Færsluflokkur: Bloggar
19.4.2011 | 12:13
Flugumaður náhirðarinnar
Lilja er ekkert annað en flugumaður náhirðarinnar á vinstri væng stjórnmálanna. Hún hefur gert allt sem i hennar valdi hefur staðið til að valda ríkisstjórninni sem mestum skaða. Takist henni og svikagenginu hennar, þeim Ásmundi og Atla að fella stjórnina þá er greið leið fyrir hrunflokkana að jötunni aftur. Við höfum séð hið rétta eðli þeirra flokka eftir Nei-ið, LÍÚ gengið í náhirðinni sleit kjaraviðræðum til þess að geta haldið helstu auðlynd landsins áfram í eigu fárra fjölskyldna. Að styðja vantrauststillögu sjálfstæðisflokksins er kornið sem fyllti mælinn og opinberaði endanlega fyrir hvað lið Lilja vinnur.
Lilja ætlar sér með góðu eða illu að koma þessum myrku öflum aftur til valda hér. Flestir sem eru í stjórnmálum hafa þó kjark til að þora að opinbera pólitíska sannfæringu sína. Því þorir Lilja ekki, faldi sig fyrst í VG og nú er hún óflokksbundin en þó greinilega helsti talsmaður hægri öfgaafla á þinginu.
![]() |
Gagnrýnir íhaldsgrýlu vinstrimanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.4.2011 | 14:46
Fyllirí endar yfirleitt með timburmönnum
Þetta þýðir aðeins eitt, nú verða allir sem vettlingi geta valdið að sannfæra matsfyrirtækin um að lækka ekki lánshæfiseinkunina. Það er bara þannig hvaða álit sem heykvíslahjörðin kann að hafa á þessum fyrirtækjum þá skipta þau gríðarlegu máli þegar kemur að lántökum og vöxtum á lánum ríkissjóðs í framtíðinni. Færð hafa verið rök fyrir því að lækkun í ruslflokk kann að kosta okkur nálægt 230 milljörðum. Það væri þá beinn kostnaður vegna annarsvegar þjóðrembu Nei-sins á laugardag og vegna bullsins í forsetanum þegar hann niðurlægði matsfyrirtækin í beinni útsendingu á Bloomberg. Ekki minntist hann einu orði á að hann sjálfur flaug um allan heim á einkaþotum ræningjanna, át gull með þeim og nældi orður í jakkaföt þeirra þegar það var millilent svona af og til á Íslandi.
Það er þannig og hefur alltaf verið að fyllirí endar oftast með timburmönnum. Nei fylliríið sem var skipulagt að náhirðinni gat ekkert endað öðruvísi en önnur fyllirí nema það er heldur dýrara en flest önnur fyllirí. Náhirðin borgar ekki sjálf - þjóðin þarf að gera það.
![]() |
Ísland á athugunarlista S&P |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hræsni forsetans nær nýjum og áður óþekktum hæðum. Hann gagnrýnir aðra fyrir nákvæmlega það sama og hann gerði sjálfur! Ólafur Ragnar Grímsson flaug um heiminn með bankaræningjunum, át gull í veislum með þeim, þvældi í fjölmiðla erlendis að Íslenska bankakerfið væri fullkomið og Íslendingar kynnu öðrum fremur að reka banka. Þegar veisluhöldunum lauk þvældist hann til Kína að vegsama fjöldamorðingjana þar. Þegar hann svo kom við á Bessastöðum þá hringdi hann í vini sína í bönkunum, boðaði þá í kaffi og nældi í þá fálkaorðuna.
ER ÞESSI LÝÐSKRUMARI MARKTÆKUR ? NEI!
![]() |
Ömurleg frammistaða Moody's |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Enginn einn maður hefur valdið þjóðinni viðlíka skaða og Ólafur Ragnar Grímsson nema ef vera skildi Davíð Oddsson.
Gleymum ekki að Ólafur Ragnar Grímsson flaug með útrásardrjólunum útum allan heim, tók þátt í veisluhöldum með þeim og gott ef hann át ekki gull í partýunum með þeim líka. Síðan sér hann sér leik á borði til að hifa upp vinsældir sínar ,sem voru að nálgast frostmark, með því að grípa inn í landsmálin á þann hátt að þjóðin hefur beðið stórskaða að.
Að vísa svona máli í þjóðaratkvæðagreiðslu, gríðarlega flókinni milliríkjadeilu sem snýst að stórum hluta um alþjóðalögfræði, er náttúrulega algjör fásinna. Mjög margir nei- sinnar sem ég rökræddi við fyrir kosningarnar vissu nákvæmlega ekkert um málið. Þessir heimskingjar kusu út frá einum frasa "ég borga ekki skuldir annarra". Niðurstaðan er nú samt sú að við endum á að borga skuldir annarra margfalt, allt þessu forsetaidjóti að kenna. Hann þarf engu að kvíða, hann mun njóta digra eftirlauna frá skattborgurum enda verið á ríkisjötunni nánast síðan hann fór að standa í lappirnar.
Það er sorglegt að þessi konungur lýðskrumaranna hafi komið þjóðinni í svotil óafturstíganlegt klandur. Hvernig var svo Bessastaðaræðan í dag? Jú , enn hélt hann áfram að spila inn á taugar þjóðrembu. Það eina sem vantaði var að Jón Valur Jensson héldi í hendina á honum.
![]() |
Niðurstaðan má ekki sundra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.4.2011 | 14:25
Algjör yfirburðamaður í Íslenskri pólitík
![]() |
Ekki tilefni til kosninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.4.2011 | 11:46
Þarna er í forsvari maður sem vill drepa pólitíska andstæðinga
Mikil er ógæfa þjóðarinnar að lýsa yfir stuðningi við samtök sem maður fer fyrir sem hefur opinberlega sagt að taka eigi pólitíska andstæðinga hans af lífi. Þetta er Loftur Alice sem bauð sig fram til formanns fyrir sjálfstæðisflokkinn á síðasta landsfundi en komst til allrar hamingju ekki langt.
Ég sé að hann vantar reyndar á myndina og lítið hefur farið fyrir honum allra síðustu daga, sjálfsagt hafa honum vitrari menn beðið hann að halda sig til hlés fyrir kosningar rétt eins og sjallar gera reyndar við Hannes Hólmstein, þeir senda hann yfirleitt úr landi fyrir kosningar.
Það er ekkert annað en sorglegt að þjóðin hafi valið að fylgja þjóðernis öfgaöflum og lýðskrumurum út á úfinn sjó. Þjóðin skar á landfestar öryggis og samstarfs við vinaþjóðir og heldur nú einangruð og vinalaus í mikla óvissuferð sem getur tæpast endað vel, allavega ekki betur en sá samningur sem í boði var- mjög liklega miklu verr.
Reyndar er fyrsta kosningaloforð Nei sinna þegar fallið. Þeir sögðu að Bretar og Hollendingar mundu ekki þora í málssókn. Báðar þjóðir hafa strax lýst því yfir að málið fari fyrir alþjóðadómstóla. Mig langar að vita hvernig Nei sinnar útskýra þetta.
![]() |
Hvatning fyrir stjórnvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.4.2011 | 00:13
Sveitavargurinn veldur þjóðinni stórkostlegum skaða
![]() |
Fleiri segja já í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
9.4.2011 | 14:10
Náhirðin við það að ná völdum -Guð blessi Ísland
Nú bendir allt til þess að nei verði ofan á , því miður. Það er sorglegt að þjóðin ætli sjálfviljug að skera á landfestar öryggis, vinskapar og sátta við aðrar lýðræðisþjóðir og halda út á ólgusjó óvarin í ferð sem getur tæpast endað vel en líklega mjög illa.
Afleiðingarnar verða bæði efnahagslegar og pólitískar. Neiið mun kosta þjóðina sem ekki vill borga skuldir óreiðumanna margfalt meira en jáið og hefur þetta verið rökstutt vel. Strax á mánudag verður lánshæfismat rikissjóðs fellt og fyrir þá sem ekki vita ÞÁ ER LÁNSHÆFISMAT PENINGAR HVAÐA SKOÐUN SEM MENN HAFA Á MATSFYRIRTÆKJUNUM. Í kjölfarið hækkar vaxtakostnaður ríkis og fyrirtækja óhjákvæmilega og ríkið mun ekki getað endurfjármagnað ohagstæði lán á hagstæðari kjörum. Þetta mun leiða af sér aukið atvinnuleysi og enn meiri doða í atvinnulífinu.
En pólitísku afleiðingarnar held ég að verði miklu verri. NÁHIRÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS UNDIR FORYSTU MANNS SEM SKAPAÐI UMHVERFIÐ SEM GLÆPALYÐURINN LÉK SÉR Í, MANNS SEM GAF GLÆPAMÖNNUM LANDSBANKANN, ÞETTA HYSKI NÆR HÉR VÖLDUM Á NÝJAN LEIK.
Ég spái því að ekki líði á löngu þar til þjóðin sakni þeirra gömlu góðu daga þegar hér var ríkisstjorn sem þó reyndi af fremsta megni að koma okkur útúr kreppunni. VIÐ VITUM HVERNIG HÆGRI ÖFGAMENN VINNA, ÞAÐ SEM GERIST Á ÍSLANDI EF HYSKIÐ NÆR V0LDUM ER EKKERT FLÓKIÐ, HÉR VERÐUR BORGARASTYRJÖLD ÞEGAR ÞETTA LIÐ HEFUR VALDIÐ HRUNI NO 2.
Svo er rétt að benda Mogganum á að allir fjölmiðlar landsins hafa fjallað um yfirlýsingu Vigdísar Finnbogadóttur en Mogginn hampar miklu fremur einhverju Bandarískum rugludalli sem veit ekkert um þetta mál. Svona vinnur náhirðin.
Til hamingju Íslendingar með að hafa sjálfviljugir kosið yfir ykkur efnahagslega tortýmingu, það verður víst engum öðrum en þjóðinni um kennt. 9. april 2011 er sorgardagur.
![]() |
Varar Íslendinga við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.4.2011 | 02:28
Atli og Lilja ganga til liðs við náhirðina
Atli og Lilja mega hafa margt á samviskunni. Þau gerðu á dögunum svæsna tilraun til að sprengja ríkisstjórnina. Seint verður sagt að núverandi ríkisstjórn sé einhver draumastjórn en hvað tekur við ef hún fellur ? Hvað er plan B ? Jú, að öllum likindum fáum við hrunflokkana aftur til valda, Bjarna Ben sennilega sparkað og náhirðin tekur völdin í sjálfstæðisflokknum, sama hyskið og setti hér allt til andskotans fyrir hrunið. Sama manninn og setti seðlabankann í þrot og skellti 500 milljarða skuldaklessu framan í þjóðina og hún fékk enga þjóðaratkvæðagreiðslu, bara borgaði þegjandi og hljóðalaust.
Því miður bendir margt til þess að öfgarusli af jöðrum stjórnmálanna, kommúnistum og náhirðaríhaldi takist í sameiningu að fella icesave samninginn og setja þar með samband okkar við vinaþjóðir í algjört uppnám - um leið og efnahagslífið yrði djúpfryst. Hrunflokkarnir kæmust aftur til valda og fyrr en varði færi fólk að tala um gömlu góðu dagana þegar atvinnuleysið var bara 8% og vinstristjórn var í landinu sem bar hag almennings fyrir brjósti. Þetta er framtíðarsýnin og hún er ljót.
![]() |
Atli og Lilja setja x við nei |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2011 | 17:42
Þjóðin ætlar ekki að fremja efnahagslegt sjálfsmorð
Þrátt fyrir stöðugan lygaáróður Nei- sinna, þar sem þeir tröllríða öllum blogg og kommentakerfum á netinu með steypufrösum eins og að "borga ekki skuldir glæpamanna" þá er greinilegt að meirihluti þjóðarinnar lokar eyrunum fyrir þessari þvælu og ætlar að taka skynsamlega ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Fólk veit sem er að áhættan af því að segja NEI er slík að það er hrein fífldirfska að taka þá áhættu að málið tapist fyrir dómstólum með þeim afleiðingum að skuldin mundi margfaldast fyrir utan það að viðskiptavild landsins fer endanlega í ræsið hvernig sem dómsmálið færi.
Það að þjóðin ætli ekki að hlusta á öskurapana í NEI hreyfingunni er góðs viti. Ég er að fá trú á þessa þjóð á nýjan leik.
Það sem er líka áhugavert við þessa könnun er það að þeir sem almennt hafa kynnt sér samninginn vilja samþykkja hann. - Þeir sem ekki hafa kynnt sér hann vilja fella hann. Þetta staðfestir þann grun minn að hinir illa upplýstu vilja fremja efnahagslegt sjálfsmorð en hinir vel upplýstu vilja að þjóðin gangi áfram veginn og komist upp úr þessari kreppu sem fyrst. Það þolir enga bið og stór þáttur í því er að klára þetta ömurlega mál sem sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig.
![]() |
56% segja ætla að styðja lögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)