Útlendingahræðsla bloggaranna á mbl alveg ótrúlega skemmtileg!

það er nú ekki á hverjum degi sem ég er sammála einhverju sem ráðherra sjálfstæðisflokksins framkvæmir en þessu er ég einfaldlega sammála enda glórulaust að banna öllum útlendingum að kaupa fasteignir hér á landi.  Margir virðast misskilja þessa frétt, hér er EKKI verið að heimila sölu á landi/jörðum, heldur eingöngu fasteignum.

Ég held að flestir Íslendingar mundu kvarta, kveina og grenja úr sér augun ef þeir þyrftu sérstakt leyfi til þess að kaupa fasteignir í Evrópu.  Svona lagað á einfaldlega að virka í báðar áttir.  Ef að menn halda að þessi breyting leiði til þess að hér standi Evrópubúar í biðröðum eftir að kaupa fasteignir þá er það mikill misskilningur.  

Hinsvegar er ég sammála því að viðhalda og jafnvel herða takmarkanir varðandi kaup útlendinga á landi.  Landið er takmörkuð auðlind, það er ekki hægt að framleiða meira af því.  Margar aðrar þjóðir hafa slíkar takmarkanir, þ.e. leyfa fasteignakaup útlendinga en banna kaup á landi.  Sem dæmi þá geta útlendingar ekki keypt land í Tælandi en þeim er heimilt að kaupa íbúð í fjölbýlishúsi EF meirihluti íbúða í húsinu er í eigu Tælendinga!  Þeir ganga því heldur lengra en við og ástæðan fyrir því er flestum kunn sem þekkja til þar,  Kínverjar væru búnir að kaupa upp Tæland ef þeir hefðu ekki þessi lög.  

Við höfum nefnilega ekkert að óttast gagnvart Evrópuríkjum en hér hefur verið einhver Kínverjadýrkun í gangi hjá sumum stjórnmálamönnum og jafnvel forsetanum sem er stórfurðuleg enda um að ræða einræðisríki sem kúgar eigin þegna.  Menn halda að Kínverjar séu einhverjir vinir okkar.  Kínverjar vingast ekki við NEINN nema þeir SJÁI SÉR HAG Í ÞVÍ! 


mbl.is Nemur reglugerð Ögmundar úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Okkar land er okkar land. Það á ekki að vera til sölu útávið vegan laga annara landa.

Valdimar Samúelsson, 27.7.2013 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband