Færsluflokkur: Bloggar
24.6.2011 | 16:24
Þá verður nú ástand...
![]() |
Skólaskip á leið til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2011 | 12:32
Takk Davíð
það má alveg orða þessa fyrirsögn öðruvísi. Kostnaður vegna afglapa Davíðs í Seðlabankanum er um 4faldur Icesave kostnaðurinn miðað við samninginn sem þjóðin að vísu hafnaði en mun samt neyðast til að borga. Jafnvel Svavarssamningurinn bliknar í samanburði við klúður fyrrverandi formanns sjálfstæðisflokksins í Seðlabankanum.
Þjóðin fékk ekki að segja álit sitt á þvi hvort henni bæri að borga DaveSave eða SjallaSave, hún varð bara að gjöra svo vel að taka upp veskið. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt Bjarna Ben fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um Sjallasave sem þó er margfalt Icesave.
Reyndar væri fróðlegt ef einhver tæki sig til og reiknaði út hvað sjálfstæðisflokkurinn hefur kostað þessa þjóð. Ég gæti trúað því að það væri nokkurra áratuga landsframleiðsla svona ef kvótaránið, Keflavíkurflugvallarránið eru tekin með sem dæmi.
![]() |
Ástarbréfin kostuðu mest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þetta er allt að koma. Viðskilnaður sjálfstæðisflokksins eftir 18 ára valdatíð var slíkur að um einsdæmi er að ræða í hinum vestræna heimi. Þjóðin hafði orðið fyrir efnahagslegri kjarnorkuárás af völdum þessa flokks sem hafði rænt þjóðina auðlyndum sínum og reyndar svo til öllu sem hægt var að stela. Fulltrúar flokksins i Landsbankanum gerðu reyndar gott betur en það, þeir stálu hundruðum milljarða erlendis líka og skelltu svo vandanum á núverandi ríkisstjórn án þess að blikka auga! Hannesar hagfræðin, stela á daginn og grilla á kvöldin endaði með ósköpum en núverandi ríkisstjórn hefur tekist að koma í veg fyrir algjört hrun og er hrósað í hástert af nánast öllum erlendum greiningaraðilum fyrir hve fljótt henni hefur tekist að bæta ástandið.
Íslendingar eru óþolinmóðir og vilja fá allt strax. Fæstir þeirra gera sér grein fyrir því að á vesturhveli jarðar þá var ástandið einna verst hér haustið 2008. Reynum að gera okkur í hugarlund hvernig ástandið væri ef ræningjar sjálfstæðis- og famsóknarflokks væru ennþá við völd, kúlulánahyskið sem enn situr á þingi fyrir FLokkinn. Meira en hálfur þingflokkur sjálfstæðisflokksins er tengdur við spillingu á einn eða anna hátt. Svo þykjast þessi glæpasamtök hafa tekið til hjá sér.
![]() |
Á leið út úr efnahagsvanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2011 | 01:32
"Perfect Storm ahead for global economy"
Það stefnir í svipað, nei fyrirgefið, miklu alvarlegra efnahagshrun í heiminum en árið 2008. Vandamálið er að björgunaraðgerðirnar 2008 voru bara plástur á svöðusár. Þessa frétt mátti sá á yahoo í dag. Þá er einnig rétt að benda á frábæra pistla á Vald.org.
Vandræði Grikklands eru ekki þau einu í Evrópu, Portúgal, Írland og Spánn eiga öll í miklum erfiðleikum. Það er óvíst að sjóðir ESB dugi til að bjarga þessum ríkjum og einnig óvíst hvort einhver vilji sé fyrir því hjá efnaðri ríkjum norðar í álfunni.
Japan glímir við mikla efnahagserfiðleika eftir náttúruhamfarirnar og þegar tvö af stærstu hagkerfum heims eiga í svo alvarlegum erfiðleikum þá á heimurinn í erfiðleikum. Skuldir Bandaríkjanna eru stjarnfræðilegar svona til að bæta gráu á svart. Líkur á mjög alvarlegri heimskreppu fara því vaxandi með hverjum deginum. Heimskreppur hingað til hafa því miður aðeins verið"leystar" með stórstyrjöldum.
![]() |
Spáir grísku þjóðargjaldþroti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2011 | 19:00
Er nokkuð verið að bíða eftir forstjóranum ?
![]() |
Sykursjúk börn föst í Osló |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.6.2011 | 16:28
The Eagles á göngugrindum ?
Stundum er maður aðeins of fljótur að lesa. Miðað við aldur hljómsveitarmeðlima hefði ég ekki orðið hissa þó þeir stauluðust um á göngugrindum á sviðinu, ef þá ekki á hjólastólum. Það hefði nú reyndar verið ákveðinn sjarmi yfir því.
Enn er nóg af gamlingjum sem enn reyna að glamra á hljóðfæri til að flytja á klakann, er ekki Dolly Parton enn á lífi? Um að gera að fá hljómsveitirnar ekki meðan þær eru á toppnum, frekar svona hálfri öld síðar. Það er Íslenska aðferðin:)
![]() |
The Eagles á göngustígnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.6.2011 | 12:29
Lygar Nei hjarðarinnar afhjúpaðar
Nei hjörðin með raðlygara eins og Jón Val Jensson í fararbroddi hélt þvi stöðugt fram að málið væri úr sögunni eftir Nei-ið , Bretar, Hollendingar og ESB mundu ekki nenna að elta þetta "smotterí" lengur og láta málið niður falla. Auðvitað reyndist þetta lýgi.
Til allrar hamingju lýtur út fyrir að þrotabú Landsbankans eigi fyrir skuldinni. Ef ekki þá væri Ísland í mjög vondum málum og það er svo SANNARLEGA EKKI NEI SINNUM AÐ ÞAKKA AÐ SVO ER EKKI.
Til að kóróna skömmina þá vogar þetta lið sér að stíga fram nú og halda því enn fram að Nei-ið hafi verið betri lausn en að samþykkja samninginn og klára einfaldlega málið. Þetta eru hálfvitar í afneitun.
![]() |
Þriggja mánaða Icesave-frestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.6.2011 | 11:32
Er Tryggvi Þór að tala um hagstjórnarmistök?
![]() |
Ein stærstu hagstjórnarmistök allra tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2011 | 13:25
Er þessi ríkisstjórn haldin alvarlegri ákvarðanafælni?
Eftir hrunið þá var algjörlega bráðnauðsynlegt að fá hér ríkisstjórn sem gæti gengið fljótt og örugglega til verka. Nú hef ég haft skilning á stöðu þessarar stjórnar í ljósi þess við hvernskonar aðstæður hún tók við og að ástandið eftir 18 ára valdatíð frjálshyggjuskríls var alveg skelfilegt. Það er hinsvegar engin afsökun fyrir afskaplega slakri frammistöðu þessarar stjórnar á mörgum sviðum.
Atvinnuuppbygging hefur gengið hér alltof hægt, að hluta til vegna illviðráðanlegra aðstæðna t.d. Icesave sem fældi frá erlenda fjárfesta. Ríkisstjórnin gerði að mínu mati rétt í því að reyna til þrautar að semja um þetta mál og enn er það klárlega að valda skaða. t.d. er lánshæfismat alveg við ruslatunnuna en væri orðið ásættanlegt hefi þjóðin ekki látið lýðskrumara plata sig í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
En burtséð frá því þá hefur verið mikill vandræðagangur með uppbyggingu, t.d. álver í Helguvík og ríkisstjórnin hefur lítið gert til að reyna að koma lífeyrissjóðunum inn í atvinnuuppbygginguna. Kvótamálin er komin í einhverja óskiljanlega vitleysu Skuldamál heimilanna tóku alltof langan tíma og of lítið var gert. Þetta fangelsismál er svo enn eitt klúðrið, að geta ekki drattast til að taka ákvörðun í þessu máli er óskiljanlegt. Það eina sem þessi ríkisstjórn virðist vinna á undraverðum hraða er eitthvað helvítis jafnréttisbull sem skiptir ekki nokkru máli og gerir jafnvel illt verra eins og t.d. nú stendur til að afnema sameiginlegt forræði og gera mál forræðislausra feðra því enn skelfilegri en þau eru. Ögmundur hafðu skömm fyrir að láta öfgafemínistarusl nota þig sem skeinipappýr.
![]() |
Fangelsismál föst í ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2011 | 21:06
Alveg stórkostleg fyrirsögn!! - en ekki fyndin frétt
Fyrirtæki eiginmanns slitastjórnar sér um sölu
Best að halda þessu til haga því sjálfsagt verður þessari frábæru fyrirsögn breytt innan tíðar! En að öll slitastjórnin eigi einn og sama eiginmanninn er nýjung. Svo segja menn að ekkert hafi breyst á Íslandi:)
En svona fyrir utan fyrirsögnina og að öllu gamni slepptu þá er þessi frétt eins langt frá því að vera hlægileg og mögulegt er. Í fréttum rúv voru rakin fjölskyldutengsl formanns slitastjórnar við fyrirtækið sem fær verkefni upp á mörg hundruð milljónir á silfurfati frá þessari sömu slitastjórn.
Ég hef stundum nefnt sem rök fyrir því að ganga í Evrópubandalagið að þar gerist svona lagað einfaldlega ekki. Þar kæmumst við ekki upp með svona bananalýðveldistilburði því það er virkt eftirlitskerfi sem kemur í veg fyrir svona rugl og glæpamennsku. En því miður vill stór hluti þjóðarinnar halda í gamla fjölskyldu og vina- spillingarkerfið sem lifir svo góðu lífi hér og er eitt af því sem er að mergsjúga þessa þjóð. Við sjáum kvótakerfið. Ætli það sé tilviljun að andstæðingar Evrópusamstarfs séu hvað harðastir í andtöðunni gegn breytingum á þessu óréttláta skrímsli sem hefur fært nokkrum fjölskyldum tengdum framsóknar- og sjálfstæðisflokknum helstu auðlind þjóðarinnar á silfurfati?
![]() |
Fyrirtæki eiginmanns formanns slitastjórnar sér um sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)