Gott skref - flugvöllinn úr miðborginni takk

Flugvöllurinn tekur alltof mikið pláss á stóru svæði nærri miðborginni.  Flugvellir eiga ekki að vera nærri miðborginni þó ekki væri nema af öryggisástæðum.  Þar fyrir utan er nóg pláss fyrir innanlandsflugvöll á Hólmsheiði sem er í ásættanlegri fjarlægð frá borginni.

Höfuðborgarsvæðið er orðið alltof dreift og nauðsynlegt að þétta byggðina miðsvæðis í stað þess að byggja sífellt ný hverfi.  Allt væl landsbyggðarfólks í þessu sambandi er hjákátlegt, þetta er borgin okkar og við sem búum hér ákveðum að sjálfsögðu sjálf hvort við höfum flugvöll í miðborginni eða ekki.  Það væri ekkert stórmál að hafa rútu og leigubílaþjónustu frá nýjum flugvelli á Hólmsheiði, það er allavega hægt í Leifsstöð.


mbl.is Kallaði eftir afskiptum Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Sæll Óskar, skoðaðu þessa mynd og segðu okkur svo að flugvöllurinn sé í miðri borg eða skoðaðu kort af höfuðborgarsvæðinu. Seinipartinn í dag hefði Hólmseiðin verið illfær vegna sviptivinda norð-austan, ríkjandi vindátt.

 Ný borgarmiðja

Sturla Snorrason, 15.3.2013 kl. 19:41

2 Smámynd: Óskar

Ég veit ósköp vel að miðborg reykjavíkur er ekki beint miðsvæðis, liklega er miðdepillinn nær Skeifunni.  Það breytir því ekki að verðmætasta svæðið í Reykjavík nú og verður það áfram er að sjálfsögðu það sem við köllum miðbæinn og flugvöllurinn er í aðeins seilingarfjarlægð frá honum.   Nú ef Hólmsheiðin er ekki nógu góð þá á bara að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur.  Þaðan er aðeins um 45 mínútna akstur til Reykjavíkur og samgöngur góðar.  Þetta er bara frekjukast í landsbyggðinni að skipta sér af þvi hvar Reykvíkingar setja flugvöll.  Ekki skipti ég mér af því hvar og hvernig Akureyringa setja niður sín mannvirki, bara gæti ekki verið meira sama.

Óskar, 16.3.2013 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband