Takk Davíð

það má alveg orða þessa fyrirsögn öðruvísi.  Kostnaður vegna afglapa Davíðs í Seðlabankanum er um 4faldur Icesave kostnaðurinn miðað við samninginn sem þjóðin að vísu hafnaði en mun samt neyðast til að borga.  Jafnvel Svavarssamningurinn bliknar í samanburði við klúður fyrrverandi formanns sjálfstæðisflokksins í Seðlabankanum.

Þjóðin fékk ekki að segja álit sitt á þvi hvort henni bæri að borga DaveSave eða SjallaSave, hún varð bara að gjöra svo vel að taka upp veskið.  Ég minnist þess ekki að hafa heyrt Bjarna Ben fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um Sjallasave sem þó er margfalt Icesave.

Reyndar væri fróðlegt ef einhver tæki sig til og reiknaði út hvað sjálfstæðisflokkurinn hefur kostað þessa þjóð.  Ég gæti trúað því að það væri nokkurra áratuga landsframleiðsla svona ef kvótaránið, Keflavíkurflugvallarránið eru tekin með sem dæmi.


mbl.is Ástarbréfin kostuðu mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er stórlega vanmetið hjá OECD.

Samkvæmt mínum útreikningum nemur kostnaður og tap ríkisins vegna afleiðinganna af einkarekstri Landsbankans a.m.k. 650-800 milljörðum.

Það er sirka hálf landsframleiðsla.

Það er alveg fyrir utan IceSave, og þetta er aðeins einn banki af þremur!

En ástarbréfin eru engan veginn stærsta klúður seðlabankans fyrir hrun, heldur er það stórfelld fölsun þjóðhagsreikninga. Hafirðu áhuga mæli ég með lestri greinarinnar á bak við tengilinn. Þar er rakin í smáatriðum stærsta svikamyllan á bak við hrunið, sú sem enginn vill tala um upphátt.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2011 kl. 16:32

2 identicon

Nú bloggar nánast enginn um málið hér á mbl.is, enda allir hér einlægir aðdáendur hrunkóngsins í Hádegismóum.

Fyndið en um leið dapurlegt.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 19:58

3 Smámynd: Óskar

Já Jón, ekki vantaði bloggpistlana um Icesave - en enginn fer fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort okkur beri að borga DAVESAVE.  Þjóðin virðist borga með glöðu geði.

Jú Guðmundur, en "til allrar hamingju" töpuðu útlendingar mun meira á bankahruninu hér en við, áætlað er að erlendir aðilar hafi tapað 8000 milljörðum á íslensku svikamillunni.  Okkur er tamt að tala aðeins um "okkar tap" en það er nú bara staðreynd að bankarnir rændu og rupluðu erlendis, sérstaklega Landsbankinn, með vitund og vilja stjórnvalda hér, eftirlitsaðila hér sem brugðust og þjóðin baðaði sig í gullinu í formi óeðlilega sterkrar krónu.  Af þessum sökum fannst mér rétt að samþykkja síðasta Icesave saminginn svo við litum ekki út eins og ótýndir þjófar og aumingjar í augum útlendinga sem taka enga ábyrgð á gjörðum sínum.

Óskar, 23.6.2011 kl. 22:15

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óskar. Það eru "ótíndu þjófarnir" sem eiga að taka ábyrgð á þessu. Ekki ég og þú sem höfum aldrei rekið banka. Það er stór misskilningur að stilla þessu upp sem "Ísland á móti útlöndum", svoleiðis hugsunarháttur er varasamur. Þetta snýst um almenning vs. fjármálakerfið, og í þeirri baráttu erum við flest í sama báti. Almenningur í öðrum löndum vill til dæmis ekkert að við séum að borga fyrir syndir þeirra bankamanna sem klessukeyrðu íslenska bankakerfið frekar en við viljum að þau séu látin borga fyrir bankaklúður í sínum heimalöndum. Íslendingar fengu tækifæri (tvisvar) sem aðrar þjóðir hafa ekki fengið, það er að segja ákvörðunarvald yfir því hvort við ábyrgjumst tilteknar bankaskuldir eða ekki. Við nýttum þau tækifæri vel og fyrir fordæmið sem þá skapaðist eru samherjar okkar í öðrum löndum þakklátir. Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.6.2011 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband