Færsluflokkur: Bloggar
5.1.2013 | 16:45
Þingmaður sem þorir að segja það sem flestir hugsa
Kallar forsetann bjána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Umræðunni um ESB aðild Íslands hér á landi hefur verið stjórnað af háværum hagsmuna- og öfgaöflum til hægri og vinstri. Mögulegir gallar við aðild eru settir fram í formi upphrópana og hræðsluáróðurs sem ekki nokkur innistæða er fyrir og því miður virðist fólk kaupa þetta. Fólk kaupir lygarnar frá LÍÚ og Heims(k)sýn vegna þess að staðreyndirnar komast hreinlega ekki að í umræðunni.
Hversu oft hefur maður ekki heyrt kjaftæði eins og að hér fyllist öll mið af spænskum verksmiðjutogurum eða að við missum sjálfstæði okkar ? Þessir aðilar sem halda þessu fram geta þó ekki bent á eina einustu aðildarþjóð ESB sem ekki er sjálfstætt ríki sem ræður sínum málum að langmestu leiti. Eða eru Danmörk, Holland, Þýskaland, Frakkland, Svíþjóð, Finnland og Belgía ekki sjálfstæði ríki ?
Bara sá ávinningur að aðild sem felst í því að losna við krónuna er þess virði. Krónan kostar Íslensk heimili ótrúlegar upphæðir á ári í formi verðtryggingar, hárra vaxta og verðbólgu. Hverjir vilja halda í krónuna ? Jú sérhagsmunaaðilar og þjóðníðingar eins og LíÚ.
Vill fólk lægra vöruverð, lægri verðbólgu, lægri vexti ? Ef svarið er nei þá viljum við ekki aðild, ef svarið er JÁ þá viljum við aðild eins og Eistar sem virðast hafa áttað sig í tíma sem betur fer fyrir þá.
Sáu kostina við aðildina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.12.2012 | 14:23
Hann hlýtur að ganga í Sjálfstæðisflokkinn
Gylfi segir sig úr Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2012 | 19:35
Nafn Vilhjálms Þ. hvergi að finna í þessari frétt Moggans!
Eins og fram hefur komið í öðrum fjölmiðlum vegna þessa máls þá var sjálfstæðismaðurinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Eirar á þeim tíma þegar allt virðist hafa farið á hliðina á þeim bænum. Hvað er þetta eiginlega með sjálfstæðisflokkinn og peningar sem aðrir eiga ????
mbl.is birtir um þetta æði langa frétt skrifaða af Guðrúnu Hálfdánardóttur fréttastjóra Morgunblaðsins, en hún gætir þess vel og vandlega að nefna ekki framkvæmdastjórann á nafn enda tíðkast það ekki á þeim bænum að bendla sjálfstæðismenn um eitthvað misjafnt. Það gæti nefnilega fokið í Hádegismóra!
Íbúar upplýstir um erfiða stöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.11.2012 | 16:05
Sjómenn, endilega drífa sig aftur á Austurvöll og standa vörð fyrir LÍÚ
Segja kröfu LÍÚ koma úr hörðustu átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2012 | 06:22
Formaður sjálfstæðisflokksins niðurlægður
Bjarni Benediktsson fór mikinn fyrir þessar kosningar og hvatti fólk til að hafna tillögum stjórnlagaráðs. Hann kallaði þær fúsk. Nú hefur þjóðin valið fúsk fremur en sérhagsmunagæslupólitík sjálfstæðisflokksins. Flest bendir til þess að eign flokksmenn Bjarna hafi meiraðsegja margir hverjir valið fúskið fremur en ráðleggingar Bjarna. Tími Bjarna Ben og sérhagsmunaguttana er liðinn. Þjóðin vill þá ekki aftur, treystir þeim ekki og það er ástæða fyrir því.
67% sagt já á landsvísu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2012 | 01:16
Forsetinn heldur áfram að búa til vandræði
Huang hvattur áfram af forsetanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2012 | 12:25
Vinsamlegast skoðið líka metanið
Vissulega er bensínið dýrt en þar er þó allt uppi á borðum. Það sama verður ekki sagt um verð á metani sem nú er komið í 149 krónur rúmlítrinn. Hræódýrt segja sumir -En á metaninu eru engir skattar, engin vörugjöld, engin hækkun í hafi, engin gengisóvissa, aðeins púra álagning - og OKUR!
í mars 2011 kostaði þessi samir líter 114 krónur og hækkunin er því 31% á rúmu ári! - og ekki verður sagt að þjónustan hafi skánað í takt við hækkandi verð, þjónustan hjá N1 er í einu orði sagt hræðileg. Sorpa og N1 vísa svo hvor á annan þegar kvartað er, N1 segir að framleiðslan anni ekki eftirspurn, Sorpa segir að ekki hafi komið sá dagur að þeir hafi ekki getað skaffað nóg metan.
Því miður sæta þessi fyrirtæki lagi og notfæra sér að ríkið tekur ekki krónu af metanverði með því að keyra upp álagninguna og hirða sjálf það sem annars færi sennilega til ríkisins. - Skiptir engu fyrir metanbíleigandann, hann bara borgar og nú er svo komið að það borgar sig varla eða ekki nema fyrir atvinnubílstjóra sem keyra mikið að fara út í kostnaðarsamar breytingar á bílunum.
Bensín hækkað um 80% síðan 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.10.2012 | 11:34
ekki væla þeir yfir vaskinum
Hva, gleymdi ferðaþjónustan að láta Easy Jet vita af hækkun gistináttavasksins ? Eða ignoraði Easy jet þetta væl í ferðaþjónustunni ? Ég árétta enn og aftur að væl ferðaþjónustunnar er ákaflega ómerkilegt.
Þessi skattur var lækkaður tímabundið fyrir nokkrum árum til að gefa greininni nauðsynlegt púst. Það púst kom og reyndar gott betur en það því hrun krónunnar hjálpaði svo sannarlega til. - En hvað gerðist ? Lækkuðu hótelin og gistiheimilin prísana þegar vaskurinn lækkaði og krónan hrundi ? Ónei, það gerðu þeir nefnilega ekki heldur tóku allan skattafafsláttinn í vasann! Nú er komið að því að þessi grein stendur undir sér og miklu meira en það og það er helbert kjaftæði að gisting þurfi að hækka þó þessi skattur verði sambærilegur og annar atvinnurekstur þarf að borga.
Hótelherbergi í Reykjavík er á bilinu 20-30.000 nóttin svona almennt verð. Og skatturinn af þessu er heil 7% eða 1500-2000 krónur! Auðvitað sér hver heilvita maður hvurslags okurstarfsemi þetta er. Ég segi við hóteli og gistihúsaeigendur, sláiði bara aðeins afálagningunni og græðginni, þá verða allir í góðum málum, líka þið.
EasyJet veðjar á Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2012 | 16:27
Getur hætt með stolti
Jóhanna Sigurðardóttir getur hvatt svið Íslenskra stjórnmála með stolti. Hún var bókstaflega dregin til forystu í landsmálunum eftir að sjálfstæðisflokknum hafði tekist að slátra efnahag þjóðarinnar með "græða á daginn og grilla á kvöldin" hagfræðinni sem sótt var í smiðju Friedmans og Hólmsteins þó svo hann eins og aðrir sjallar vilji ekkert kannast við það enda sá flokkur ekki beinlínis þekktur fyrir að taka ábyrgð á gjörðum sínum.
Þessi ríkisstjórn tók við eftir efnahagslega kjarnorkuárás sjálfstæðisflokksins og ég held að ekki nokkur maður hafi búist við því að það tækist á einu kjörtímabili að rétta landið við enda hefur það ekki tekist nema að hluta. Við sitjum enn uppi með handónýtan gjaldmiðil, umtalsvert atvinnuleysi og ekki hefur gengið nógu vel að koma lánamálum heimillanna í réttan farveg. Ekki dettur mér þó til hugar að halda að öðruvísi samsettri ríkisstjórn hefði gengið betur og í raun hefur margt áunnist hér frá hruni, hlutirnir eru á réttri leið eins og hagtölur sýna. Stjórnarandstaðan hefur svo sannarlega ekki verið að hjálpa til heldur gert allt til að þvælast fyrir björgunarstarfinu, sérstaklega hrun og glæpaflokkarnir tveir, framsóknar og sjálfstæðisflokkurinn.
Nú er stóra spurningin hver á að leiða Samfylkinguna til næstu kosninga ? Ég tel aðeins tvö leiðtogaefni þar hæf til að fást við það, Össur Skarphéðinsson eða Ólína Þorvarðardóttir. Það er kona með bein í nefinu, skarpgreind og með leiðtogahæfileika. _Össur hefur þetta allt líka en kanski er frekar þörf á meiri ferskleika. Menn hafa nefnd Guðbjart Hannesson, ég hef aldrei haft trú á honum og þetta launamál hjá forstjóra Landspítalans fór að mínu mati alveg með hans trúverðugleika. Aðra sé ég ekki hjá Samfylkingu sem geta leitt þennan flokk, ekki Árna Pál, hann er of langt til hægri fyrir hinn almenna flokksmann.
Jóhanna ætlar að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)