Færsluflokkur: Bloggar
14.3.2013 | 22:20
Mbl.is að dreifa tengli á klám vísvitandi...
Hvaða klám skoða Íslendingar mest? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.3.2013 | 13:49
Hvaða væl er þetta ? Þetta vildu austfirðingar!
Vatnasvæðið verulega laskað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.3.2013 | 14:00
Svona var nú ástandið eftir 18 ára valdatíð sjálfstæðisflokksins
Áttu hvorki fyrir lyfjum né launum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2013 | 16:06
Það þýðir ekkert að hafa svona fyrirtæki á landsbyggðinni
Flest fyrirtæki úti á landi eru byggð upp með fé skattborgara í gegnum byggðastofnun. Eftirlit með þeim er yfirleitt heima í héraði og er þar af leiðandi ekkert eða sáralítið og horft framhjá því þegar eitthvað er að, enda eftirlitsaðilar yfirleitt alltaf vel kunnugir fyrirtækjaeigendunum. Þetta sást ágætlega í vetur þegar upp komu málin með kúa(skíts)búunum. Ætli það sé tilviljun að þau voru á Vesturlandi ?
Helvítis dónaskapur í þessu SAS liði (sérfræðingar að sunnan) að tékka á því hvað er í kjötlokunum! Það má Magnús eiga að hann veit að besta leiðin til að sleppa við að setja hrossakjöt í bökurnar er auðvitað að sleppa alveg kjötinu.
Ég bara skil þetta ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.2.2013 | 23:45
Jólagjafastúss framsóknar svínvirkar...
Þjóðin hefur verið að skrifa óskalista vegna óvarlegra loforða lýðskrumara í hópi pólitíkusa. Efst á óskalistanum er afnám verðtryggingar og þar á eftir eru skuldaafskriftir. Framsóknarflokkurinn hefur brugðið sér í gervi jólasveinsins og er búinn að pakka gjöfum sínum snyrtilega inn og tilla á bossann á Sigmundi Davíð og hann veit að þjóðin getur ekki beðið eftir að opna pakkann.
Eina vandamálið er að pakkinn kostar...og hann kostar mikið. Menn hafa reiknað út að pakkinn kostar lágmark á 3ja hundrað milljarða en Simmi segir að það sé bara seinni tíma vandamál. Íbúðalánasjóður er á hausnum en samt ætlar framsókn með skuldaniðurfellingu að taka á annað hundrað milljarða af eignasafni sjóðsins. Heldur virkilega einhver að þessir peningar verði sóttir eitthvað annað en í vasa skattborgara ?
Nú, bæði sjallar og framsókn hafa komist að því að útlendingar eru vondir kapítalistar og Íslendingar eru góðir kapítalistar. Þess vegna er í lagi að ræna eignasafni svokallaðra vogunarsjóða af því að útlendingar eiga þá. Þá kemur næsta spurning: Halda þessir menn að það verði auðvelt að fá erlent fjármagn í fjárfestingar á Íslandi í framtíðinni þegar það spyrst út að peningum þeirra er stolið af því þeir eru útlendingar ?
Því hefur verið spáð að hrun no 2 sé í aðsigi og því miður sýnist mér það enda ljóst að næsta ríkisstjórn verður skipuð framsóknar og sjálfstæðisflokki. Íslenska þjóðin er nefnilega haldin mjög alvarlegu syndromi, að muna ekki lengur en 4 ár aftur í tímann!
Framsókn bætir enn við sig fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2013 | 14:19
Manneskja sem var ekki í framboði fékk fimmtung atkvæða!!
Vandræðalegum uppákomum á landsfundi "djöfuls snillinganna" ætlar ekki að linna. Við höfum séð skemmtilegar myndir af "Bófabandinu" dúétt þeirra Árna Johnsen og Bjarna Ben. Þá er ályktun um hin kristnu gildi með því spaugulegra sem frá sjöllum hefur komið enda fara þeir ekki beinlínis eftir þeim sjálfir, allavega þyrfti einhver að benda þeim á boðorðið "Þú skalt ekki stela".
Þá er það sjálf leiðtogakosningin- Bjarni var nánast einn í framboði , með eitt grínframboð gegn sér sem skoraði ekki hátt.
Mogginn sneiðir enn og aftur framhjá aðalatriði fréttarinnar, ekki í fyrsta sinn þessa dagana. Hér var sko ekki um Rússneska kosningu að ræða, nei Hanna Birna sem var ekki einu sinni í framboði fékk tæp 19% atkvæða! Þetta er algjörlega með ólíkindum og mig rekur ekki í minni til þess að neitt þessu líkt hafi gerst áður hjá Íslenskum stjórnmálaflokki. Niðurlæging Bjarna er orðin algjör og með hann sem fomann flokksins fer sjálfstæðisflokkurinn helsærður inn í kosningar. Ég græt það reyndar ekki!
Bjarni endurkjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2013 | 22:59
Hin Íslenska teboðshreyfing
Kristin gildi ráði við lagasetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.2.2013 kl. 06:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2013 | 14:26
Stóra fréttin í þessu er ekki í fyrirsögninni!
58,6% treysta Ólafi Ragnari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.2.2013 | 13:46
Stjórnarandstaðan gerir stórt og ljótt stykki í brækurnar
Þór Saari vill ólmur henda stjórnarskránni. Það vilja reyndar margir og er ekkert að því. Framsjallar vilja að vísu halda í hana til að tryggja áfram sérhagsmunagæslu sína í verki.
En aumingja Þór gat ekki einu sinni flutt tillögu sem stóðst stjórnarskrána! Það bendir til þess að hann annaðhvort hefur ekki lesið núgildandi stjórnarskrá eða hreinlega skilur hana ekki. Hvort sem er, þá er það hjákátlegt og vandræðalegt fyrir þingmanninn. Þór er að detta útaf þingi og sést vonandi aldrei aftur þar og því er ekki skrítið að hann sé að reyna að gera sig stóran nú á hans síðustu starfsdögum í þinginu.
En viðbrögð framsjalla , vafningsins og kögunarsonar eru enn furðulegri. Alþjóð veit að þeir vilja ekki nýja stjórnarskrá. Samt ætluðu þeir að styðja vantrauststillögu sem var lögð fram þar sem flytjandi var ekki ánægður með að lítið gerðist í stjórnarskrármálinu! Þetta sýnir auðvitað hverslags tækifærissinnar og lýðskrumarar eiga hér í hlut. Guð blessi Ísland þegar þessir jólasveinar taka við landsstjórninni.
Þór dregur tillögu sína til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2013 | 16:15
Bangkok já takk!
Líst vel á þetta.
Ameríkumarkaður er nú sennilega mettaður og hörð samkeppni inná hann en það eru mörg tækifæri á Asíumarkaði. Ég veit að það fara þúsundir Íslendinga til Tælands árlega og mundu fagna því að fá flug á þokkalegu verði með ekki meira en einni millilendingu. Landið er líka algjör paradís frá A-Ö, ódýrt að vera þar og hefur uppá nákvæmlega allt að bjóða sem fólk sækist eftir á ferðalögum. Frábærar strendur, heillandi menningu, ótrúlega náttúrufegurð, iðandi stórborgir og ævintýralega markaði. Fyrir verslunarfíkla eru mollin og markaðarnir í Bangkok himnaríki.
Ódýrasti kosturinn er yfirleitt til London og þaðan með Arabísku flugfélugunum með millilendingu í miðausturlöndum og kostar þessi pakki yfirleitt um 160 þús. lágmark roundtrip. SAS hefur flogið beint til Bkk frá Köben en það er að jafnaði mun dýrara og þá er Norwegian Air að hefja bein flug frá Osló á mjög hagstæðu verði en virðast bara fljúga hálft árið. Þarna eru eflastu tækifæri fyrir Wow air. Ekki spurning um að miklu fleiri Íslendingar mundu heimsækja Asíu ef samgöngur þangað yrðu auðveldari og ódýrari ef það er mögulegt.
WOW skoðar Asíu- og Ameríkuflug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)