12.9.2010 | 20:18
Viðbjóður
Því miður er rasismi grasserandi í Íslensku samfélagi. Viðhorfið, Ísland er best, Íslendingar eru klárastir (þó þriðjungur þeirra vilji kjósa yfir sig flokk sem setti landið á hausinn) , flottastir, sterkastir, eiga fallegustu konurnar ( þó flestar þeirra séu langt yfir kjörþyngd) og bara bestir í öllu. Að sjálfsögðu á þetta litaða rusl ekki að vera að abbast upp á stelpurnar hérna,,- já þetta heyrist nú stundum. Árið er 2010 og þrátt fyrir nokkuð náin samskipti við aðrar þjóðir þá virðist þjóðremba og rasismi eiga greiðari leið en nokkru sinni inn í heilabú sumra Íslendinga.
![]() |
Feðgar flýðu land vegna hótana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sumir Íslendingar halda bara að við séum Guð almáttugir hérna og við séum svo góð og bla bla bla, við ætlumst til að við séum boðin velkomin í önnur lönd þá verðum við að bjóða annað fólk velkomið í okkar land
Guðborg Eyjólfsdóttir, 12.9.2010 kl. 20:40
Ljótt er ef satt er. Finnst vanta meira í þessa frétt til að trúa henni alveg. Held að það sé svipaður rasismi hér og í öðrum vestrænum þjóðfélögum. Við berum ekki af í rasisma frekar en öðru.
itg (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 20:59
Svona framkoma er þjóðarskömm og svartur blettur á Íslensku siðbrengluðu samfélagi gagnvart fólki frá öðrum löndum!
þeir sem haga sér svona gagnvart útlendum borgurum eiga ekki skilið að nokkur önnur þjóð hjálpi þeim með eitt eða neitt!
Mjög líklega koma nöfn þeirra sem stunda svona villimennsku fljótlega fram og þá fá þeir að útskýra hvernig þeim finnst sanngirni í "réttar-ríki" eigi að virka!
Sérstaklega með hliðsjón af því, ef þeir skyldu nú þurfa sjálfir einn góðan veðurdag að flýja frá Mafíu-Íslandinu, og hvernig móttökur þeir vilja fá í öðrum löndum? Ekki víst að það líði mjög langur tími í þannig kúvendingu!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.9.2010 kl. 21:10
ég er að flía þennan viðbjóðsemgrasserar hér á landi
hef fundið fyrir þessu rasista hætti frá útl.is
þar er sko rasistaháttur fullkomlega
en þar sem ég er að flía til asiu og konur frá asíu finn mikið fyrir rasitanum hjá utl.is ég vona að ég verði ekki fyrir sama þar og þaug hér en ég veit að svo er ekki
guð blessi Ísland og þá se neiðast til að vera hérna
kv
Maggi
Magnús Ágústsson (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 22:57
Taka skal fram að ég þekki persónulega til bróðurs kúbuverjans sem hafa þurfti að flýja land og ég er sjálfur hálf útlendingur bæði í útliti og þjóðerni. Rasismi er ekki einungis það að beita hótunum/ofbeldi í garð þeirra heldur líka það að flokka og koma fram við þá einungis vegna útlits þeirra. Þetta viðgenst að öllu jafna ALLS staðar á Íslandi og getur verið pínlegt þó ekki sé mikið sagt. Sem dæmi má nefna þá staðreynd að þegar ég fer inn í banka þá er iðulega sagt "Can I help you?" í stað þess að tala íslensku. Aftur á móti er sú hegðun sem lýst er í fréttinni til skammar og persónulega finnst mér að við henni ættu að vera sterk viðurlög. Persónulega finnst mér ekki nógu sterkt tekið á því þegar verið er að hóta einstaklingum, bæði á internetinu sem og í daglegu lífi.
Þrátt fyrir að þekkja til stráksins þá vil ég benda á að það kann líka að vera að litarháttur sé ekki tilefni til hótana í hans garð heldur getur aldur hans miðað við stúlkuna sem um ræðir haft áhrif. Það þýðir samt ekki að hótanir í hans garð séu réttmætanlegar ef svo væri og eru hótanir af þessu tagi aldrei réttmætanlegar.
Til allrar hamingju virðast flestir hér á landi hafa umburðarlyndi fyrir okkur útlendingana en það er alltaf skemmda eplið sem kastar skugga á eplatréið...
Tomas Dan Jónsson (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 23:49
Já þetta er með ólíkindum. Auðvitað gerir maður sér grein fyrir því að það vantar hina hlið málsins en það er ekkert sem réttlætir kynþáttafordóma, nákvæmlega ekki neitt.
Maggi- ég hef sjálfur dvalið langdvölum í Asíu og alltaf verið velkominn, aldrei orðið fyrir fordómum og svo sannarlega gætu Íslendingar lært margt af Asíubúum þegar kemur að aga, virðingu fyrir öðru fólki og mannlegum samskiptum yfirhöfuð.
Tomas, ég skil hvað þú átt við. Ég er sjálfur ekki með þetta týpiska Íslenska útlit og verð mjög oft fyrir því að fólk ávarpar mig á ensku,,... og heldur jafnvel áfram þó ég svari á óbjagaðri Íslensku!! Þetta finnst mér nú yfirleitt bara spaugulegt og geri ekki veður útaf því - en því miður hef ég líka oft orðið fyrir hreinu aðkasti og fordómum fyrir það eitt að vera dökkhærður með brún augu og örlítið dekkri húð en flestir aðrir Íslendingar. Ég hef ferðast útum allan heim, búið í Bandaríkjunum og í Asíu, komið til flestra landa Austur og Vestur Evrópu og hafið það nú - ALDREI ORÐIÐ FYRIR FORDÓMUM NEMA Á ÍSLANDI!
Óskar, 13.9.2010 kl. 01:07
Skil ekki hvað það hefur með rasisma að gera að ávarpa mann á ensku sem lítur ekki út fyrir að vera Íslendingur enda er ekkert verra að vera eitthvað annað en Íslendingur.
Vinn sjálfur þjónustustarf þar sem inn kemur þvílíkt magn af bæði ferðamönnum og Íslendingum. Lendi oft í því að ávarpa mann á ensku sem er íslenskur og öfugt. Flestum finnst þetta bara fyndið enda er þetta enginn vottur um óvirðingu heldur er maður bara að reyna að vera liðlegur og vingjarnlegur. En fyrst þetta er svona mikil óvirðing þá er kannski best að neita bara að tala annað tungumál yfirhöfuð.
Aldrei litið á sjálfan mig sem rasista áður. Þetta er eitthvað nýtt fyrir mér.
Sigurgeir (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 04:11
"sem lítur ekki út fyrir að vera Íslendingur". Hvernig lítur "Íslendingur" út? Mér þætti fróðlegt að vita það. Þú virðist hafa svarið? :)
Það að ávarpa fólk (ókunnuga) með þessum hætti eins og strákurinn lýsir í bankanum, er kannski ekki rasismi að mínu mati, en er heldur betur dónaskapur og óvitaskapur (ignorance?) í garð fólks. Mitt álit er að fólk eigi að vera ávarpað á því aðal tungumáli sem er notað í því landi eða héraði sem þú ert í. Að öðru leyti ertu að leika þér að eldi. Frávik af þessu myndi t.d. vera ferðaþjónusta í Reykjavík sem kallaðist "Information for Tourists - First Visit to Iceland". Gestirnir í þessu tilfelli eru erlendir ferðamenn. Þá sé ég lítið rangt í því að starfsfólkið hefði það sem reglu að ávarpa gesti ávallt á ensku, ef það kýs það.
Thor (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 05:45
Ég held að skilningurinn með bankamanninn hafi bara snúist um það, að á hápunkti ferðamannatímans er sá sem er asískur eða þeldökkur mun líklegri til að vera útlendingur en íslendingur, og það þarf ekki að vera nein meinsemd í því.
Vinn sjálfur í ferðaþjónustu, og hef gert þessa bommertu. Og öfuga einu sinni, það var drepfyndið. Hjólreiðamaður á hringferð í pínutjaldi er venjulegast Evrópubúi, og algengast Þjóðverjar, Frakkar, Hollendingar og Ítalir. Ég veðjaði á að hann væri þýskur,- maðurinn var ljós á hörund, og notaði mína sparilegustu ensku. Hann svaraði á lýtalausri ensku án þess að þýskur hreimur kæmi fram. Eftir svolítið spjall spurði ég hvaðan hann kæmi og svarið var:
"From Reykjavík"
Annars er það samfélagslegt verkefni að halda þessum rasistum á mottunni, og finnst mér fátt skemmtilegra en að nudda þeim upp úr eigin fáfræði með samanburði við rasismann í mannkynssögunni. Rasistar þurfa nefnilega eiginlega að vera fáfróðir eða lokaðir, þannig að sæmileg þekking og vald á tungu er hárbeitt vopn.....
Jón Logi (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 10:01
Þegar maður vinnur á stað þar sem mikið af ferðamönnum koma og reyndar nánast annar hver maður þá er maður fyrir löngu farinn að skynja hver talar ekki íslensku og hver gerir það. Það er nú aðallega klæðnaðurinn sem kemur upp um þetta fólk. Það er oftast með bakpokann á bakinu og í göngufatnaði sem er svo sem ekki alveg týpískt í miðbænum, eldsnemma morguns um helgar. Svo heyrir þú fólkið jafnvel tala saman á öðru tungumáli og gerir þá ráð fyrir að nú þurfir þú að grípa í enskuna.
Hef sjálfur verið útlendingur í 4 ár en ég talaði tungumál heimamanna reiprennandi. Þó lenti ég af og til í því að talað var við mig á ensku og mér gat bara ekki verið meira sama. En það var ávalt komið vel fram við mig hvar sem ég fór. Persónulega finnst mér það skipta mun meira máli en hvort ég er ávarpaður á ensku eða öðru tungumáli bara á grundvelli þess hvernig ég lít út eða hegða mér.
En þetta er allavega mín skoðun en það er líka fínt að vita að einhverjir kunna að verða móðgaðir og það er gott að vera meðvitaður um það þá. Finnst bara sjálfsagt að reyna mitt besta til að móðga ekki það fólk sem ég þjónusta.
Sigurgeir (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 10:35
Er virkilega svo hræðilegt að vera ávarpaður á ensku? Þarf maður ekki dálítið að velja sér viðhorf? Það er að segja, ákveða að láta það ekki á sig fá, eða ákveða að skrifa það á kynþáttafordóma? (ath að ég er ekki að tala um þetta tiltekna tilfelli sem um ræðir í fréttinni)
Ég tek undir með Sigurgeiri, kurteisisleg framkoma skiptir miklu meira máli heldur en það hvort fólk slysast til að nota rangt tungumál.
Þá má þess geta að ég hef hitt útlendinga sem bjuggu á Íslandi sem kvörtuðu undan því þegar Íslendingar töluðu við þá á íslensku. Þeim þótti það vera til marks um að þau væru ekki velkomin á Íslandi fyrr en þau töluðu sjálf lýtalausa íslensku, ef fólk sýndi því ekki þá tillitssemi að ávarpa það á ensku.
Þannig að málið er flókið og það er fullkominn óþarfi að stökkva upp á nef sér ef einhver slysast til að tala öðruvísi en maður telur sjálfur æskilegt.
Hildur (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 17:24
Nú vinn ég í ferðamálum og er á tour desk ',og eitt er að seigja að ég sé 94,%hver er Islendingur eða ei.Þannig er að Islendingar koma og heilsa ekki (mjög sjalgæft) 'utlendingar gera það í mestu, hello, brosa,can i look.Oftast vinarlegri en islenskir kunnar.Nú er ég búinn að búa hér í 7 ár og og tilfyninginn er að Islendingar eru með stóra Minnimáttakend og að hunsa aðra,seigja ekki einu sinni goðan dag eða takk,það vantar að vera kurteis(sem kostar ekkert) Eftir 33 ár erlendis finst mér margir Islendingar sveitalubbar þröngsínir,fordómsfullir og razzistar.Þeir eru enþá í moldarkofunum.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 13.9.2010 kl. 22:20
Eftir að hafa sjálfur búið erlendis og þvælst um allan heim verð ég að taka undir það sem Sigurbjörg segir. Auðvitað á þetta ekki við um alla en því miður meirihlutann. Þessi þjóð kann ekki einföldustu mannasiði.
Óskar, 14.9.2010 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.