Færsluflokkur: Bloggar
30.5.2011 | 11:23
Hösuldur 2000 milljarðar er hlægilegt fyrirbæri
Þessi lýðskrumari sem fullyrti að Norðmenn ætluðu að lána Íslendingum 2000 milljarða er með skrautlegri fyrirbærum sem sest hafa á Alþingi. 2000 milljarða málið verður lengi i minnum haft sem eitthvað hlægilegasta skúbb sem nokkur þingmaður hefur staðið fyrir. Ekki reyndist standa steinn yfir steini hjá þingmanninum varðandi þetta mál, hann hitti einhvern Norskan Ástþór sem enginn þar i landi tekur mark á og hann blaðraði eitthvað um 2000 milljarða, Höskuldur sagði að það eina sem Jóhanna þyrfti að gera væri að taka upp símann!
Forysta framsóknarflokksins er reyndar í alla staði hlægileg. Þeir tvímenningar Höskuldur og Sigmundur Gullrass hafa ekki komið með eina vitræna tillögu um hvernig má koma landinu upp úr þessum öldudal. Niðurrifsstarfsemi og lýðskrum er vörumerki þeirra.
![]() |
Upp úr sauð á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.5.2011 | 12:25
Bleikjan er ótrúleg já
Það sem ég hef heyrt frá fiskeldisfræðingum er að miklu betra er að ala bleikju heldur en lax af ýmsum ástæðum. Hún er margfalt harðgerari, þrífst við lægra hitastig og það sem kannski skiptir mestu máli er að hún er laus við sjúkdóma sem hrjá laxeldi með reglulegu millibili.
Það er líka rannsóknarefni hve margar bleikjutegundir eru í landinu en hún virðist hafa einstaka aðlögunarhæfni. Í Þingvallavatni er t.d. blind bleikjutegund sem lifir í gjótum á botninum, ástæðan fyrir því að hún er blind er sú að hún hefur ekkert við augu að gera!
Heyrt hefur maður sögur af því að bleikja lifir í vötnum sem botnfrjósa af og til. Ég efast um að nokkur önnur fisktegund þoli annað eins.
![]() |
Bleikjan er ótrúlegur fiskur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2011 | 16:44
Náhirðin byrjuð að væla
![]() |
Í bága við stjórnarskrá? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.5.2011 | 11:44
Hvað ef einhver annar en bréfberi hefið verið bitinn?
![]() |
Verði með munnkörfu utandyra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.5.2011 | 09:38
10% lækkun á heimsmarkaðsverði - 0,5% lækkun hér!
![]() |
Eldsneytisverð lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2011 | 22:57
Fádæma frekja og yfirgangur í Eyjamönnum
Það er með ólíkindum hvernig Bæjarstjórn Vestmannaeyja lætur sér detta í hug að varpa ábyrgðinni á þessu klúðri á stjórnvöld. Eyjamenn vældu um þessa andskotans höfn þangað til það var látið eftir þeim og þar fór bæjarstjórinn fremstur í flokki ásamt Árna Johnsen sem reyndar kannast að sjálfsögðu ekkert við það núna enda í genum sjálfstæðismanna að hlaupast undan eigin orðum.
Þetta rugl ætlar að verða þjóðinni dýrt og Eyjamenn heimta bara meira. ...andskotinn hafi það, það er enginn sem neyðir ykkur til að búa þarna.
![]() |
Ábyrgðin samgönguyfirvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.4.2011 | 22:54
ÆÆ, Icesave hefði horfið hefðu menn haft rænu á því að segja já!
Það var reyndar búið að benda á að allt benti til þess að eigur þrotabús Landsbankans væru stórlega vanmetnar. Nei hjörðin hélt hinu gagnstæða fram, en reyndist hafa rangt fyrir sér í þessu sem og flestu öðru.
Iceland var mjólkurkýrin í þrotabúinu ogÞAÐ ER ALVEG LJÓST AÐ SELJIST KEÐJAN Á 1,7 - 2 MILLJARÐA PUNDA ÞÁ HEFÐI EKKI EIN ANDSKOTANS KRÓNA FALLIÐ Á ÍSLENSKU ÞJÓÐINA VEGNA ICESAVE. NÚ ER STAÐAN BARA ALLT ÖNNUR.
Enn og aftur, takk nei sinnar. --- hm,, afhverju bloggar enginn nei sinni um þessa frétt nema einn kjáni sem bloggar um allar fréttir og ekki fréttir ?
![]() |
Mikill áhugi á Iceland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.4.2011 | 14:52
Skelltu þessu á Youtube!
![]() |
Á lúxusjeppa með stolin blóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2011 | 13:54
Smámennin á þingi
Þór Saari er lítill maður. Þá er ég ekki að tala um líkamlegt atgerfi hans, heldur andlegt. Hann veit ósköp vel að Moody´s hótaði, já ekki bara hótaði heldur sagði beinlínis fullum fetum að lánshæfismatið yrði lækkað.
Ríkisstjórnin brást HÁRRÉTT við eftir þetta klaufalega Nei, sendi háttsetta ráðherra út til að tala um fyrir Moodys´s - OG ÞAÐ TÓKST! Flestir fagna þessu og bera lof á ríkisstjórnina fyrir rétt viðbrögð. En ekki smámennið Þór Saari. Landeyðurnar i náhirðinni og smámenni eins og Þór Saari snúa þessu öllu á hvolf að vanda og í stað þess að þakka stjórninni fyrir virkilega vel unnið starf þá ráðast þeir á hana með sérlega ófyrirleitnum hætti eins og þessara smámenna er von og vísa. Ógeðslegt pakk,,,,eða var það ekki einhvernveginn svona sem hasshausinn í Hreyfingunni orðaði þetta?
![]() |
Þykjast hafa sigrað eigin grýlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.4.2011 | 10:26
Takk Nei-arar
Þetta þarfnast ekki frekari skýringar. Það vissu allir sem höfðu eitthvað annað en græna baun á milli eyrnanna að nei við Icesave mundi þýða minni hagvöxt.
Reikninginn fyrir þessu á Nei-ara takk.
![]() |
Spáir minni hagvexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)