir neinu ofan í þig frekar en hinna þúsunda samloka sem við höfum boðið öllum sem ratað hafa inn í tjaldið okkar undanfarin áratug.

Grétar (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 01:59

4 Smámynd: Óskar

Það var nú ekki ætlun mín að setja alla Eyjamenn frekar en alla Íslendinga undir sama hatt.  Ég á marga frábæra vini í eyjum.  Sumir þeirra mega ekki missa af einni einustu "þjóðhátíð" meðan aðrir koma sér uppá land á meðan til að forðast fylliríið.  Ég skil þá mjög vel.  Takk fyrir boðið Grétar , en sama og þegið á "þjóðhátíð" fer ég ekki enda hef ég þá skoðun að þjóðhátíð jafnt sem aðrar fylliríshátíðir um verslunarmannahelgina er ekkert annað en lágmenning af verstu sort.  Menn geta kallað þetta fanatík, þá er ég bara sáttur við það!

Óskar, 3.8.2012 kl. 16:43

5 Smámynd: Óskar

http://www.visir.is/thrjar-naudganir,-tvaer-alvarlegar-likamsarasir-og-aldrei-fleiri-fikniefnamal/article/2012120809387

þessar fylliríshátíðir eru allar eins.  Lágmenning eins og hún gerist verst.   Ótrúlegt að viti borið fólk hagi sér svona.

Óskar, 6.8.2012 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband