Forsetinn sleikir upp kúgunarríki

Forseti Íslands er iðinn við að sleikja upp ríki þar sem mannréttindi eru álíka mikilvæg og karamellubréf sem fýkur eftir götu.  Alkunna er dálæti hans á Kína þar sem tugir þúsunda eru í fangelsum landsins fyrir skoðanir sínar.  Hann vill efla tengsl Íslands og Kína og hikar ekki við að fórna vináttu okkar við elstu lýðræðisríki heims í Evrópu þar sem mannréttindi eru virt. 

Það kemur engum á óvart að forsetafíflið sleiki líka upp valdhafana í Íran.  Ég yrði ekkert hissa á því að heyra næst að hann væri í opinberri heimsókn í Burma eða Norður Kóreu.  Það er svona í stíl við allt annað hjá honum.  Ég vil þennan mann burt úr embætti, hið snarasta.


mbl.is Sérkennileg frásögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Nafni minn, jafnan !

Hvað hefðir þú sagt; hefði ÓRG, heimsókt þá skúrka, Obama í Bandaríkjunum - og/ eða þá; Barrosó, Evrópusambandsleiðtoga ?

Eru þeir; ekki mestu böðlar, í veröld okkar, nú um stundir, nafni minn góður ?

Með kveðjum góðum; sem áður og fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 18:29

2 Smámynd: Óskar

Nafni hehe þú klikkar ekki á þessu :),,,  Ég veit nú ekki hver þessi Berrassó er, þarf að googla hann.  Obama er þó allavega lýðræðiskjörinn,,,jú vissulega hafa Bandaríkin margt ljótt á samviskunni.

Óskar, 24.11.2010 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband