29.4.2013 | 19:51
Passa sig á að taka enga ábyrgð Birgitta
Þingmenn sem lýsa því yfir að þeir vilji ekki taka þátt í stjórnarsamstarfi eiga að finna sér eitthvað annað að gera. Það er ábyrgðarstarf að vera þingmaður. Það er voða ljúft að vera þingmaður í stjórnarandstöðu sem getur gasprað í heilt kjörtímabil, gagnrýnt stjórnvöld en þarf aldrei að taka óvinsælar ákvarðanir og standa og falla með þeim eins og stjórnarþingmenn þurfa að gera.
Við sáum einmitt á síðasta kjörtímabili óvenju ófyrirleitna og hrokafulla stjórnarandstöðu sem sýndi mikinn lýðskrumshátt, sérstaklega framsókn og Hreyfingin einmitt. Það var hrópað hátt, ríkisstjórninni nánast kennt um hrunið þó hún hafi ekki átt nokkurn þátt í því. Birgitta fór mikinn í þessari lýðskrums- stjórnarandstöðu.
Að lýsa þvi yfir að hún vilji ekki vera í stjórn væri kanski skiljanlegt ef hún væri í flokki sem hefði tapað stórt í kosningum. Píratar hinsvegar komust á þing í fyrsta skipti og það er sigur fyrir þá. Það er siðferðisleg skilda þeirra að reyna að koma að stjórn landsins, ef þeir hafa ekki áhuga á því hefðu þeir betur sleppt þessu framboði.
Viljum ekki taka þátt í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er málið: engin þátttaka í ríkisstjórn=engin ábyrgð!
Guðjón Sigþór Jensson, 29.4.2013 kl. 20:07
Bara hirða launin og lífeyririnn.
Hörður Einarsson, 29.4.2013 kl. 21:54
Það er alveg ótrúlegt að flokkur á þingi skuli segja svona, að mínu mati. Alveg ótrúlegt.
Hún er að segja það, í raun, að hún og hennar flokkur, ætli aldrei að taka neina ábyrgð. Bara standa uppá svölunum og henda skít og/eða í dyragættinu með hrópum og köllum.
Það er orðið algjörlega þreytandi að heyra eilíft óraunsæistalið í þjóðfélaginu.
Þar að auki hafa þessir píratar náttúrulega ekkert fram að færa í raun og ekkert að gera inná þing. Og sennilega fjórklofna þeir fljótlega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.4.2013 kl. 22:09
Ég held að þið séuð að misskilja orð Birgittu, annað hvort viljandi eða óviljandi.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 23:08
H.T. Bjarnason , þetta stendur í fréttinni: "„Við viljum ekki taka þátt í ríkisstjórn,“ sagði Birgitta Jónsdóttir,"
Hvernig í ósköpunum er hægt að misskilja þetta?
Eins og Ómar bendir á þá hefur þetta píratalið ekkert að gera á þing. Ég reyndi að komast að stefnu þeirra í ýmsum málum fyrir kosningar en fann ekki neitt nema eitthvað bull um internetið. Ég er nú hissa á fólki að kjósa ræningjana í Kardimommubæn um aftur til valda en ég er agndofa yfir því að fólk kjósi fólk sem hefur ekki vott af stefnu eða plani!
Óskar, 29.4.2013 kl. 23:36
Óskar, þú segir að þú hafir leitað að stefnu Pírata í hinum ýmsum málum en það eina sem þú fannst var eitthvað "bull um internetið". Við þetta vil ég gera tvær athugasemdir. Annars vegar er þar að finna miklu meira en umfjöllun um internetið. Hins vegar efa stórlega að það sem þú fannst um netið geti flokkast sem "bull"
Ef þig langar að sjá hvað Píratar hafa að segja um önnur málasvið, þá má benda þér á eftirfarandi síðu, að vísu á internetinu: http://www.piratar.is/stefnumal/
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 30.4.2013 kl. 09:28
Ekki veit ég hvenær þessu stefnumál komu upp á siðu pírata en nokkrum dögum fyrir kosningar var ekkert á þessari síðu nema örfá orð um fíkniefnamál, internetið og þjóðaratkvæðagreiðlsu. Annars bara blanco , ekki orð um ESB eða menntamál, þetta hefu r verið sett inn síðar.
Óskar, 30.4.2013 kl. 13:39
..en eftir stendur að það að nýr flokkur sækist ekki eftir aðild að stjórn, heldur þvert á móti forðast það lýsir dómgreindarskorti, metnaðarleysi og tepruskap. Hvernig fer fyrir ÖLLUM nýjum flokkum sem komast á þing en ekki í stjórn ? Þeir hverfa! Það er bara lögmál. En Birgitta heldur kannski að hún reddi sér aftur inn á næsta þing eftir 4 ár með því að stofna enn einn kjánaflokkinn þegar Píratar verða klofnir út og suður og sameinaðir öðrum flokkum eða smákóngaframboðum en það var sko enginn skortur á þeim í þessum kosningum og segir mér að það eigi ekki að hrófla við þessu 5% marki, ef eitthvað er þá ætti að hækka það.
Óskar, 30.4.2013 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.