Vigdís er Alþingi og allri þjóðinni til skammar

Vigdís Hauksdóttir sú sama og vill setja ökklabönd á hælisleitendur vill ekki að Ísland taki þátt í að aðstoða fátækustu ríki veraldar af því að við höfum ekki efni á því.  Þetta er sorgleg afstaða, niðurlægjandi fyrir þingmanninn, Alþingi, framsóknarflokkinn og þjóðina.  Þessi kona kann ekki að skammast sín, hún kann jafnvel ekki einföldustu mannasiði eins og eilíf öskur og frammíköll hennar á Alþingi bera vitni um.  Vigdís Hauksdóttir hefur klárlega aldrei heimsótt 3ja heims land. 

Ég veit ekki til þess að nokkur Íslendingur hafi dáið úr hungri síðustu 100 árin að minnsta kosti.  Hér eru flatskjáir, DVD tæki og allskyns lúxusvarningur og tæki á yfir 90% heimila.  Langflestar fjölskyldur eiga bíla og flestar reyndar fleiri en einn.  Að halda því fram að þessi þjóð sé svo fátæk að hún geti ekki séð af smáaurum til okkar minnstu og þjáðustu systkyna er mannvonska, heimska og ber vott um illt innræti.

Vigdís Hauksdóttir er oddviti Framsóknarflokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu.  Hún er ráðherraefni flokksins.  Það útaf fyrir sig er grafalvarlegt mál og hafi einhverntímann verið ástæða til að biðja Guð að blessa Ísland þá er það nú þegar stefnir í að flokkur með svona manneskju í forsystusveitinni vinni stórsigur í næstu Alþingiskosningum.


mbl.is Deildu um afstöðu Vigdísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þetta er nú mikið stórt mál,eins og vani er þegar vinstra liðið blæs.

Ragnar Gunnlaugsson, 22.3.2013 kl. 16:23

2 Smámynd: Óskar

Ragnar þetta kemur ekkert vinstra eða hægra liði við, nema ef vera skildi að  þessa siðblindu og  fasismadaður sé helst að finna meðal hægri manna - og kvenna.

Óskar, 22.3.2013 kl. 16:36

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þó svo að hér séu flatskjáir á 90% heimila þá getur að ekki verið ávísun á ríkidæmi, hvar ætlar þú annars að finna túbusjónvarp í dag egar þitt gamla ákveður að vera ónýtt?

Ummæli ín eru ekkert skárri en margra annara, sé sjálfur ekki hvaðan essir fjármunir eiga að koma, nema að skera urfi meira niður hjá hinu opinbera, menntamál, löggæsla, heilbryggðismál, og svo má lengi telja.

essir fjármunir eru ekki eitthvað sem þjóðin finnur bara í peningageymslunni sinni, sérstaklega nú egar allir í ríkisstjórnarflokkunum grenja um að hér hafi orðið hrun og essvegna eru ekki til fjármunir til að laga vegi...

Hér varð hrun og essvegna þarf að skera niður til löggæslu.

Hér varð hrun og essvegna arf að skera niður Landhelgisgæslu og engin endurnýjun á þyrlukosti.

Hér varð hrun og þessvegna þarf að skera niður hjá heilbryggðisstofnunum.

Hér varð hrun og þessvegna þarf að hækka laun til listamanna

Hér varð hrun og þessvegna dælum við milljörðum úr landi í þróunaraðstoð...

Hérvarð hrun og þessvegna þarf að sleppa við að bæta og laga vegi.

Hér varð hrun og þessvegna þarf að sleppa því að hækka öryggisstuðla á vegum...

Hvað af þessu sem upp er talið sýnist fólki vera réttlátt?

Ef þið sjáið ekki sömu vitleysuna þá held ég að fólk búi hreynlega í vernduðu umhverfi og í engum tengslum við þjóðfélagið sem við búum í.

Með kveðju

Ólafur Björn Ólafsson, 23.3.2013 kl. 08:53

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þróunaraðstoð er eitthvað mjög illa skilgreint og illa skipulagt fyrirbæri. Ekki þekki ég nokkurn mann sem lætur sér í léttu rúmi liggja að vita af þyrstum börnum, hunbgruðum, sjúkum og þjáðum eða bara skelfilega stöddu fólki yfirleitt. Ef þessari aðstoð væri stýrt í beinum tengslum við fólksfækkun á örbjarga svæðum gæti hún komið að notum. En þegar páfinn í gullbrynjuðu Vatikani boðar fólki að það sé synd að hindra getnað þá held ég að mesta hjálpin væri fólgin í að fækka mannkyni um einn páfa og nokkra tugi kardinála.

Þú átt hér besta innleggið í þessa orðræðu Ólafur Björn.

Árni Gunnarsson, 23.3.2013 kl. 13:48

5 Smámynd: Óskar

Ólafur, þú hefur greinilega ekki komið til 3ja heimsins.  Til landa þar sem stór hluti þjóðarinnar er ólæs, á vart til hnífs og skeiðar og býr í einhverju sem við mundum ekki bjóða hundum uppá. - Hvað þá að þetta fólk geti leyft sér lúxus eins og sjónvarp, svo ekki sé nú talað um bíla.  Það vill þannig til að ég hef komið til þannig landa og hafði helvíti gott af því , því áður en ég gerði það var ég fastur með hausinn uppí rassgatinu í sjálfselsku og fráfræði eins og þú virðist vera.  Ísland er í hópi ríkustu landa heims þrátt fyrir hrunið.  Ísland þáði sjálft þróunaraðstoð langt frameftir síðustu öld ef þú vissir það ekki.

Við erum að tala um 0,24% af landsframleiðslu hér sem er í raun og veru klink.  Þú getur alltaf fundið eitthvað annað til að verja peningunum í jafnvel þó Ísland væri ríkasta þjóð heims.  Það er einfaldlega siðferðisleg skilda okkar að taka þátt í því að gera heiminn betri og lífið örlítið þægilegra fyrir okkar minnstu bræður.

Óskar, 23.3.2013 kl. 14:07

6 Smámynd: Óskar

Árni þitt innlegg er náttúrulega bara bull. Hvern andskotann kemur páfinn við örbyrgði og eymd í Afríku eða Asíu ?  ekki er nú mikið af kaþólikkum þar.

Óskar, 23.3.2013 kl. 14:13

7 Smámynd: Sandy

   Óskar ég myndi leggja niður það orðbragð sem þú notar í skrifum þínum, og svo mundi ég ráðleggja þér að tala fyrir þig, en ekki alla þjóðina,ég vil að minnsta kosti ekki að þú hafir skoðun fyrir mig. En þar sem þú virðist ferðast töluvert um Asíu og Afríku þá gætir þú kannski frætt okkur um hvernig ástandið er í Kenýa,þar sem við sendum þróunaraðstoð til margra ára? Vigdís Hauksdóttir þarf ekki að skammast sín fyrir sínar skoðanir frekar en aðrir,hún hefur fullan rétt á þessum skoðunum og er ekki ein um þær, margt fátækt fólk hér á landi mundi kannski geta sagt þér hvernig það er að hlusta á börnin sín fara grátandi í rúmið vegna matarleysis,svo maður nefni nú ekki tannverki ásamt mörgu öðru sem hrjáir fólk sem hefur ekki meira en 200.000 útborgað á mánuði og fær enga hjálp.

Sandy, 26.3.2013 kl. 16:02

8 Smámynd: Sigurður Helgason

Sandy ....... 200. 000 hver er svona ríkur, talaðu frekar um 146. 000.

Sigurður Helgason, 3.4.2013 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband