Færsluflokkur: Bloggar

Hvað um að flytja bara uppá land?

Þetta eilífa væl Eyjamanna um samgöngur er að verða frekar pirrandi.  Hvað er eiginlega ekki búið að gera fyrir þetta lið ?  Það hefur þessa fínu ferju en af því að fundargestir hefðu ekki mætt fyrr en kl. 3 í dag þá gekk það ekki.  Vilja Eyjamenn kannski að ríkisstjórnin breyti veðrinu svo það sé alltaf hægt að fljúga til Eyja ?   Nú var eitt einhverju fáránlegum upphæðum í Sandeyjahöfn til að þóknast Eyjamönnum og allir vita nú hverslags klúður og fjáraustur það var.

Eyjamenn, það er búið að moka fáránlegum upphæðum í þessi samgöngumál ykkar- ef þetta er svona ómögulegt, komið ykkur þá bara uppá land.   Svo gætið þið kannski talað við LÍÚ frúna í Eyjum sem splæsti 4 milljörðum í að halda skeinipappírnum í Hádegismóum gangandi.  Hún á kannski eitthvað aflögu upp í enn eina ferjuna eða enn eina höfnina, nú eða göng. 


mbl.is Ófært á fund um samgöngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðskrumið nær nýjum hæðum

Það er hreinlega sorglegt að fólk falli fyrir þessu lýðskrumi framsóknarflokksins.  Flokkurinn eignar sér"sigurinn" í Icesave málinu en ef fólk mundi nú hafa greind og þroska til að kíkja aðeins undir yfirborðið í því máli þá er það ekki alveg klippt og skorið.    Framsókn vildi ekki á neinu stigi málsins semja.  Það lá ljóst fyrir árið 2009 að ef ekki yrði reynt að ná sáttum þá hefði okkur ekki borist nein aðstoð erlendis frá nema frá Færeyingum og Pólverjum.  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti það sem skilyrði að Ísland mundi reyna að semja um þetta mál.  Án aðkomu AGS hefði hér allt farið til andskotans og er þá vægt til orða tekið enda ekki til gjaldeyrir i landinu á þeim tíma til að kaupa brýnustu nauðsynjar.  En fólk skilur þetta ekki því miður.  Gleymum heldur ekki norsku 2000 milljörðunum sem framsókn ætlaði að redda í gegnum einhvern Norskan Ástþór en reyndist auðvitað dæmigert framsóknarbull og ekki stafur fyrir þessu.

Svo hefur framsókn barist fyrir 20% niðurfellingu skulda heimila og fyrirtækja.  Þetta er náttúrulega glórulaust bull.  Í fyrsta lagi gengur þetta ekki upp því lánadrottnar láta ekkert taka af sér fjármagn þegjandi og hljóðalaust.  Íbúðalánasjóður færi þráðbeint á hausinn við þessa aðgerð.  Þar að auki færi stórfé í að borga niður skuldir fólks, t.d. stóreignafólks því það skuldar jú oft mest, sem hefur ekkert við niðurfellingu að gera og á miklu meiri eignir en skuldir.  Þetta er svo glórulaust rugl að það er með ólíkindum að fólk falli fyrir þessu.   Það má réttilega gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki tekið þetta mál nógu föstum tökum en hinu má heldur ekki gleyma sem þegar hefur verið gert t.d.  110% leiðin og stórhækkun vaxtabóta en þarna er því fólki komið til hjálpar sem þarf á því að halda en ekki stóreignafólki eins og Kögunarsonurinn vill!

Því miður virðist lýðskrumið ætla að duga til að fjölga þingmönnum lýðskrumaraflokksins töluvert og næsta ríkisstjórn liggur nokkuð ljós fyrir, hana munu leiða tveir pabbastrákar fæddir með gullskóflur í rassgatinu og hafa aldrei þurft að dýfa hendi í kalt vatn.  Annar hefur að auki sýnt að hann hefur ekkert vit á fyrirtækjarekstri og sett þau nokkur á hausinn.  Halda Íslendingar virkilega að þessir menn séu að fara að koma Íslandi á betri stað?


mbl.is Verðtrygging neytendalána afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

og eru þetta léleg laun ?

Nei þau eru það nefnilega ekki!  Það er mjög mikið af fólki sem nær ekki þessum launum í heildarlaun, hvað þá fyrir dagvinnuna eingöngu.  Vaktaálag gerir það svo að verkum að meðalheildarlaun hjúkrunarfræðinga eru vel yfir hálf milljón á mánuði!

Ég vil bara segja við hjúkkurnar, í guðanna bænum hlífið okkur við þessu væli og skammist ykkar!  Þið eruð farnar að haga ykkur alveg eins og flugumferðarstjórarnir, sívælandi útaf lélegum launum sem eru svo eftir allt saman langt frá því að vera léleg miðað við flestar aðrar starfsstéttir í þjóðfélaginu.


mbl.is Almennir hjúkrunarfræðingar með 354 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta lið að tapa sér ?

Hjúkrunarfræðingar eru ekki nein láglaunastétt.  Nú þegar er búið að bjóða þeim 30 þúsund króna hækkun á mánaðarlaun auk 90.000 króna eingreiðlsu sé þessi frétt rétt.   Þeir hafa hinsvegar í krafti mikilvægrar og fjölmennrar stéttar komist upp með að væla út samúð og mála sig sem ægileg fórnarlömb.  Ekki er verra að hér er um að ræða kvennastétt en þar með margfaldast samúðin.  Ef flugumferðarstjórar væru allir konur þá væri hálf þjóðin í sjokki yfir lágum launum þeirra.
mbl.is Mikill hiti í hjúkrunarfræðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trassaskapur eða sparnaður olli slysi

Ég var á ferðinni í nótt.  Gríðarleg hálka var á höfuðborgarsvæðinu og var Kringlumýrarbraut og Hafnarfjarðarvegur þannig að aðstæður voru stórhættulegar tímunum saman og mikil umferð eins og þarna er alltaf.  það var spurning um hvenær, ekki hvort þarna yrði stórslys.  Það varð því miður milli 4 og 5 en þá höfðu aðstæður vverið svona i amk. 2 tíma á þessum vegaspotta.  Það eina sem hefði þurft var að saltbíll hefði rennt þarna í gegn.   Hann kom ekki og því varð slysið.  

Það hefur endalaust verið tuðað í borgarbúum að vera ekki á nagladekkjum.  Eins og þjónustan hefur verið á nóttunni síðastliðna vetur dettur mér sem atvinnubílstjóra ekki annað í hug en að vera á nagladekkjum.  Ég verð að viðurkenna að ég varð reiður þegar ég kom að þessu slysi í nótt vitandi það að mjög lúmsk og illa sjáanleg ísing hafði verið á þessum kafla í amk. 2 tíma án þess að einn andskotan saltbíll hafi rúllað þarna í gegn.  En þetta er ekki nýtt í vetur eða síðustu árin, þessi þjónusta eða réttara sagt skortur á þjónustu er farin að valda hér alvarlegum slysum.  Er það sparnaður?


mbl.is Hringdi 200 sinnum í 112
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú nær Samfylkingin vopnum sínum aftur

Nú hefur Samfylkingin endurnýjað forystusveit sína og niðurstaðan að mínu mati sú besta mögulega í stöðunni.  Árni Páll og Katrín eru bæði hörkudugleg, eldklár og heiðarlegir stjórnmálamenn.  Sumir óttast einhverja meinta hægrisveiflu hjá SF,, ég held að þeir einu sem þurfi að óttast slíkt séu sjálfstæðismenn.  Samfylkingin var að mínu mati of langt til vinstri og of femínísk undir stjórn Jóhönnu, áhersla á atvinnumálin of lítil.  Jóhanna hefur þó unnið gríðarlega mikið og vanþakklátt starf síðastliðin 4 ár við að rífa landið upp eftir hreina efnahagsárás sjálfstæðisflokksins á þjóðina og hún getur að mínu mati verið stolt af flestum verkum sínum.
mbl.is Katrín varaformaður Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja- ætlar þjóðin að gera þennan glæpamann að næsta forsætisráðherra ?

Því miður benda skoðanakannanir til þess og það sem meira er, honum til halds og trausts verður Sigmundur 2000 milljarðar (Norskir)   Þessir drengir sem eru fæddir með gullskóflur á kafi í rassgatinu geta ekki einu sinni rekið einokunarfyrirtækis skammlaust en halda að þeir geti stórnað landinu.  Verði þjóðinni að góðu ef hún kýs yfir sig þessa strumpa.
mbl.is 4,3 milljarða gjaldþrot BNT
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er eiginlega að þessari þjóð?

Hvernig dettur 41% þjóðarinnar að kjósa flokk á þing sem samanstendur af glæpahyski, þjófum, styrkþegum, kúlulánaþegum og skattsvikurum?

Er 41% þjóðarinnar tilbúin til þess að hætta á annað frjálshyggjuhrun?  Vill þetta fólk selja Landsvirkjun, lækka skatta á auðkýfinga, skera enn meira niður í heilbrigðiskerfinu, afnema veiðileyfagjaldið og  festa kvótaránskerfið í sessi  ?

Það var alltaf viðbúið að tveggja stafa IQ fólkið með minni á við húsflugu mundi kjósa glæpaflokkinn en common, 41% þjóðarinnar!  Hvað er eiginlega að ?

Ríkisstjórnin hefur gert margt rétt, sumt rangt en heilt yfir staðið sig feiknarvel miðað við aðstæður.  Er fólk búið að gleyma því að hún tók við völdum eftir efnahagslega kjarnorkuárás Sjálfstæðisflokksins á landið sem stóð í 18 ár ? 

Heldur fólk virkilega að Sjálfstæðisflokkurinn sé að fara að gera eitthvað í skuldamálum heimilanna?  Ef svo er þá hefur sjálfstæðisflokkurinn skipt algjörlega um stefnu því hann hefur hingað til verið hallur undir fjármagnseigendur en ekki venjulegt fólk!

Verði þetta niðurstaðan í næstu kosningum þá hlýtur þetta að vera heimskasta þjóð í heimi og heimskar þjóðir fá venjulega það sem þær eiga skilið, fátækt og örbyrgð.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur - Björt framtíð í þriðja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður að tryggja elítunni auðlyndina

Eðlilega eru sjallar farnir að ókyrrast enda hefur ríkisstjórnin talað um að væntanlegar olíuauðlyndir verði sameign þjóðarinnar.  það gengur auðvitað ekki.  Líú sjallarnir eiga sjávarútveginn og þannig skal þetta að sjálfsögðu vera með olíuna.  Það er algjört virðingarleysi við sjálfstæðisflokkinn að svo mikið sem nefna olíúsjóð í eigu þjóðarinnar, sjálfstæðisflokkurinn á sko betra skilið


mbl.is Vilja fund um Drekasvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Funda í vinnutíma 3 morgna í viku ?

Er ekki meira að gera hjá þessum lífeindafræðingum en það að þeir geti tekið 3 morgna í viku í einhverja kjarafundi?  Sé ekki betur en að framkvæmdastjóri sviðsins hafi verið of þolinmóður ef eitthvað er.  Starfsfólk spítalans er sívælandi undan vinnuálagi en kannski er þetta meinta vinnuálag eitthvað orðum aukið.
mbl.is Fundir skráðir sem fjarvist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband