Færsluflokkur: Bloggar
13.4.2013 | 12:34
Jæja þá er þessum farsa lokið, - næsta kosningamál takk!
Ég hafði spáð því að Bjarni segði af sér í dag en viðtalið á Rúv og stuðningurinn sem hann fékk í kjölfarið frá eigin flokksmönnum breytti öllu enda satt að segja frekar óliklegt að Hanna Birna og hnífasettin hefðu halað fleiri atkvæði inn á lokasprettinum.
Nú hinsvegar fær FLokkurinn fullt af samúðaratkvæðum enda öll athyglin í kosningabaráttunni búin að vera á flokknum í þessu leikriti undanfarna daga.
Nú vonandi komast önnur mál á dagskrá heldur en loforðaflaumur framsóknar og innnaflokksslagsmál hjá sjöllum. Það þarf að ræða hér ESB, Kvótakerfið, stjórnarskrána, árangur ríkisstjórnarinnar sem hvarvetna er hrósað nema hér á klakanu, svona svo eitthvað sé nefnt.
Bjarni heldur áfram sem formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2013 | 02:03
Hanna Birna mætt með hnífasettið...
Ég útiloka ekkert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2013 | 11:01
Katastrófan í gær breytti landslaginu
Umræðuþátturinn á Rúv í gær markaði þáttaskil. Áhrifa hans gætir þó ekki í þeim könnunum sem eru að birtast núna enda framkvæmdar fyrir þáttinn. Köturnar tvær frá ríkisstjórnarflokkunum gjörsamlega brilleruðu, sérstaklega Katrín Júlíusdóttir sem tók bæði Sigmund og Bjarna svo eftirminnilega í bakaríið að annað eins hefur varla sést. Hún benti nefnilega réttilega á það að kosningaloforð þeirra standa og falla með lögum sem ríkisstjórnin setti sem læsti fé "hrægammasjóðanna" inni en sjálfstæðisflokkurinn var á móti þessu og framsókn sat hjá! Nú ætla þessir flokkar semsagt, sérstaklega framsókn, að nota þessa peninga -sem ríkisstjórnin bjó til- til að framkalla gullregn yfir heimili landsins og það án þess að peningarnir séu raunverulega í hendi því það gæti enn tekið mörg ár að sækja þetta fé.
Það var ekki nema von að Sigmundur Davíð væri með óvenjustóra bauga í gær, menn hafa misst svefn af minna tilefnin en að þurfa að redda 270 milljörðum.
Nú loksins er verið að afhjúpa loforðaþvælu framsóknar en einhvernveginn efast ég um að það fylgi fari aftur til Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið vægast sagt mjög ótrúverðugur í þessari kosningabaráttu. Það sást úr flugvél í gær að Bjarni Ben hefur misst allt sjálfstraust enda kennir náhirðin honum eflaust um fylgishrunið sem er algjörlega einstakt í sögu flokksins, sérstaklega í ljósi þess að ekkert klofningsframboð er að reita af honum fylgið.
Ég hef þá trú að núna þegar menn átta sig á að loforðaflaumur og óábyrgar yfirlýsingar ganga ekki upp þá fara menn að sjá stöðuna eins og hún raunverulega er. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur gert ekkert minna en kraftaverk miðað við aðstæðurnar sem hún tók við í. Hvarvetna utan landsteinanna er okkur hrósað fyrir ótrúlegan árangur eftir hrunið en niðurrifsöflin eru því miður sterk hér á landi. Það er alkunna að í kreppuástandi blómstra lýðskrumarar og á þeim hefur sko ekki verið neinn skortur hér á landi síðustu misserin.
Það besta sem getur hent þjóðina núna er að núverandi ríkisstjórn fái umboð til að halda starfi sínu áfram og koma okkur endanlega uppúr kreppunni. Skapa hér raunverulega norrænt velferðarríki þar sem jöfnuður og réttlæti er í fyrirrúmi en ekki últrakapitalismi sem hyglar hinum ríku á kostnað almennings. Þannig þjóðfélag viljum við ekki.
Framsókn eykur forskotið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2013 | 13:55
Sveitalúðar og hasshausar í ham
Greining á stöðunni:
Framsóknarflokkurinn - Allt er vænt sem er grænt eða hvað? Flokkur þröngra sérhagsmuna, flokkur sem vill halda þjóðinni í höftum úrelts landbúnaðar, gjörspilltur og snýst eins og vindhani í stefnumálum milli kosninga. Það er nokkuð ljóst að framsókn er fyrst og fremst að kljúfa sjalla í herðar niður og stela frá þeim fylgi. Hvaða armur sjálfstæðisflokksins er að leita til framsóknar er ekki ljóst, varla eru það Evrópusinnar því ef eitthvað er , þá er þjóðrembuþvættingurinn ennþá meiri í framsókn en hjá sjöllum og jaðrar reyndar við hreinan þjóðernisfasisma á köflum. Formaðurinn fór á Íslenska kúrinn sem mér skilst að felist í því að éta þorramat í öll mál, drekka brennivín með og syngja ættjarðarsöngva fyrir svefninn. Sigmundur Davíð er milljarðamæringur sem hefur ekki kynnst fátækt nema einu sinni á ævinni af eigin sögn, á Melavellinum einhvertímann fyrir ævalöngu þegar gamall karl átti ekki fyrir íspinna.
Þingmannaefni framsóknar eru ekki burðug, þarna er að finna virkilega illa innrætt pakk sem vill láta útlendinga ganga með ökklabönd og annað í þeim dúr. Auðvitað er það loforðið um skuldaniðurfærslu sem er að færa framsókn þetta fylgi, loforð sem er útilokað að standa við því miður. Þeir sem ekki trúa því ættu að lesa þetta. Þeir sem ætla að kjósa Framsóknarflokkinn ættu að kynna sér tengsl flokksins við menn eins og Finn Ingólfsson, Ólaf Ólafsson og að sjálfsögðu Halldór Ásgrímsson sem hannaði kvótakerfi sem gerði hann að milljarðamæring og kom þjóðinni á ansi vafasaman stríðsæsingalista svo dæmi séu tekin af afrekum þessa framsóknarmanns- og gleymum ekki að Vigdís Hauksdóttir er stolt af sögu framsóknarflokksins.
Píratar - Eftir þessa könnun ákvað ég að fara á heimasíðu Pírata og kynna mér stefnumál þeirra. Ég leitaði uppi stefnumál t.d. ESB, Skuldamál heimilanna, atvinnumálin - en sorrý, fann ekkert nema eitthvað rugl um Portúgalska leið í dópmálum! Hvað er þetta lið eiginlega að reykja ? Hvernig getur flokkur sem tekur ekki afstöðu í einu einasta máli sem skiptir einhverju, verið með nærri 8% fylgi? Jú, allavega hafa hasshausarnir eitthvað til að kjósa núna. Engin afstaða, engin ábyrgð, bara svífa um á skræpóttu skýi og láta sig dreyma...
Sjálfstæðisflokkurinn - Í Evrópu eru hægri öfgaflokkar yfirleitt með þetta 10-15% fylgi. Það er akkúrat þarna lengst til hægri sem sjallar eru að staðsetja sig núna eftir landsfundinn fræga þar sem náhirðin tók völdin. Afleiðingin er ca 20% fylgi og mega þeir eiginlega nokkuð vel við una miðað við systurflokka þeirra í Evrópu. Eiginlega ekkert sem kemur á óvart. Ég reyndar spái því að í vikunni verði algjör örvænting í flokknum, hann sparki Bjarna Ben og frekjudósin sem setti Orkuveituna á hausinn taki við , en það mun engu breyta. Persónulega finnst mér Bjarni ekki sá versti sem hefur leitt þennan flokk, ekki sá skásti heldur en Hanna Birna er bara á góðri Íslensku bitch og mun ekki færa flokknum eitt einasta atkvæði.
Samfylkingin - Það þarf meiri kraft í framboðið og formanninn. Þessi stjórn tók við brunarústum eftir 18 ára efnahagslega kjarnorkuárás framsóknar og sjalla á þjóðina. Margt hefur verið mjög vel gert, að það hafi tekist að halda atvinnuleysi undir 10% síðustu 4 árin er ekkert minna en kraftaverk. Það er eins og stór hluti þjóðarinnar skilji ekki og viti ekki hvað gerðist hér haustið 2008. Hér varð algjört hrun, samskonar atburðir og við höfum svo séð á Grikklandi og á Spáni þar sem atvinnuleysi er langt yfir 20% og virkileg fátækt meðal þjóðanna. Þetta hefðu að öllum líkindum orðið hlutskipti okkar ef aðrir flokkar hefðu verið hér við völd síðustu 4 ár. Samfylkingin þarf að koma þessu að í kosningabaráttunni, nýkjörinn formaður er að valda vonbrigðum, það vantar allt power í hann. Einnig þarf samfylkingin að koma því að, að aðeins einn alvöruflokkur vill klára ESB viðræðurnar. Meira en helmingur þjóðarinnar vill klára þessar viðræður og það er ekki mikið val um flokka fyrir þetta fólk. Samfylkingin, Björt framtíð og hugsanlega Lýðræðisvaktin.
VG- Alvarleg mistök að skipta um formann. Katrín er ágætur liðsmaður en hún er enginn leiðtogi, so sorrý. Sundurlyndið og klofningurinn á síðasta kjörtímabili er miklu afdrifaríkari heldur en óvinsælar ákvarðanir í ríkisstjórn. Flokkurinn margklofnaði og flokksbrotin eru komin út og suður í allar áttir. Held að VG rétt slefi í einhver 6-8% og þurfi næsta kjörtímabil til að ná áttum aftur.
Björt framtíð- Skil ekki þetta framboð. Það hefur sömu stefnu og samfylkingin í öllum málum. Þetta átti að verða eitthvað endurtekið Besta Flokks ævintýri en bara gekk ekki upp. Gummi Steingríms er enginn Jón Gnarr. BF mun komast inn með 7-8% en ekki meira, óánægjufylgi úr samfylkingunni.
Lýðræðisvaktin - Því meira sem ég heyri í Þorvaldi Gylfasyni því meira álit hef ég á honum. Hann hefur mjög yfirgripsmikla þekkingu á efnahagsmálum, er heiðarlegur, gáfaður og kraftmikill. Eiginlega er hann yfirburðarmaður í þessari kosningabaráttu og hann er líka með gott fólk með sér. Hef trú á að þeir fari inn með 6-8%, jafnvel meira ef þeir fá meðbyr á síðustu metrunum sem margt bendir til.
Önnur framboð- ekkert af þeim er trúverðugt. Hægri grænir drulluð langt uppá bak þegar í ljós kom að formaðurinn greiðir ekki skatta hér , er með lögheimili í hálfgerðu skattaskjóli og er svo illa siðblindur að honum finnst það bara allt í lagi! - Hið sjálfhverfa framboð Sturlu Jónssonar sem að sjálfsögðu heitir í hausinn á egóistanum er mest pirrandi framboðið að þessu sinni. Frekjuköst formannsins, öskur og gól í framboðsþáttum benda til þess að hann hafi farið frekar illa andlega útúr hruninu og þurfi á hjálp að halda. Vonandi fær hann hana. Önnur framboð eru nú varla þess virði að eyða mörgum orðum á nema ef vera skyldi Alþýðufylkingin, það hefur vantað svona hreinan Leníniskan flokk í flóruna lengi þó ekki væri nema til að heiðra minningu kommúnismans!
Næsta ríkisstjórn? Ef þetta verða niðurstöður kosninganna þá liggur fyrir að tveggja flokka stjórn verður ekki mynduð nema stjórn framsóknar og sjalla. Það hefur reyndar legið lengi fyrir enda mælast þessir flokkar saman með 50-60% fylgi í öllum könnunum. Spurningin er aðeins um hlutfallið á milli þeirra og ljóst að Sigmundur Davíð verður forsætisráðherra í þessari stjórn. Sú stjórn neyðist til að standa við loforðin um lækkun skulda og það verður eins og að pissa í alla skó heimilisins, í staðinn verður skorið enn meira niður á öllum sviðum og skuldir þjóðarbúsins aukast með tilheyrandi vaxtakostnaði sem setur þrýsting á gengið til lækkunar. Lífskjör versna mikið og verðbólgan étur upp skuldaleiðréttinguna á innan við ári. En þetta vill fólk og þá verður svo að vera. Kæru Íslendingar, verði ykkur að góðu!
Framsókn með 30,2% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þetta er algjörlega með ólíkindum. Íslenska þjóðin sem ég satt að segja hélt að væri vel menntuð, víðsýn og að mestu leiti sæmilega skynsöm virðist hreinlega ekki muna fyrir horn, hvað þá meira. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei verið neitt annað en þröngur sérhagsmunaflokkur, jafnvel gjörspilltur sem slíkur. Úr rústum SÍS risu menn eins og Ólafur Ólafsson, Finnur Ingólfsson að ógleymdum Halldóri Ásgrímssyni. Tveir hinir fyrrnefndu eru ekkert annað en hreinræktaðir glæpamenn á spena framsóknarflokksins. Halldór hannaði hið illræmda kvótakerfi og er sjálfur orðinn milljarðamæringur á kerfinu sem hann hannaði og hentaði fjölskyldu hans svo vel. Ef eitthvað er jákvætt við nýjustu kannanir þá er það, að sjálfstæðisflokkurinn er kominn niður í fylgi sem hægri öfgaflokkar í Evrópu hafa getað verið nokkuð sáttir við. Það er óeðlilegt að svona flokkar séu að fá meira en 20% fylgi. 18% er því jafnvel í efri mörkunum og sjallar eiga bara að vera sáttir með það.
Sigmundur Davíð hefur aldrei þurft að bera ábyrgð á einu eða neinu. Hann hefur ekki setið í ríkisstjórn. Hann hefur komist upp með dæmalaust bull og lýðskrum frá því hann var kjörinn á þing. Icesave- Sigmundur vildi skella strax í lás. Hvað hefði það þýtt? jú við hefðum aldrei fengið bráðnauðsynleg lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum til að koma okkur á lappir aftur. Hvernig ætlaði Sigmundur að redda því ? Jú hann fór til Noregs og lét einhvern áhrifalausan vitleysing þar ljúga að sé að Norðmenn ætluðu að lána Íslendingum 2000 milljarða! Auðvitað var þetta bull eins og flest annað sem frá þessum manni kemur.
Þá er það kosningaloforðalisti framsóknar. Hann er náttúrulega með hreinum ólíkindum. Það á að gefa heimilum landsins 270 milljarða en framsókn getur ekki útskýrt hvaðan þessir peningar eiga að koma. Þeir rugla eitthvað um vogunarsjóði, þ.e. eigendur bankanna. Í fyrsta lagi væri um kolólöglegt eignauppnám að ræða sem mundi koma okkur á status Norður Kóreu hvað traust í viðskiptum varðar. Í öðru lagi, ef það nást peningar útúr þessum eigendum bankanna þá fara þeir alltaf sjálfkrafa í að vinna á snjóhengjunni svokölluðu, það hlýtur að vera algjört forgangsverk því verði það ekki gert þá blasir við annað og miklu alvarlegra hrun.
En hverjir eru það sem láta plata sig og ætla að kjósa lygara og lýðskrumara til valda ? Kannanir benda til þess að þetta sé að mestu leiti ómenntað fólk á landsbyggðinni. Vá, surprise, NOT! Fólk með eitthvað á milli eyrnanna og fólk sem getur lagt saman 2+2 án þess að nota reiknivél lætur einfaldlega ekki plata sig svona. Það er hreinlega spurning hvort ekki þurfi að hugsa kosningalöggjöfina uppá nýtt svo auðtrúa og einfaldar sálir leiði þjóðina ekki til glötunar.
Framsókn fengi 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2013 | 08:56
Helvítis óheppni...
Ekkert vesen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.4.2013 | 12:21
Bændur með hreðjatak á Íslenskum heimilum
Það er búið að stofna flokk heimilanna. Stofnandinn er bóndi. Ætli honum detti til hugar að afnema innflutningshöft á landbúnaðarvörum ? Það efast ég um. Staðreyndin er sú að flestir sérhagsmunaaðilar ásamt stærstu stjórnmálaflokkum landsins, einkum Framsóknar- og sjálfstæðisflokki ljá ekki máls á þessu máli sem gæti þó fært heimilum landsins gífurlegar kjarabætur. Einfaldlega að gefa innflutning á landbúnaðarvörum frjálsan.
Hvað er að óttast ? Hver eru rökin fyrir því að gera það ekki ? Jú gjarnan heyrist að við verðum að eiga aðgang að matvælum í landinu á neyðartímum, t.d. ef það brýst út stríð eða plága einhversstaðar úti í þessum vonda heimi. Auðvitað er þetta total bullshit. Landbúnaðurinn mundi ekki hverfa. Hann mundi einfaldlega laga sig að aðstæðum. Nú þegar er t.d. flutt talsvert út af lambakjöti og ef við gengjum í ESB mundi sá útflutningur vafalítið aukast mikið.
Hin rökin sem gjarnan heyrast eru sjúkdómavarnir. Annað bullshit. Það er enginn sá sjúkdómur í gangi í Evrópu sem gæti ógnað Íslenskum landbúnaði og þar að auki erum við að tala um að flytja inn kjöt til manneldis, ekki dýrafóður - já talandi um dýrafóður, stór hluti þess er nefnilega fluttur inn!
Þá eru það kjúklinga og svínakjötsframleiðendur. Eins og Andrés benti réttilega á er nánast ekkert Íslenskt við þennan iðnað, iðnað já því þetta á lítið sem ekkert skylt við landbúnað. Framleiðendur nýta sér hinsvegar einokunaraðstæður sem Íslenskur landbúnaður býr við til að þrífast í skjóli einokunarinnar og okra á neytendum. Starfsfólkið er að mestu erlent, hvernig má það vera á tímum atvinnuleysis ? Geta þessir okrarar ekki einu sinni drattast til að borga samkeppnishæf laun sem duga til að fá Íslendinga til starfa ?
Enginn stjórnmálaflokkur hefur tekið upp þetta mál fyrir kosninga nema ef vera skildi Samfylkingin og Björt framtíð sem vilja ganga í ESB. Innganga í ESB væri nefnilega mikill happafengur fyrir Íslensk heimili, töluvert meiri happafengur en snemmbúnir jólapakkar framsóknar sem ætla að láta þjóðina pissa í skóinn sinn.
Segir Aðalstein misskilja orð sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.3.2013 | 14:49
Vigdís er Alþingi og allri þjóðinni til skammar
Vigdís Hauksdóttir sú sama og vill setja ökklabönd á hælisleitendur vill ekki að Ísland taki þátt í að aðstoða fátækustu ríki veraldar af því að við höfum ekki efni á því. Þetta er sorgleg afstaða, niðurlægjandi fyrir þingmanninn, Alþingi, framsóknarflokkinn og þjóðina. Þessi kona kann ekki að skammast sín, hún kann jafnvel ekki einföldustu mannasiði eins og eilíf öskur og frammíköll hennar á Alþingi bera vitni um. Vigdís Hauksdóttir hefur klárlega aldrei heimsótt 3ja heims land.
Ég veit ekki til þess að nokkur Íslendingur hafi dáið úr hungri síðustu 100 árin að minnsta kosti. Hér eru flatskjáir, DVD tæki og allskyns lúxusvarningur og tæki á yfir 90% heimila. Langflestar fjölskyldur eiga bíla og flestar reyndar fleiri en einn. Að halda því fram að þessi þjóð sé svo fátæk að hún geti ekki séð af smáaurum til okkar minnstu og þjáðustu systkyna er mannvonska, heimska og ber vott um illt innræti.
Vigdís Hauksdóttir er oddviti Framsóknarflokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Hún er ráðherraefni flokksins. Það útaf fyrir sig er grafalvarlegt mál og hafi einhverntímann verið ástæða til að biðja Guð að blessa Ísland þá er það nú þegar stefnir í að flokkur með svona manneskju í forsystusveitinni vinni stórsigur í næstu Alþingiskosningum.
Deildu um afstöðu Vigdísar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.3.2013 | 12:17
Kínadekur forsetans getur orðið afdrifaríkt og stórhættulegt
Forseti Íslands hefur ítrekað rakkað niður, skammað, svívirt og niðurlægt vinaþjóðir okkar í Evrópu þar sem allar helstu lýðræðisþjóðir heims er að finna. Hvergi eru mannréttindi ofar á blaði en í Evrópu en forsetinn lætur sem hann sjái það ekki. Hann hefur tekið upp á sína arma og kynnt sem hina nýju "vini" okkar Íslendinga þjóðir eins og Kína sem fótum troða mannréttindi, halda Tíbet í gíslingu og notfæra sér bágt efnahagsástand og fátækt þjóða í 3ja heiminum. Kínastjórn hikar ekki við að myrða eigin þegna ef ráðamenn telja völdum sínum ógnað. Þetta gerist ekki í Evrópu.
Hér er um stórhættulegan leik að ræða. Kína er ekki bara eitthvað ríki í fjarlægri heimsálfu. Kína hugsar ekki einn leik eða einn dag fram í tímann. Ef menn halda það að ásælni Nubo í einhverja túndru hér uppi á öræfum sé sérviska eins manns þá eru menn ansi bláeygðir. Í Tælandi þurfti að setja sérstök lög um eignarétt útlendinga á Tælensku landi því annars hefður Kínverjar keypt upp landið. En Ólafur hefur engan áhuga á að kynna sér reynslu annarra af Kínverjum. Hann veit ekki að á Filippseyjum eru Kínverjar beinlínis hataðir vegna þess að þangað hafa streymt ríkir Kínverjar sem koma mjög illa fram við heimamenn. Ég hef reyndar séð þetta með eigin augum en ég efast um að Ólafur hafi nokkurntímann komið til Filippseyja, þegar hann fer til Asíu þá fer hann til Kína að sleikja afturendann á morðhundum sem ráða þar.
Ólafur sendi forseta Kína heillaóskir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2013 | 12:22
Gott skref - flugvöllinn úr miðborginni takk
Flugvöllurinn tekur alltof mikið pláss á stóru svæði nærri miðborginni. Flugvellir eiga ekki að vera nærri miðborginni þó ekki væri nema af öryggisástæðum. Þar fyrir utan er nóg pláss fyrir innanlandsflugvöll á Hólmsheiði sem er í ásættanlegri fjarlægð frá borginni.
Höfuðborgarsvæðið er orðið alltof dreift og nauðsynlegt að þétta byggðina miðsvæðis í stað þess að byggja sífellt ný hverfi. Allt væl landsbyggðarfólks í þessu sambandi er hjákátlegt, þetta er borgin okkar og við sem búum hér ákveðum að sjálfsögðu sjálf hvort við höfum flugvöll í miðborginni eða ekki. Það væri ekkert stórmál að hafa rútu og leigubílaþjónustu frá nýjum flugvelli á Hólmsheiði, það er allavega hægt í Leifsstöð.
Kallaði eftir afskiptum Ögmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)