Færsluflokkur: Bloggar
7.3.2010 | 00:05
"Hlutlaust" mat frá fyrrverandi þingmanni sjálfstæðisflokksins
Auðvitað er Stefanía marktækur og hlutlaus álitsgjafi þegar kemur að túlkun á þessum kosningum. Hún sat að vísu á þingi fyrir sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda hrunsis, en alveg óþarfi að minnast á svoleiðis smotterí. Stefanía er ein af nokkuð mörgum sem virðist ekki hafa lesið á kjörseðilinn í dag. Það stendur hvergi að verið sé að kjósa um hvort semja eigi um þetta mál yfirleitt - það var verið að kjósa um einn tiltekinn samning en það virðist hafa farið framhjá sjálfum stjórnmálafræðingnum.
Ég spyr, ef stjórnmálafræðingur getur ekki skilið kjörseðilinn rétt, hvernig er þá hægt að ætlast til þess að almenningur geti það?
![]() |
Skilaboð til ríkisstjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2010 | 14:52
Þjóðin hafnar lýðskrumi stjórnarandstöðunnar og Indefence
![]() |
Frekar dræm kjörsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2010 | 21:18
Steingrímur er algjör yfirburðamaður í Íslenskum stjórnmálum
Það verður sífellt hlægilegra að horfa á bláu bloggnáhirðina hamast á Steingrími hér á moggablogginu. Þetta lið hefur margoft orðið sér til háborinnar skammar og áfram heldur hálfvitahátturinn með bloggfærslum eins og "Hættulegasti maður á 'Islandi" "Ömurleg ólánsspor" "Tilræði við lýðræði?" og álíka fyrirsögnum. Liðið sem bloggar svona er greinilega ekki atvinnulaust í boði Indefence og stjórnarandstöðunnar og vill sökkva þjóðarskútinni til botns með Indefence og stjórnarandstöðunni -BARA af því þeim er illa við stjórnina.
Ég veit ekki hvar þessi þjóð stæði núna ef Streingríms hefði ekki notið við frá því hrunið varð. Hann hefur ekki aðeins þurft að glíma við erfiðustu efnahagsaðstæður sem nokkur Íslenskur fjármálaráðherra hefur þurft að eiga við, hann hefur þurft að berjast við skemmdarverkamenn í stjórnarandstöðunni og Indefence og jafnvel að slást við niðurrifsöfl í eigin flokki. Hann ber uppi þessa ríkisstjórn því ráðherrar samfylkingarinnar eru flestir afskaplega máttlausir, þar með talin Jóhanna.
Margir minni menn væru búnir að gefast upp fyrir þeim brotsjóum af gagnrýni sem lýðskrumarar og populistar láta brotna á honum. En hann lætur ekki bugast undan smámennum. Meðan við höfum svona menn í brúnni þá hef ég trú á að þjóðin komist upp úr þessari kreppu.
![]() |
Tilbúnir til frekari viðræðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
5.3.2010 | 12:28
Enn verður heykvíslahjörð bloggíhaldsins að athlægi
Ekki annað hægt en að skella uppúr þegar maður sér viðbrögðin við þessari frétt. Páfagaukar íhaldsins öskra hver í kapp við annan "landráð" og eitthvað þaðan af verra. Auðvitað er algjörlega rökrétt að hundsa þessa kosningu því það er í raun ekki verið að kjósa um nokkurn skapaðan hlut. Jú um samning sem er úreltur einfaldlega vegna þess að annar betri liggur á borðinu!
Margir hafa sett upp sína eigin túlkun á kjörseðlinum alveg burtséð frá því hvað stendur á honum. Sumir virðast halda að verið sé að kjósa um ríkisábyrgðir almennt hvernig í ósköpunum sem þeir fá það út. Það stendur víst ekkert um það á kjörseðlinum.
![]() |
Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.3.2010 | 01:56
Glæsilegt Íslandsmet Bjarna B. í hræsni
Ég held að þetta hljóti að vera Íslandsmet ef ekki Evrópumet í hræsni. Bjarni Ben hafði sjálfur mælt fyrir því haustið 2008 að borga Icesave með 6,7% vöxtum á 6 árum. Það þóttu honum ásættanleg kjör og engin kúgun. Sjálfstæðisflokkurinn sem er skilgetinn forfaðir Icesave í alla ættliði lenti svo til allrar hamingju í stjórnarandstöðu og hefur æ síðan verið að þvælast fyrir eins og grár köttur í björgunarstarfinu.
Sjálfstæðisflokkurinn gerði efnahagslega kjarnorkuárás á Ísland áður en hann skildi við. Nú ræðst hann hvað eftir annað á björgunarliðið.
að lokum frétt frá 10 janúar sl. http://www.dv.is/frettir/2010/1/9/vidsnuningur-bjarna-ben/
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þegar hann ávarpaði flokksmenn sína í Valhöll í morgun að hann myndi ekki gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að skipta um skoðun, ákveddi hún að afnema Icesave-lögin, sleppa þjóðaratkvæðagreiðslunni og semja upp á nýtt. Hann hvatti í raun stjórnvöld til að falla frá þjóðaratkvæðagreiðslunni. Eitthvað virðist Bjarna hafa snúist hugur frá því hann studdi breytingartillögu Péturs Blöndal um að Icesave-lögin ættu að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 30. desember síðastliðinn.
þessi formaður sjálfstæðisflokksins snýst eins og vindhani eftir því hvernig almenningsálitið blæs. Populisti og hræsnari dauðans sem hikar ekki við að blekkja eigin þjóð ef það hentar framapoti hans.
![]() |
Þjóðin láti ekki kúga sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.3.2010 | 12:37
Takk stjórnarandstaða og Indefence
Það mætti halda að þessir aðilar berjist vísvitandi fyrir því að lengja og dýpka kreppuna, viðhalda gjaldeyrishöftunum og atvinnuleysinu.
Það hafa verið færð rök fyrir því að tafir á Icesave lausn kosti þjóðarbúið 75 milljarða á mánuði. Sé þetta rétt, sem ég hef enga ástæðu til að draga í efa, þá er það sennilega búið að kosta þjóðarbúið tvöfaldan Icesave höfuðstól að klára ekki þetta mál.
Það er einstaklega gáfulegt að spara þúsundkall en eyða tíuþúsundkalli í það. Vonandi fær þetta fólk að standa fyrir máli sínu síðar en ég efast um það enda virðist það hafa náð að plata þjóðina með sér í þetta efnahagslega sjálfsmorð.
Svo er rétt að benda á endalausa viðsnúninga og populisma Bjarna Benediktssonar. Fyrir rúmum mánuði sagði hann þetta: http://www.dv.is/frettir/2010/1/9/vidsnuningur-bjarna-ben/ Þessi maður er eitt stórt grín. Hann er í forsvari fyrir flokk sem er skilgetinn forfaðir Icesave í alla ættliði en þvælist samt eins og grár köttur fyrir björgunarstarfinu. Hvað ætli svona óþverrar kosti Íslensku þjóðina?
![]() |
Lánshæfismat mun lækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.3.2010 | 11:24
Skemmdarverkarstarfsemi stjórnarandstöðunnar kemur í veg fyrir lausn
Í gærkvöldi bárust af því fréttir að samninganefndin hafi sett saman tilboð sem átti að senda Bretum og Hollendingum. Stjórnarandstaðan skoðaði tilboðið áður og neitaði að það yrði sent. Þarna opinberaði þetta hyski sig algjörlega. Þau heimtuðu að fá að vera með í ráðum, með í samninganefndinni og fengu sinn eigin sérfræðing frá Bandaríkjunum til að leiða nefndina. Hvað ætli honu finnist núna þegar pólitíkusar sem sjá valdastóla í hyllingum slái a puttana á honum?
Það vakir augljóslega aðeins eitt fyrir stjórnarandstöðunni og það er að fella ríkisstjórnina. Þvælast fyrir björgunarstarfinu þar til landið er endanlega sokkið. Þegar þeir Bjarni og Sigmundur komast svo til valda þá verður skrifað undir samning á korteri.
Menn ættu að gera sér grein fyrir aðstöðumun stjórnar og stjórnarandstöðu í þessu máli, hann er gífurlegur. Það er pressa á stjórninni að leysa málið svo hægt sé að hefja hér bráðnauðsynlega uppbyggingu. það er einfaldlega ekki hægt með þetta mál óleyst. Stjórnaranstaðan þarf ekki að bera neina ábyrgð á ástandinu, jafnvel þó hún hafi reyndar dembt þessum Icesaveviðbjóði yfir þjóðina.
Þetta hyski, Bjarni vafningur, Sigmundur og Birgitta eru að valda þjóðinni algjörlega óbætanlegu tjóni. Þetta eru krakkafífl, Bjarni og Sigmundur fæddir með gullskóflur í rassgatinu og Birgitta jónureykjandi krakkabjálfi- þetta lið hlustar heykvíslahjörðin á moggablogginu á. Hafi einhvern tímann verið ástæða til að segja "Guð hjálpi Íslandi" þá er það núna þegar margt bendir til að þessir bjálfar og eiginhagsmunahyski komist í valdastólana.
![]() |
Utanríkisráðherra bjartsýnn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.3.2010 | 23:46
Bloggnáhirðin að fara úr límingunum
Það er nú ekki annað hægt en að fara hreinlega í keng af hlátri þegar maður sér viðbrögð bloggheims við þessari frétt. Náhirðin og aðdáendur DO vilja alls ekki semja jafnvel þó forsögu Icesave megi rekja til þess þegar átrúnaðargoðið gaf glæpamönnum Landsbankann. Svo er rétt að benda þessu liði á að sjálfstæðisflokkurinn kom viðræðum um Icesave af stað haustið 2008 og var meira en til viðræðu um 7,3% vexti og byrja að borga eftir 3 ár! Ekki heyrðist nú hátt í náhirðinni um það leiti en það hefur greinilega breyst.
Ég spurði í síðustu færslu hvort moggabloggið væri að breytast í samfélag hálfvita. Þráinn Bertelsson kom þessu ágæta orði "inn" í útvarpsviðtali í morgun og ég stend við það að moggabloggið virðist vera að breytast í samfélag einhvernskonar garghænsna sem vilja einangra Ísland og sjá til þess að kreppan verði hér djúp og löng.
![]() |
Bretar vilja ræða málin áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.3.2010 | 09:54
Er moggabloggið að verða samansafn hálfvita?
![]() |
Fundur fyrir hádegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
1.3.2010 | 17:52
Gott að benda á að karlmenn fá líka krabbamein- og fleiri deyja
Það deyja fleiri karlar úr krabbameini en konur þó svipaður fjöldi greinist. Það virðist einhvernveginn vera þannig í þessu landi að líf karlmanna virðast ódýrari en kvenna. Það er skimað bæði fyrir legháls og brjóstakrabbameini hjá konum en ekki fyrir t.d. blöðruhálskrabbameini í karlmönnum sem dregur tugi til dauða árlega. Afhverju þarf að berjast sérstaklega fyrir því að karlmenn fái sömu þjónustu og konur á þessu sviði? Er það karlremba að fara fram á það ? Er það ögrun við femínista að fara fram á það? Hvað veldur ?
Mottan er á leiðinni, áfram karlmenn- við eigum rétt á sömu þjónustu í heilbrigðiskerfinu og konur!
![]() |
Mottumönnum fjölgar á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)