Ísland að jafna sig eftir slátrun sjálfstæðisflokksins á efnahag þjóðarinnar

Þetta er allt að koma.  Viðskilnaður sjálfstæðisflokksins eftir 18 ára valdatíð var slíkur að um einsdæmi er að ræða í hinum vestræna heimi.  Þjóðin hafði orðið fyrir efnahagslegri kjarnorkuárás af völdum þessa flokks sem hafði rænt þjóðina auðlyndum sínum og reyndar svo til öllu sem hægt var að stela.  Fulltrúar flokksins i Landsbankanum gerðu reyndar gott betur en það, þeir stálu hundruðum milljarða erlendis líka og skelltu svo vandanum á núverandi ríkisstjórn án þess að blikka auga!  Hannesar hagfræðin, stela á daginn og grilla á kvöldin endaði með ósköpum en núverandi ríkisstjórn hefur tekist að koma í veg fyrir algjört hrun og er hrósað í hástert af nánast öllum erlendum greiningaraðilum fyrir hve fljótt henni hefur tekist að bæta ástandið. 

Íslendingar eru óþolinmóðir og vilja fá allt strax.  Fæstir þeirra gera sér grein fyrir því að á vesturhveli jarðar þá var ástandið einna verst hér haustið 2008.  Reynum að gera okkur í hugarlund hvernig ástandið væri ef ræningjar sjálfstæðis- og famsóknarflokks væru ennþá við völd, kúlulánahyskið sem enn situr á þingi fyrir FLokkinn.  Meira en hálfur þingflokkur sjálfstæðisflokksins er tengdur við spillingu á einn eða anna hátt.  Svo þykjast þessi glæpasamtök hafa tekið til hjá sér.


mbl.is Á leið út úr efnahagsvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Viðskilnaður sjálfstæðisflokksins eftir 18 ára valdatíð var slíkur að um einsdæmi er að ræða í hinum vestræna heimi." Held að þú ættir að kynna þér hagsögu heimsins ööööörlítið betur, kannski skoða hagsveiflur víða um evrópu 100 ár aftur í tímann. Eða jafnvel bara skoða samtímasögu okkar í evrópu og Bandaríkjunum.

 "núverandi ríkisstjórn hefur tekist að koma í veg fyrir algjört hrun og er hrósað í hástert af nánast öllum erlendum greiningaraðilum fyrir hve fljótt henni hefur tekist að bæta ástandið" Þetta hef ég ekki séð, en hef þó séð hrós fyrir að fylgja IMF áætluninni, sem er í andstöðu við stefnu VG. 

 "Fæstir þeirra gera sér grein fyrir því að á vesturhveli jarðar þá var ástandið einna verst hér haustið 2008."Er það? Atvinnuleysið t.d. rétt skreið upp í meðalatvinnuleysi í evrópu, almenn bankastarfsemi hélt áfram þrátt fyrir fall bankanna o.s.frv.

 "Meira en hálfur þingflokkur sjálfstæðisflokksins er tengdur við spillingu á einn eða anna hátt." Klassísk fullyrðingargredda, einhver gögn sem styðja þetta? Sjálfstæðisflokkurinn eitthvað verri en hinir? Eða eru þetta hin dæmigerðu "allt er skárra en íhaldið" rök vinstri manna.

ATH. að ég er ekki tengdur Sjálfstæðisflokknum og kaus hann ekki, en svona yfirlýsingarblástur þykir mér ekki góð umræða.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 11:14

2 Smámynd: Óskar

Þórður mikið er gott að þú afneitar tengslum þínum við sjálfstæðisflokkinn en hér eru staðreyndir sem alþjóð veit. -  Hálfur þingflokkur sjálfstæðisflokksins er kolflæktur í spillingu af einum eða öðrum toga.  Dæmi:  Bjarni vafningur, Illugi sjóður níundi, þorgerður kúla, Tryggvi kúluhaus, Ásbjörn skattsvikari, Guðlaugur styrkjakóngur, Árni dæmdur þjófur svona svo einhver nöfn séu nefnd hratt og vel.

Nú ég held mig við það að viðskilnaður sjálfstæðisflokksins sé einsdæmi, enginn stjórnmálaflokkur á Vesturlöndum hefur valdið þjóð sinni viðlíka skaða og sjálfstæðisflokkurinn hefur valdið Íslendingum.

Þú hefur greinilega ekki fylgst með fréttum undanfarna mánuði, IMF, OECD og erlendir greiningaraðilar hafa hvað eftir annað lýst ánægju sinni með efnahagsárangurinn á Íslandi eftir hrunið, lestu bara blöðin- ekki bara moggann samt.

Óskar, 21.6.2011 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband