Þjóðin ætlar ekki að fremja efnahagslegt sjálfsmorð

Þrátt fyrir stöðugan lygaáróður Nei- sinna, þar sem þeir tröllríða öllum blogg og kommentakerfum á netinu með steypufrösum eins og að "borga ekki skuldir glæpamanna" þá er greinilegt að meirihluti þjóðarinnar lokar eyrunum fyrir þessari þvælu og ætlar að taka skynsamlega ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Fólk veit sem er að áhættan af því að segja NEI er slík að það er hrein fífldirfska að taka þá áhættu að málið tapist fyrir dómstólum með þeim afleiðingum að skuldin mundi margfaldast fyrir utan það að viðskiptavild landsins fer endanlega í ræsið hvernig sem dómsmálið færi.  

Það að þjóðin ætli ekki að hlusta á öskurapana í NEI hreyfingunni er góðs viti.  Ég er að fá trú á þessa þjóð á nýjan leik.

Það sem er líka áhugavert við þessa könnun er það að þeir sem almennt hafa kynnt sér samninginn vilja samþykkja hann. - Þeir sem ekki hafa kynnt sér hann vilja fella hann.  Þetta staðfestir þann grun minn að hinir illa upplýstu vilja fremja efnahagslegt sjálfsmorð en hinir vel upplýstu vilja að þjóðin gangi áfram veginn og komist upp úr þessari kreppu sem fyrst.  Það þolir enga bið og stór þáttur í því er að klára þetta ömurlega mál sem sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig.


mbl.is 56% segja ætla að styðja lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þjóðin ætlar að fremja efnahagslegt sjálfsmorð!

Sigurður Haraldsson, 25.3.2011 kl. 17:48

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Ég lít ekkert sérstaklega mikið á mig sem öskurapa en er samt á móti því að þessir samningar verði samþykktir.  Hinsvegar skil ég ekki þá afstöðu að vilja láta þvinga okkur til að borga skuldir sem við eigum ekki að borga.  Því það er það sem dómsmálið myndi ganga útá.  Hvort við eigum eða eigum ekki að borga þessa ófáu milljarða.  Nú ef þetta verður dæmt á okkur að greiða þetta þá erum við á sama stað og núna - föst í efnahagslegu sjálfsmorði.  En ef EKKI ...

Ragnar Kristján Gestsson, 25.3.2011 kl. 18:07

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Óskar. Lykilsetningin í pistlinum þínum er: "...klára þetta ömurlega mál sem sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig." Þar með skautar þú snyrtilega framhjá þeirri staðreynd að samfylkingin er samsek. Raunar fjórflokkurinn allur ef við teljum með síðustu 2ja ára takta VG.

En mér er spurn; þykir þér pólitískur keilusláttur mikilvægari en velferð náunga þíns?

Kolbrún Hilmars, 25.3.2011 kl. 18:23

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Get ekki séð að NEI-sinnar séu viljugri til að fremja "efnahagslegt sjálfsmorð" en JÁ-sinnar...

Þjóðarskuldir eru nú þegar 144% af vergri þjóðarframleiðslu og eiga bara eftir að aukast með JÁ-i við ICESAVE...

Hvor aðilinn er þá að fremja "efnahagslegt sjálfsmorð"???

Ég er búinn að gera upp minn hug og ég fer eftir samvisku þess sem saklaus er, ég framdi enga glæpi sem eru þess verðir að mér beri að borga svo ég segi NEI...

Það að segja JÁ í þessu er það sama og að segja JÁ ég rændi bankann, og taka því á sig sökina þó saklaus sé.

Ég er saklaus og á því ekki að borga, að sama skapi þá vil ég ekki að ákveðinn hluti þjóðarinnar vilji neyða mig til að borga það sem mér ber lögum samkvæmt EKKI AÐ BORGA...

Með kveðju og von um að blindir sjái ljósið og segi nei við icesave

Kaldi.

Ólafur Björn Ólafsson, 25.3.2011 kl. 18:24

5 Smámynd: Óskar

Það er greinilegt Ragnar að þú ert einn af þeim sem hafa ekki kynnt sér málið.  Við erum EKKI í sömu málum ef málið tapast fyrir dómstólum, við erum í MARGFALT VERRI MÁLUM.  Samningurinn kveður á um að við greiðum aðeins hluta Icesave en það er meira en liklegt að dómstólar skipuðu okkur að borga allan pakkann og ekki bara það, við fengjum ALDREI AFTUR þau vaxtakjör sem eru i samningnum.  Menn hafa áætlað að NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni yrði svona 50 sinnum dýrara en JÁ.  Þetta snýst ekkert um að borga skuldir glæpamanna sem þjóðin á ekki að borga.  Tvær ríkisstjórnir hafa lofað BogH að klára þetta mál með samningum, - eða ert þú einn af þeim sem finnst eðlilegt að erlendar þjóðir borgi skuldir Íslenskra glæpamanna?

Svo er eitt sem ekki er mikið rætt.  Meðan þessir menn rændu og rupluðu erlendis tóku fjölmiðlar undir og hlóðu lofi á ræningjana, forsetafíflið nældi á þá orður og þjóðin var agndofa yfir því hvað þetta voru miklir snillingar.  Viðvarandir bárust erlendis frá en þær voru afgreidddar þannig að þessir útlendingar voru bjánar sem vissu ekkert um bankaviðskipti!  - Þjóðin er því á vissan hátt samsek, eða naust þú ekki líka óeðlilega sterks gengis krónunnar ?  Vissir þú að þetta sterka gengi var að stórum hluta byggt á þýfi?

Óskar, 25.3.2011 kl. 18:27

6 Smámynd: Óskar

Kolbrún, sjálfstæðisflokkurinn á Icesave frá A-Ö

Davíð Oddsson gaf flokkshollum glæpamönnum Landsbankann, hann var alla tíð rekinn af sjöllum og meiraðsegja framkvæmdastjóri FLokksins sat í stjórn bankaráðsins.

Árni Matthiessen, annar sjalli, lofaði svo að greiða upp Icesave með 7,25% vöxtum í minnisblaðinu fræga sem batt mjög hendur þeirra sem reyndu að semja um málið eftir þann gjörning.  Í guðanna bænum reyndu ekki að klína þessum viðbjóði á aðra flokka,- réttast væri að senda reikninginn beint í Valhöll en þannig virkar þetta ekki því miður.

Óskar, 25.3.2011 kl. 18:33

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óskar, Davíð Oddsson gaf engum neitt. Alþingi samþykkti að ríkisbankarnir tveir (Íslandsbanki var alltaf í einkaeigu!) yrðu seldir til þess að uppfylla EES samninginn. Þú veist eins vel og ég hvaða stjórnmálaflokkur var frumkvöðull að þeim samningi.

Trúlega hafa svo þingflokkarnir í sameiningu skipað þær nefndir sem samþykktu "kjölfjárfestana". Þú mátt ekki gleyma því kerfi sem stjórnmálaflokkarnir viðhöfðu í öllum málum - þeir kaupslöguðu um hagsmuni sína frá A-Ö. Gera jafnvel ennþá - svona af gömlum vana...

Kolbrún Hilmars, 25.3.2011 kl. 18:49

8 Smámynd: Óskar

Kolbrún þetta er nú ein svæsnasta sögufölsun sem ég hef séð, ég efast um að Hannes Hrunstein gæti gert betur.  Þú hlýtur að vita hvaða flokkar voru í stjórn þegar bankarnir voru einkavinavæddir og hver fékk hvað eftir helmingaskiptunum frægu.  Sjallar fengu Landsbankann og Framsókn fékk Búnaðarbankann, síðar Kaupþing.  Þetta veit öll þjóðin, í guðanna bænum reyndu að segja allavega svona nokkurnveginn sannleikann hér en ekki helbera lýgi.

Óskar, 25.3.2011 kl. 19:16

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óskar, það er slæm taktik að segja mig ljúga, þegar þú jafnframt staðfestir að ég hef rétt fyrir mér.

Kolbrún Hilmars, 25.3.2011 kl. 19:34

10 Smámynd: Jónas Jónasson

Segja Já er eins og að samþykkja nauðgun til að komast hjá barsmíðum...

Jónas Jónasson, 25.3.2011 kl. 19:58

11 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Óskar, Jói brýtur rúðu heima hjá þér og seigir þér að borga skuld sem vinur þinn stofnaði til. Þú seigir nei og Jói fer í mál, hvað er það versta sem getur gerst? Þú gætir þurft að borga skuldina EN eftir að jói borgar rúðuna. Ef þú vinnur þarft þú ekki að borga neitt og færð rúðuna bætta

Í versta falli þá verðum við dæmdir til að greiða það sem útaf stendur eftir 2-4 ár, þú hefur sjálfur sagt áður að það séu nægar eignir til fyrir þessu(ekki satt) "hámarksgreiðsla Íslands verður 50 milljarðar á löngu tímabili sem mun ekki á nokkurn hátt vera erfitt að borga af, OG JAFNVEL MÖGULEIKI AÐ EKKI FALLI EIN EINASTA KRÓNA Á ÍSLAND EF HEIMTUR VERÐA GÓÐAR ÚR ÞROTABÚI LANDSBANKANS OG REYNDAR ER ÝMISLEGT SEM BENDIR TIL ÞESS"

Þannig að það sem þú ert að segja er að ef við lendum í málaregstri við Breta og Hollendinga að þá borgar ICESAVE sig sjálft upp. Er þá ekki skinsamlegra að fara í mál, draga þetta og verða svo dæmdir til að fá úr þrotabúinu+ skaðabætur fyrir "rúðuna" XD

En ef við förum yfir í raunveruleikann, þá er málaferlið þannig, A) við vinnum og fáum "rúðuna" bætta eða B) við töpum og "rúðan" dregin frá. 

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.3.2011 kl. 20:49

12 Smámynd: Óskar

Kolbrún óttalegt bull er þetta í þér, hvernig staðfesti ég að þú hafir rétt fyrir þér?  Ertu komin með óráði eða hvað?

Brynjar þetta rúðudæmi er svo mikið rugl að það er á mörkunum að ég nenni að svara þessu.  Þu skilur ekki að við verðum sennilega dæmd til að borga miklu meira en það sem er búið að semja um OG AÐ AUKI FÁUM VIÐ ALDREI SÖMU VAXTAKJÖR OG BÚIÐ ER AÐ SEMJA UM, EN AÐALKOSTNAÐURINN ER Í RAUN OG VERU VEXIRNIR.

Óskar, 25.3.2011 kl. 22:35

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óskar, svona tekur maður ekki á móti gestum, jafnvel þótt þeir séu mátulega velkomnir :)

Kolbrún Hilmars, 25.3.2011 kl. 23:54

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,...yrðu seldir til þess að uppfylla EES samninginn"

þetta er ekki rétt.   Þetta er mýta.

EES skikkar ekkert ríki til að einkavæða banka.

það er ekkert sem bannar í EES að ríki eða opinberir aðilar eigi banka.  Enda er það alls ekki óþekkt í sumum EES löndum.  Að ríki eða opinberir aðilar eigi slíkar stofananir að hluta, að mestu eða öllu leiti.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2011 kl. 00:34

15 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Fólk virðist gleyma því að ef "neyðarlögin" sem sett voru í kjölfar hrunsins verða felld í dómi þá fellur allt, já allt ICESAVE á þjóðina ef við samþykkjum pakkann....

Þessvegna mun ég segja nei.

Svo er önnur ástæða fyrir nei-inu mínu sú að ég borga ekki krónu fyrir einkafyrirtæki.

EES reglugerðir segja að ríki megi ekki gangast í skuldarábyrgð fyrir einkabanka sem falla...

Hversvegna fara Bretar ekki í mál við okkur, mér þykir líklegra að þeir hafi tapað mál.

Þessvegna segi ég NEI hvað sem tautar og raular...

Þeir sem vilja borga, gerið svo vel bara ekki blanda okkur hinum í málið.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 26.3.2011 kl. 01:37

16 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Óskar, hver heldur mig sig. Þú getur spurt hvaða lögfræðing sem er, ef þú veldur eignaspjöllum hjá skuldaranum þínum þá dregst það frá skuldinni. En hér vandast málið, það var ekki ríkið sem efndi til skuldarinnar heldur einkabanki þannig að verið er að rukka "bróður" skuldarans

Annað, hluti af þessu rúðudæmi er tekin frá þér sjálfum

6.12.2010 | 22:13

Heykvíslahjörðin rekur upp harmakvein

Bull og vitleysa, held að þú hafir skotið þig í fótinn

Brynjar Þór Guðmundsson, 26.3.2011 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband