10.10.2011 | 17:25
Nei- fólk fellur ekki fyrir lýðskrumurum!
Lilja les náttúrulega kolvitlaust í þetta eins og flest annað. Vissulega hefur þjóðin orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum með alla stjórnmálaflokkana en til allrar hamingju þá hleypur þjóðin ekki í flasið á cocoa puffs hagfræðingum og lýðskrumurum eins og Lilju. Lilja hefur ekki flutt eina einustu vitrænu tillögu um hvað má betur fara, aðeins stundað populisma og komið með hugmyndir sem lykta af lýðskrumi en engu raunsæi. Kvótaerfingi í sérhagsmunapoti- sem hún sakar aðra um að stunda.
Þeir stjórnmálaflokkar sem fyrir eru verða áfram við lýði og stjórnmálin munu frekar breytast þannig að nýtt fólk finnur sér farveg innan þeirra, nú eða klýfur sig út eins og Guðmundur Steingrímsson eða órólega deildin í VG sem ég kalla reyndar lýðskrumsdeildina. Fólk sem skilur ekkert, veit ekki að hér er kreppa og miðar allar sínar gjörðir við vinsældamæla eins og forseti landsins gerir líka. Málið er að þetta er EKKI fólkið sem mun koma okkur uppúr kreppunni, það gerist ekki með fagurgala, innantómum loforðum og lýðskrumi!
Þjóðin vill óbreytt flokkakerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta svar þitt sýnir bara að þú myndir ekki þekkja lýðskrumara þó þeir væru fyrir framan nefið á þér, ég skal benda þér á nokkra; Steingrímur J. Árni Páll, Árnason, Össur Skarphéðinsson. En nei þú myndir aldrei trúa því er það nokkuð?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 18:12
Nei Ásthildur, svar þitt bendir nu einmitt til þess að þú veist ekkert og skilur ekkert. þeir sem þú nefnir eru EINMITT EKKI AÐ GERA NEITT SEM AFLAR ÞEIM VINSÆLDA, ÞVERT Á MÓTI TAKA ÞEIR HVAÐ EFTIR ANNAÐ MJÖG ÓVINSÆLAR ÁKVARÐANIR EN ÞAÐ VILL SVO TIL AÐ ÞESSAR ÁKVARÐANIR ERU NAUÐSYNLEGAR OG ÞJÓÐINNI FYRIR BESTU. Þú gætir ekki nefnt eitt einasta dæmi um að þessir menn hafi gert eitthvað sem aflar þeim vinsælda fyrst og fremst!
Það er auðvelt að vera í stjórnarandstöðu og þurfa ekki að taka til eftir 18 ára slátrun sjálfstæðisflokksins á efnahag þjóðarinnar.- láta aðra um skítverkin, það er það sem lýðskrumarar eins og Bjarni Ben, Sigmundur Davíð, Lilja, Þór Saari og viðlíka lúserar gera. - Aumingjar sem ég treysti allavega ekki til að stjórna þessu landi.
Óskar, 10.10.2011 kl. 18:50
Ef menn vilja sjá raunverulegan lýðskrumara í návígi, þá er víst boðið í pönnukökur á Bessastöðum í dag.
Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 18:53
Ég man ekki betur en að litla skólastelpan í VG hefði launað Árna Matt með góðu jobbi erlendis yrir vel unnin störf sem fjármálaráðherra. Ég man ekki betur en hér áttti allt að vera uppi á borðum og gegnsætt. Ég man ekki betur en Steingrímur J hafi farið offari með milljarða í sparisjóðina og sjóvá fyrir vel valda flokksvini. Ég man ekki betur en þjóðin átti að fá að vita hverjir eru eigendur bankanna en engin veit ennþá hver á þá. Ákvarðanir sem bestar eru fyrir þjóðina.....?? Á maður að hlægja...??? Á hvað landi ert þú búin að vera eiginlega.? Allt þetta pakk er gjörsamlega fyrir lööngu búið að vera og mundu það að verstu pólitíkusar eru "atvinnupóítíkusar" og fólk sem hefur verið lengur en 10 ár á þingi. Stórhættulegt þjóðinni.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.