Umræðan um kynjahlutföll í ruglinu sem fyrr

Það er merkilegur andskoti að femínistar og aðrir þjóðfélagshópar með króníska minnimáttarkennd fari alltaf að tala um kynjahlutföll þegar þeir telja það henta þeim.  Í þessu tilviki eins og svo mörgum öðrum er það þannig að framboð af karlkyninu er miklu meira en af kvenkyninu.  Vissulega eigum við frambærilegar, jafnvel mjög góðar söngkonur rétt eins og söngvara en staðallinn í hljómsveitum almennt er að þær eru eingöngu skipaðar karlmönnum með fáum undantekningum.   Ef þetta er eitthvað issjú þá þarf að fá ungar konur/stelpur til að skipta um hugarfar og stofna sjálfar hljómsveitir.  Ég veit ekki betur en að svokallaðar kvennahljómsveitir hafi yfirleitt orðið vinsælar hér á landi, Grýlurnar og Dúkkulísurnar sem dæmi en ég hreinlega man ekki eftir fleiri hljómsveitum eingöngu skipuðum konum.  Q4U var að mig minnir með konur í meirihluta, allt voru þetta mjög frambærilegar og skemmtilegar grúbbur svo ekki skortir hæfileikana.

Þetta er svona svipað og ruglið um kynjahlutföll í forstjórastólum og stjórnum fyrirtækja.  Staðreyndin er sú að konur sækjast miklu síður eftir ábyrgð á þessum sviðum heldur en karlmenn og á þá að þröngva þeim í þessar stöður gegn eigin vilja ?  Hverjum er greiði gerður með því ?

Afhverju nefnir enginn skort á konum í stétt háseta eða í byggingarbransanum ?  - Nú eða vegavinnugerð ?  Í þessum starfsstéttum eru karlmenn sennilega um 99% starfsfólks en enginn segir múkk!


mbl.is Konur eru 5% flytjenda á þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Nafni; jafnan !

Vil geta þess strax; að ég er mjög andvígur nauðgana- og eiturlyfjahátíðinni, úti í Vestmannaeyjum.

En; tek jafnframt undir með þér, með Helvítis gufuháttinn, í þorra íslenzks kvenfólks, þær grenja eftir að komast fremstar í raðir, þar sem störf við Tölvuborð eru í boði, en,. einmitt, forðast Sjósókn og Vegagerðarstörf, flestar.

Tek þó fram; að innanum, eigum við öndvegis konur til ýmissa starfa, sem betur mættu láta hæfileika sína fram koma, á ýmsum sviðum.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 12:28

2 Smámynd: Óskar

Tek undir með þér nafni að þessar sukkhátíðir um verslunarmannahelgina eru eitthvað sem á ekki að sjást í siðuðu þjóðfélagi.  Þetta eru fyllirísruglhátíðir og þar sem þúsundir ofurölvi einstaklinga og vitleysinga koma saman þar verða óhjákvæmilega barsmíðar, nauðganir og ýmislegt þaðan af verra.  En þessi þjóð er bara ekki komin lengra frá villimannastiginu en þetta.

Óskar, 2.8.2013 kl. 17:24

3 identicon

Sæll; á ný !

Nákvæmlega; Nafni minn.

Með beztu kveðjum; sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband