Helvítis óheppni...

Birgitta hafði látið alla fjölmiðla og ráðamenn þjóðarinnar vita vel og vandlega af fyrirætlunum sínum.  Draumur í dós hefði verið að lenda í veseni hjá þessum sauðheimsku, vanþakklátu og refsiglöðu könum - það hefði sko aldeilis vakið athygli svona rétt fyrir kosningar.  Þúsundir Íslendinga hefðu staðið með tárin í augum og bensínsprengjur í poka við sendiráð USA á Laufásveginum með risaborða sem á stæði "Free Birgitta"  en því miður fyrir Birgittu þá hafa kanarnir bara ekki nokkurn áhuga á henni!
mbl.is „Ekkert vesen“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vill enginn fórna frelsi sínu. Sumir eru bara nógu hugrakkir til þess að standa uppi fyrir sínum málstað þrátt fyrir það að eiga hættu á því að missa frelsið.

Helduru að aðrir hugrakkir einstaklingar sem hafa staðið uppi gegn yfirvaldinu hafi gert það vegna þess að þeim langaði svo rosalega mikið til þess að glata frelsi sínu? Langaði fólkinu sem mótmælti á Wall Street svona mikið til þess að vera lamið og stungið inn?

Helduru að fólk sem leggur líf sitt í hættu tli þess að bjarga öðrum geri það afþví að það vonar svo mikið til þess að það muni deyja?

Það eru fáir einstaklingar með snefil af hennar hugrekki ... og þú ert alveg mjög greinilega ekki einn af þeim.

GPK (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 10:39

2 identicon

innilega sammala  þer GPK Birgitta er að mínu mati hetja

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 10:59

3 Smámynd: Óskar

Gpk þú ert nú sjálf(ur) svo gríðarlega hugrakkur eða hugrökk að þú þorir ekki að koma fram undir kyni, hvað þá nafni.  Eigum við að ræða hugrekki eitthvað meira?

Óskar, 4.4.2013 kl. 11:16

4 identicon

Ekki var ég að gera lítið úr hugrekki hennar Birgittu :)

gpk (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband