Þingmaður sem þorir að segja það sem flestir hugsa

Forsetinn er ekki bara bjáni.  Hann hefur valdið þjóðinni stórkostlegu tjóni, hann ruglar og bullar í fjölmiðlum erlendis hvað eftir annað, hann elur á sundurlyndi og óánægju.  Þessi maður á að koma sér frá Bessastöðum með kerlu sína sem fyrst- hún er reyndar fín og má mín vegna vera eftir.
mbl.is Kallar forsetann „bjána“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er einfaldlega rangt hjá þér.  Þú getur umorðað þetta svona þingmaður þorir að segja það sem aðrir fjandmenn forsetans hugsa.  Og það er þeim ekki til sóma.  Það er fullt af fólki sem treystir forsetanum, hann var líka kjörin með meirihluta atkvæða í síðustu kosningum og þó ykkur sem er illa við hann séuð sárir, þá verðið þið einfaldlega að bíta í það súra epli að hann er forseti og á að bera virðingu fyrir því embætti.  Þið einungis niðurlægið ykkur sjálf með svona athugasemdum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2013 kl. 17:02

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og hvaða tjóni hefur forsetinn valdið?

Vinsamlegast útskýrðu það.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.1.2013 kl. 17:41

3 identicon

Sammála þér Ásthildur. Hef svo sem aldrei verið Ólafs maður, en svona umtal um forsetann og embættið er fyrir neðan allar hellur og þeim til skammar sem slíkt viðhafa. Vitað er að allir hans fyrrum flokksfélagar hata hann núna fyrir að standa uppi í hárinu á Stjórnvöldum, Vinstri velferðarstjórninni, einfaldlega vegna þess að hann er tilneyddur, slík eru óskapleg mistökin á öllum málum "Velferðarstjórnarinnar". Hann sér sig tilneyddann til að grípa inní aftur og aftur og vanda um fyrir þeim. Verð að viðurkenna að virðing mín fyrir honum hefur farið vaxandi. Hann sér allan skóginn á meðan "velferðarstjórnin" virðist alls ekki sjá skóginn fyrir trjánum.

Viðar Friðgeirsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 17:42

4 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Segi eins og Guðmundur. Vinsamlega útskýrðu hvað þú átt við Óskar, sem álítur forsetann bjána sem valdið hefur þjóðinni stórkostlegu tjóni. Svona yfirlýsing kallar á nánari skýringu.

"Hann hefur valdið þjóðinni stórkostlegu tjóni, hann ruglar og bullar í fjölmiðlum erlendis hvað eftir annað, hann elur á sundurlyndi og óánægju".

Útskýrðu þessa yfirlýsingu.

Mín skoðun er nefnilega þveröfug. Á meðan stjórnvöld hér þögðu þunnu hljóði, var hann á fullu út um allan heim að verja málstað íslendinga t.d. í Ice-save málinu þar sem Svavar Gests hafði gert svo stórkoslegan samning fyrir okkar hönd en þjóðin hafnaði... aftur og aftur eftir að forsetinn hafði gefið okkur tækifæri til að láta okkar álit í ljós. Var það kanski skaðinn sem hann olli þér og þjóðinni að þínu mati?

Viðar Friðgeirsson, 5.1.2013 kl. 18:10

5 identicon

það er rétt að halda því til haga að bara vextir af icesave láninu

fræga væru nú 170 milljarðar beint út úr þjóðarbúinu. Þetta gerðist

ekki vegna Indefence hópsins og Ólafs Ragnars. Þetta eru

tveir Landspítalar og 3 Vaðlaheiðargöng til að setja málið í samhengi.

Er þetta ekki ávinningur fremur en tjón fyrir þjóðina??

jónas (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 19:02

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Ólafur er nánast sem tifandi sprengja.

Undir hælinn lagt hvar hann gýs næst og hvaða steypu hann mun næst gaspra í erlenda fjölmiðla eða hvar og hvernig hann mun næst leika guð.

hilmar jónsson, 5.1.2013 kl. 19:15

7 Smámynd: Óskar

Nú í lok janúar verður dæmt í Icesave málinu.  Þá sjáið þið hvaða tjóni forsetinn og Indefence hafa valdið því miður.

Óskar, 5.1.2013 kl. 19:16

8 identicon

óskar það er þegar búið að forða ríkissjóði frá gjaldþroti, það er gott að menn skilji það að væri ÞJÓÐARGJALDÞROT ef icesave hefði verið samþykkt. Eða hvar áttu menn að finna 170 milljarða til að borga vextina? Þær vaxa ekki á trjánum það er a.m.k. ljóst. Auk þess er komið í ljós að þrotabúin ráða við megnið af forgangskröfum þannig að þetta er alfarið þeirra mál og ekki á bætandi fyrir skattpíndan almenning í landinu.

jónas (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 19:28

9 Smámynd: Óskar

Jónas - í fyrsta lagi eru þessir 170 milljarðar bull.  26 milljarðar hefðu fallið á ríkið  á síðasta ári og þar af voru til 18 milljarðar í innistæðutryggingasjóði, semsagt 4 milljarðar MAX hefði þurft að greiða og reyndar eflaust verið umsemjanlegt.  Svo bendir reyndar flest til þess að þrotabú gamla Landsbankans hefið farið langt með að covera allan kostnað vegna Icesave en nú sitjum við í allt annarri og miklu verri stöðu vegna YFIRVOFANDI DÓMS SEM ÞÚ VIRÐIST EKKI SKILJA HVAÐ GETUR ÞÝTT FYRIR ÞJÓÐARBÚIÐ!

Óskar, 5.1.2013 kl. 19:46

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er leyndin, undirferlið og óheiðarleikinn, sem skapar þessa tortímandi tortryggni gagnvart öllum og öllu! Björn Valur segir það sem aðrir hugsa, en þora ekki að segja!!! Hann er samt ekki endilega á topp 10 listanum hjá mér, en það er annað mál. Hann á rétt á að fá réttláta gagnrýni, eins og allir aðrir.

Hver stjórnar svo leyndinni og undirferlinu?

Það eru að mínu mati heimsmafíu-hringborðs-bankaræningjarnir sem stjórna heims-fjölmiðlunum og blekkingar-matreiddu heimsmafíu-leyndinni!

Þannig hertaka mafíurnar fjölmiðla og ríkisstjórnirnar í heiminum!

Við ættum að hafa vit á að þakka fyrir þá fáu einstaklinga, sem þora að tala frá hugsjóna-hjartanu, hverju nafni sem þeir nefnast!!!

Það er leitun að slíku ó-eigingjörnu fólki í dag, og við eigum að þakka fyrir hvern einstakling, sem þorir að lenda í eineltis-hakkavél heimsmafíu-herteknu fjölmiðlanna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.1.2013 kl. 19:57

11 identicon

ég vil bara benda á það að ekki minni maður en formaður Framsóknar er sömu skoðunar og ég og vísa ég á tengil:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/02/23/icesave_hefdi_sett_island_a_hausinn_2/

hann vitnar svo aftur í hagfræðistofnun Háskóla Íslands þar sem okkar bestu hagfræðingar starfa, ekki fara þeir með fleypur.

jónas (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 20:10

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hatur á forsetanum er komið út fyrir allan þjófabálk.  Þið ættuð að skammast ykkar fyrir að tala embættið svona niður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2013 kl. 20:13

13 Smámynd: Óskar

Jónas þetta var nú bara fyndið "ég vil bara benda á það að ekki minni maður en formaður Framsóknar er sömu skoðunar og ég og vísa ég á tengil:" Formaður framsóknarflokksins er lýðskrumari og lufsa nákvæmlega sömu gerðar og forsetabjáninn, enda var hann einu sinni í framsóknarflokknum.

Óskar, 5.1.2013 kl. 20:38

14 Smámynd: Ólafur Ingi Brandsson

Það kristallast í umfjöllun stjórnarliða og vinstri-manna hversu mikla virðingu þeir bera fyrir forsetanum, lýðveldinu, sjálfstæðinu, góðum vinnubrögðum, eigin loforðum, stjórnarskránni og fólkinu í landinu,    nákvæmlega enga !!!!!

Ólafur Ingi Brandsson, 5.1.2013 kl. 21:02

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr Heyr Ólafur!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2013 kl. 21:28

16 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Hér er athyglisverð reiknifræði á borðum:

 „26 milljarðar hefðu fallið á ríkið  á síðasta ári og þar af voru til 18 milljarðar í innistæðutryggingasjóði, semsagt 4 milljarðar MAX hefði þurft að greiða"

Ekki er framhaldið síður merkilegt : 

„og reyndar eflaust verið umsemjanlegt" Já, er það já? Kannski að fá einhvern traustan samningamann eins og Svavar?

Rétt er að reyna að sefa ofsahræslu síðuhöfundar við niðurstöður dómsmálsins: Ef það tapast ber íslenskum stjórnvöldum að setja lög sem koma í veg fyrir að málið endurtaki sig.

Hólmgeir Guðmundsson, 5.1.2013 kl. 22:03

17 identicon

Hvaða virðingu hefur ÓRG borið fyrir öðrum í gegnum tíðina ?

Ég hélt satt að segja ekki og vona, að mér fyrirgefist, að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inní hæstvirtum forsætisráðherrra.

- Ólafur Ragnar Grímsson ,
um Davíð Oddsson

maggi (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 23:06

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Síðan hann varð forseti hefur Ólafur Ragnar verið með kurteisari mönnum.  Hann ber höfuð og herðar yfir það fólk sem eys hann auri og reynir að lyfta sjálfum sér upp með því að niðurlægja forsetann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2013 kl. 23:30

19 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég hafði eitt sinn álit á Ólafi Ragnari, en það dalar hratt. Og þó ég sé komin með gallið upp í kok og finni ljótu orðin krauma þar í, reyni ég að kyngja jukkinu, sóma míns vegna - ekki Ólafs.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 6.1.2013 kl. 00:27

20 identicon

Ég skal bara borga þetta Æ-Seif dótarí, hættið þessu....besservisserar

Heiðar Jónsson (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 03:17

21 identicon

Mikið er ég lifandi feginn að þessi aumi ræfill, Björn Valur, muni detta út af þingi í vor.

Pétur (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband