Sjálfstæðisflokkurinn þvælist fyrir

Enn ítrekar varaformaður sjálfstæðisflokksins þá afstöðu flokksins að hann hefur ekki nokkurn ,nákvæmlega engan áhuga á því að leysa skuldavanda heimilanna.  Allt kjaftæði um að þetta verði að gera um leið og farið er í atvinnumálin er auðvitað helvítis fyrirsláttur. 

Sjálfstæðisflokkurinn er að sanna sig sem flokkur auðjöfra og kvótakónga.  Þessi flokkur sem er valdur bæði hugmyndafræðilega og framkvæmdalega að mesta efnahagshruni sem vestræn þjóð hefur glimt við á síðari tímum, hefur ekkert lært.  Það litla sem eftir er í þessu landi til að ræna af almenningi, því mun hann ræna komist hann til valda.

Þessi flokksómynd og samansafn glæpamanna heldur áfram að þvælast fyrir uppbyggingarstarfinu hér fram í rauðan dauðann.  Sjáið bara þingmannahópinn:  Kúlulánaþegar, styrkþegar, þjófar og skattsvikarar - já allt í sama flokknum.  Glæsilegt!


mbl.is Ekki raunverulegur samráðsvettvangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óskar - gleymdu ekki að geta um framsóknarviðbjóðinn. Halldór Ásgríms, Finnur Ingólfs og Valgerður frá kartöflulómatjörn.

Digital nerd (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 19:54

2 Smámynd: Óskar

Digital Nerd -  það lið er alveg efni í nokkrar færslur líka.  Þetta pakk á allt að vera í grjótinu.

Óskar, 15.10.2010 kl. 20:02

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Óskar, og það ekki má gleyma Jóhönnu Sigurðardóttir, Steingrími J. Össuri Skarphéðins. Árna Þór Sigurðssyni og öllum þeim hvað sem þau nú heita sem er við stjórn núna...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.10.2010 kl. 22:10

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég myndi nú líta þannig á að stjórnarandstöðuflokkarnir væru nú frekar að hjálpa til heldur en hitt.  Við skulum ekki gleyma því að að undanfarið eitt og hálft ár hafa stjórnarflokkanir "leyst" skuldavandann fjórum sinnum, svotil alveg einir og óstuddir.

 Næsta skuldastríð, verður líka vegna fyrirtækjana, ef að frumvarp viðskiptaráðherra um lögleiðingu allra gengistryggra lána annara en til íbúða og bílakaupa verður að lögum.  Það mun verða þungt högg á flest fyrirtæki landsins.

 Svo er það nú forsenda þess að skuldavandi fólks leysist að það hafi atvinnu og þar með tryggar tekjur til þess að borga af sínum lánum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.10.2010 kl. 22:18

5 Smámynd: Óskar

Ingibjörg, þú ert í besta falli hlægileg og algjörlega ómarktæk.  Þú bloggar sjálf um svipaða frétt og kallar það svik við þjóðina að ekki sé farið í almenna skuldaniðurfærslu...  já þú sjálfstæðismanneskjan kallar það svik við þjóðina.  Ég sprakk úr hlátri þegar ég sá þessa færslu þína því ÞINN FLOKKUR HEFUR EKKI NOKKURN ÁHUGA ALMENNRI SKULDANIÐURFÆRSLU OG GERIR ALLT TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR HANA.

Kristinn Karl, skuldir fyrirtækjanna eru einfaldlega allt annað mál og ég veit ekki betur en að bankarnir séu upp fyrir haus í því að reyna að leysa þau mál.  Hvort það er gert á sanngjarnan hátt veit ég ekkert um, - en þessi færsla var um skuldir heimilanna og ég sé enga ástæðu til að tengja þetta saman.

Óskar, 15.10.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband