Hvað um að flytja bara uppá land?

Þetta eilífa væl Eyjamanna um samgöngur er að verða frekar pirrandi.  Hvað er eiginlega ekki búið að gera fyrir þetta lið ?  Það hefur þessa fínu ferju en af því að fundargestir hefðu ekki mætt fyrr en kl. 3 í dag þá gekk það ekki.  Vilja Eyjamenn kannski að ríkisstjórnin breyti veðrinu svo það sé alltaf hægt að fljúga til Eyja ?   Nú var eitt einhverju fáránlegum upphæðum í Sandeyjahöfn til að þóknast Eyjamönnum og allir vita nú hverslags klúður og fjáraustur það var.

Eyjamenn, það er búið að moka fáránlegum upphæðum í þessi samgöngumál ykkar- ef þetta er svona ómögulegt, komið ykkur þá bara uppá land.   Svo gætið þið kannski talað við LÍÚ frúna í Eyjum sem splæsti 4 milljörðum í að halda skeinipappírnum í Hádegismóum gangandi.  Hún á kannski eitthvað aflögu upp í enn eina ferjuna eða enn eina höfnina, nú eða göng. 


mbl.is Ófært á fund um samgöngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, það leysir ekki vandann að flytja upp á land. Ennþá jafn erfitt að komast til Eyja :S

Held það þurfi frekar að laga samgöngurnar.

Bjarni (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 12:33

2 identicon

Sæll Nafni; sem oftar !

Sem Sunnlendingi að hálfu; (Vestlendingi, að hinum helmingi) finnst mér rétt að koma Eyjamönnum til nokkurra varna, við þessu ámátlega skenzi þínu, drengur.

Vestmannaeyingar; hafa lagt margfeldi verðmæta, til hins volaða þjóðarbús Íslendinga - öndvert; við Reykjavíkur afæturnar, nafni minn.

Ómerkur; sem púkalegur andróður þinn, gagnvart þeim Eyverjum - LÍÚ skriflin, og Guðbjörg Matthíasdóttir og þeirra stáss, koma þessarri umfjöllun akkúrat ekkert við, nafni minn. knái.

Með; fremur þurrum kveðjum, úr Árnesþingi, að þessu sinni / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 12:35

3 identicon

"Reykjavíkur afæturnar"

Þau segja ýmislegt um sinn höfund, þessi orð.

kristinn (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 12:46

4 identicon

Kæri Óskar, við sem búum út á landi höfum allan rétt til að berjast fyrir bættum samgöngum og höfuðborgarbúar, ríkið hefur nú lagt mikin pening í samgöngur í rvk einsog mislæg gatnamót og fleira. það voru settir um 4 milljarðar í landeyjahöfn sem löngu hefur sannað gildi sitt með gríðarlega aukinni feðramennsku og fleira, og svo auðvitað kemur útsvar frá eyjum , og hvað með það þá eyjamenn vilji fá eitthvað af því fé til baka í samgöngur, hættu nú að tala um eitthvað sem þú veist ekkert um og er eingöngu gert til þess að parra fólk og vera með leiðindi, eyjamenn eiga nú en 30 milljarða inni miðað við það sem sett var í þessa Hörpu fyrir ykkur í rvk. og þá geri ég þín orð að mínum og segi "og allir vita nú hverslags klúður og fjáraustur það var."

Gunnlaugur Erlendsson (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 12:50

5 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Já; Kristinn minn (kl. 12:46), ég er óvanur því, að  tala undir rós um hlutina, ágæti drengur - og er því ekkert sérlega vinsæll, innan fjölskyldu minnar, né sum staðar, utan.

Reykjavíkur ofvöxturinn; kemur til með að ganga af öllu eðlilegu mannlífi dauðu, hér; úti á Landsbyggðinni, verði honum ekki haldið, í hæfilegum skefjum héðan í frá, Kristinn minn.

Sízt lakari kveðjur; - né betri, hinum fyrri, svo sem /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 13:00

6 Smámynd: Óskar

Ef Vestmannaeyingar hefðu ekki kvóta þá væru þeir nú ekki að skaffa mikið nafni.  Reykvíkingar gætu alveg eins veitt þennan fisk sjálfir en hafa ekki kvótann til þess.  En að kalla Reykvíkinga afætur er nú bara lágkúra og fáfræði.  Mín vegna má alveg veita bæði vestfirðingum og Vestmannaeyjum sjálfstæði og þeir fá þá að sjálfsögðu kvóta miðað við höfðatölu og geta séð um öll sín mál sjálfir, skóla, skjúkrahús, samgöngur, utanríkismál ofl.  Ætli þeir kæmu ekki betlandi til búðar eftir nokkrar vikur.

Gunnlaugur, 4 milljarðar í Landeyjahöfn er sama upphæð og LÍÚ frúin henti í Moggann til að halda soranum gangandi!  Hvað hefur miklu af almannafé verið hent í samgöngur til eyja þar sem búa nokkur þúsund manns ? Talandi um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu þá fer 2% af heildarútgjöldum ríkisins til samgöngumála á höfuðborgarsvæðið.  98% fara á landsbyggðina!   og talandi  um Hörpu þá borga ég sem Reykvíkingur um  helmingi meira en þið í þennan kofa því Reykjavíkurborg á um 50% og ríkið restina - en ekki láta þér detta í hug að Reykvíkingar almennt séu hrifnir af þessu húsi sem var troðið uppá þá.  Gleymdu því ekki að Harpan byrjaði sem einkaframkvæmd en ríki og borg neyddust til að covera nokkra útrásarsjalla eftir hrunið og eins og ég segi þá sátu Reykvíkingar því miður uppi með þetta en landsbyggðin sleppur betur svo allt væl útaf Hörpunni er nú ekki uppá marga fiska.   

Nafni, ekki veit ég hvað veldur þessu hatri þínu á höfuðborginni en þið sem keyrið enn um á Zetor 48 árgerð og brúkið Z-etuna sem löngu er aflögð í Íslensku máli ættuð kanski að opna hug ykkar gagnvart nýjungum sem flestar koma af höfuðborgarsvæðinu.   Til marks um drifkraft, nýjungagirni og sköpunarkraf höfuðborgarbúa er rétt að benda á að það fyrirtæki við höfnina í Reykjavík sem hefur flesta starfsmenn í vinnu er ekki sjávarútvegsfyrirtæki heldur tölvuleikjafyrirtækið CCP sem aldrei hefur þegið krónu í ríkisstyrk að látið afskrifa hjá sér ólíkt nánast öllum sægreifafyrirtækjunum á landsbyggðinni!

Óskar, 19.2.2013 kl. 13:22

7 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Við skulum ekki fárast yfir tali Reykvíkinga þeir eru ornir skaddaðir eins og þeir sem sitja í þinghúsinu af Svifriki.........

Vilhjálmur Stefánsson, 19.2.2013 kl. 13:22

8 identicon

Komið þið sælir; enn !

Nafni !

Að meinalausu; mætti semja við : Garðbæinga / Hafnfirðinga / Kópavogs og Garfarvogsbúa, sem og Mosfellinga um, að reistur yrði vígalegur múr, umhverfis ykkur Reykjavíkur ræksnin, ágæti drengur.

Hvað; er að Z notkun minni - sem ýmissa annarra ? Var tekin upp á ný; árið 1975, eins og þú manst - eftir; að hafa verið aflögð um tíma, 1974.

Nógu slæmt var; að missa Qúið, úr ritmálinu, á 19. öldinni, nafni minn góður.

Annarrs; býta hártoganir og skenz þitt ekkert á mig, nafni minn vísi.

Vilhjálmur Eyverji !

Tek undir með þér; að öðru jöfnu, fornvinur góður !

Ekkert síðri kveðjur; þeim fyrri - og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 13:36

9 identicon

"Ef Vestmannaeyingar hefðu ekki kvóta þá væru þeir nú ekki að skaffa mikið nafni. Reykvíkingar gætu alveg eins veitt þennan fisk sjálfir en hafa ekki kvótann til þess"

Afskaplega ertu vitlaus, það eru eyjamenn sem fjárfesta í kvóta og fiskvinnslu og bera því úr býtum eftir því, þetta dettur ekki af himninum asnaprikið þitt. Við gætum alveg eins farið fram á að fá bankakerfið og stjórnsýslu landsmanna útá land, algjör óþarfi að hún sé að öllu í reykjavík.

Svo eru komnar tölur um það að landsbyggðin er að halda Reykjavík uppi, 3 krónur sem landsbyggðin skaffar verður 1 eftir þar, annað fer í drasl eins og þig og hýtuna utan um draslið þitt. Farðu svo að vinna vesalingur, það gerir amk fólkið úti á landi.

Gummi (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 13:42

10 identicon

Og; sælir, sem fyrr !

Gummi (kl.13:42) !

Þakka þér fyrir; einurðina - sem liðveizluna, en;....... þó margt megi að nafna mínum finna, og hann haldinn mengun vinstra hyskisins (þó miðju moðs viðbjóðurinn sé ekki hótinu betri), skulum við nú alls ekki heimfæra einhvern vesaldóm, upp á nafna minn; Haraldsson síðuhafa.

Hann; hefir margt, sér til ágætis nokkurrs, þó hann sé fjarlægur okkur Hægri mönnum (Falangistum; af Spánar og Líbanon meiði) og fleirrum, blessaður drengurinn.

Sömu kveðjur; sem seinustu - og; heldur betri, ef eitthvað væri /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 13:50

11 Smámynd: Óskar

Gummi sýnir ágætlega þennan hillbillies hugsunarhátt landsbyggðarsjallanna.  Uppnefni og formælingar eru helstu vopn molbúanna.  Gumma til fróðleiks er rétt að benda á að ég vinn tvöfalda vinnu og í dag er minn fyrsti frídagur á þessu ári að helgum meðtöldum og eiginlega ætti maður að eyða honum í eitthvað annað en að rífast við vitleysinga úti á landi með svipað IQ og skónúmerið mitt.   Nú varðandi kvótann, bíddu nú við, var honum ekki upphaflega úthlutað, eða réttara sagt gefinn að mestu leyti á landsbyggðina ?  Hvar er svo auðurinn núna, jú hjá liði eins og Guðbjörgu sem lætur sig ekki muna um að kaupa skeinipappír fyrir 4 milljarða í stað þess að styrkja samgöngumál heimamanna.

Óskar, 19.2.2013 kl. 13:59

12 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er ekki öll vitleysan með ykkur kommúnista Óskar. samgöngur snúast ekki um Guðbjörgu Mattíasdóttur og Morgunblaðið.Ólíkt þér hefur Guðbjörg skaffað' meir til þjóðarbúsins og atvinnu fyrir óteljandi fjölda mans og bjargað heilu þorpi Þórshöfn frá glötun og það er meir en þú getur sagt um þín afrek og þína núverandi Ríkistjórn, og eftir þínum skrifum að dæma ertu vart vel lesin um það sem vel fer hjá fólki sem vill gera vel fyrir þjóðina of vent við Ríkistjórnina...

Vilhjálmur Stefánsson, 19.2.2013 kl. 15:12

13 Smámynd: Óskar

Spekin vellur uppúr sveitavargnum.  Allir sem ekki kjósa sjálfstæðisflokkinn eru kommúnistar.  My god, þarf eitthvað að ræða þetta?   LÍÚ ræningjarnir sem geyma auðinn á tortólu, taka út til að fara í þyrluferð og fá sér pulsu, eyða milljörðum í að halda úti áróðursmaskínu - nei ekki malbikka þeir göturnar í Bolungarvík eða annarsstaðar.  Þorpin blæða meðan höfðingjarnir í þorpinu lifa í vellistingum og kenna svo ríkisstjórninni um að ekki séu til peningar til að framfleyta krummaskuðunum.  Vilhjálmur hvað hafa Guðbjörg og LÍÚ hyskið gert fyrir Eyjamenn ?  Nákvæmlega ekki neitt nema ef þú kallar það greiða við Eyjamenn að henda 4 milljörðum svo fyllibyttan í Hádegismóum hafi eitthvað að gera á milli túra.

Óskar, 19.2.2013 kl. 16:20

14 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Ææ Ég held Óskar að þú ættir bara að skella þér á eitthvert kaffihúsið(þar sem svo margir Reykvíkingar halda að fjármagnið verði til)fá þér einn latte bolla og díla við þinn ynnri mann því þar virðist eitthvað vera að.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 20.2.2013 kl. 11:40

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég bara spyr hvort "oskar" höfundur vilji að meginland Evrópu hugsi svona um okkur íslendinga?

Eyjamenn hafa verið og eru okkur ollum lífsnauðsyn.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.2.2013 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband