Mesta afturhaldsstjórn Íslandssögunnar

Svik á svik  ofan virðast vera kjörorð þessarar ríkisstjórnar.  Með nýjustu svikunum bætir hún um betur svikin um lánaleiðréttinguna og afnám verðtryggingar.  Sjálfstæðisflokkurinn lofaði mjög skýrt þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrrihluta kjörtímabilsins um ESB áframhald - og sveik það.

Sennilega hefur jafn afturhaldssinnuð og ömurleg ríkisstjórn aldrei verið við völd á Íslandi.  Þessi stjórn byggir á lýðskrumi og lygum.  

Afhverju vill hún draga ESB umsóknina til baka ?  Jú vegna þess að þetta er stjórn þar sem hagsmunaklíkur ráða ferðinni, LÍÚ og bændur.  Þessir aðilar vilja halda þjóðinni áfram undir illa lyktandi rassgatinu á sér,  nota krónuna til að arðræna þjóðina áfram, moka undir aðalinn og viðhalda gjaldeyrishöftunum.   

Því miður getur þjóðin sjálfri sér um kennt.  Hún kaus þetta.  Nú blasir við nýtt afturhaldsskeið á Íslandi sem mun enda með öðru hruni.  Þessi stjórn er ekki að fara að leysa gjaldmiðlakrísuna, þessi stjórn er ekki að fara að taka á snjóhengjunni og þessi stjórn er UMFRAM ALLT EKKI AÐ FARA AÐ BÆTA LÍFSKJÖR Á ÍSLANDI.  

Ráðherrar þessarar stjórnar, sér í lagi framsóknarráðherrarnir, eru væmnisjúkir, athyglissjúkir og afar illa gefnir.  það er bannað að gagnrýna þá, ef þeir mættu ráða þá væru gagnrýnendur sennilega hengdir upp í byggingakrana eins og í Íran forðum daga, þ.e. ef einhver slík tæki fyndust á Íslandi nú til dags.  

Atvinnulífið og iðnaðurinn vill sækja um ESB.  Afhverju ?  jú vegna þess að það örvar atvinnulífið, mundir örva fjárfestingu, nýsköpun og efla bæði inn- og útflutning.  Með þessum afar klaufalegum aðgerðum sjálfstæðisflokksins er hann að stíga áratugi afturábak og gefur aðilum vinnumarkaðarins fokkmerki.  Margir þessir aðilar eru mjög tengdir sjálfstæðisflokknum.  Það er erfitt að ímynda sér annað en að flokkurinn klofni í herðar niður og má þá segja að Bjarni Ben hafi nokkuð mikið á samviskunni.   Fyrst að vera klósettrúlla fyrir Sigmund Davíð, að draga Sjálfstæðisflokkinn niður í sögulegt lágmark í fylgi og , já gott ef ekki að kljúfa hann líka.


mbl.is Umsóknin verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Skrái mig daginn sem nýr flokkur verður stofnaður...

Hvumpinn, 21.2.2014 kl. 17:55

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Samkvæmt Skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins þá fer landsfundur með æðsta vald í málefnum flokksins og markar stefnu hans - skýrara getur það varla orðið og liggur stefnan fyrir á veraldarvefnum þar sem allir geta nálgast hana.

Þar er stefna flokksins um aðild að Evrópusambandinu áréttuð á svipaðan hátt og hún hefur verið um áratuga skeið (að minnsta kosti ein 37 ár) á síðasta landsfundi og þar er einig sérstaklega fjallað um þjóðaratkvæði þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki svikið neitt :

„Evrópa er eitt mikilvægasta markaðs- og menningarsvæði Íslands og því nauðsynlegt að tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins svo sem gert er á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Nýta ber þau margvíslegu tækifæri sem samningurinn veitir til að fylgja eftir hagsmunum Íslands gagnvart öðrum ríkjum Evrópu. Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið.

Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum. Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér.“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2014 kl. 18:07

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En sveik Samfylkingin ekki neitt um afnám verðtryggingar með því að segja að það myndi gerast við inngöngu í ESB, sem sendifulltrúar ESB hér á landi neyddust svo til að bera til baka sem þau ósannindi sem það eru?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2014 kl. 22:14

4 Smámynd: Óskar

Undarlegt að sjá klerka og prédikara verja lygar.  Lestu boðorðin vinur.

Guðmundur, ég reyndar man ekki eftir þessu meinta loforði Samfylkingarinnar, enda gengum við aldrei í ESB svo það reyndi ekki á þetta loforð - en þó svo væri, er þá í lagi að þessi ríkisstjórn svíki loforð af því að sú síðasta gerði það hugsanlega  ?  Hvernskonar málflutningur er þetta eiginlega ?

Óskar, 21.2.2014 kl. 23:37

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óskar !

Hér er engu logið.

Stefnuskrá er samin á tveggja ára fresti af æðstu stofnun Sjálfstæðisflokksins sem er landsfundur hans og hefur stefnan í málefnum Efnahagsbandalags Evrópu/Evrópusambandsins verið nokkurn veginn eins í nærri 40 ár og það kemur ykkur á óvart núna ! Þessi stefna hefur verið kynnt á tveggja ára fresti eftir landsfundi í fjölmiðlum og á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins frá því hún kom til sögunnar.

ÞAð stendur eftir að aðlögunarviðræðum verður ekki haldið fram eða sótt um aðild að Evrópusambandinu nema þjóðin verði spurð um það hvort hún vill það. Skýrara er ekki hægt að komast að orði. Kosningaloforðið efnt sem og landsfundarstefnan.

Allt svona tal er auðvitað bara ólundarútúrsnúningur fullveldisafsalsmanna án þjóðaratkvæðis.

Hvað finnst þér um svik flugfreyjunnar og jarðfræðinemans að þkóðin fékk ekki að kjósa um þetta fullveldisafsal sem innganga í Evrópusambandsins er ?

Þau skötuhjú ásamt flokkum sínum gáfu þjóðinni fingurinn á báðum höndum, ulluðu og ráku við á hana í leiðinni.

Hvað svo um skjaldborgna sem var lofuð ? Jú þau reistu hana um vini sína innan banka- og fjármálageirans og breyttu meira að segja lögum þannig að Hæstiréttur gæti ekki gætt réttar litla mannsins fyrir þessum kóngum auranna !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2014 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband