Færsluflokkur: Bloggar
13.8.2012 | 19:28
Hvernig má það vera að 17000 króna herbergi skili að eins 7% vaski ?
Miðað við verðlagninguna í gistibransanum þá er það með ólíkindum að virðisaukaskatturinn sé aðeins 7%. Það er alveg kristaltært að ef einhver atvinnugrein í dag þolir að borga fullan vask þá er það ferðaþjónustan. Þar græða menn á tá og fingri um þessar mundir því ef verð á gistingu eru skoðuð þá er verðlagningin gjörsamlega glórulaust. Algengt verð á hótelherbergi í borginni er 15-30.000 sólarhringurinn og þar af aðeins 7% vaskur! Það sjá allir að þessi álagning nær ekki nokkurri átt.
Að auki bíður mismunandi vaskur uppá allskyns rugl og vel þekkt dæmi er að skrá sölu á annarri þjónustu á hótelum eða gisiheimilum sem gistingu og skila þannig 7% vaski þegar hann ætti að vera 25%!
Tímabært að afnema afslátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.8.2012 | 13:08
Hin árlega fylliríshátíð í eyjum hafin
Alltaf finnst mér hálfhlægilegt þegar þessi óskapnaður er kallaður þjóðhátíð. Þarna er fólk lamið sundur og saman og konum nauðgað í nafni þjóðhátíðar í 3-4 sólarhringa. Þarna þvælast menn og konur, ungt og gamalt um dauðadrukkið um dalinn sólarhringum saman með tilheyrandi öskrum, ælum og limlestingum hvort á öðru. Þetta lið er frumstæðara heldur en afskekktir ættbálkar í frumskógum Indónesíu.
Eyjamenn græða á tá og fingri á þessari vitleysu, mest að sjálfsögðu af ofanlandsbúum sem mæta með veskið fullt af seðlum og aðallega brennivín í farangrinum. Svo bísnuðust gráðugu eyjamennirnir yfir því að eitt fyrirtæki úr Reykjavík ætlar að selja hamborgara á fylliríshátíðinni! Það gengur auðvitað ekki að einhverjir aðrir en eyjamenn græði á fylliríinu. Eyjamenn hljóta að líkja slíku við meðferð nasista á gyðingum eins og einn kvótagreifinn úr eyjum lét útúr sér þegar honum var gert að greiða einhverjar krónur í veiðigjald.
Heitt í hamsi og pústrar í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.8.2012 | 14:18
Varúð! Sjálfstæðisflokkurinn vill slátra velferðarkerfinu sem tók áratugi að byggja upp
Sjálfstæðisflokkurinn boðar gjörsamlega grímulausa öfga hægri stefnu þessa dagana og það er í sjálfu sér ágætt að þjóðin viti fyrir hvað þessi flokkur stendur. Flokkurinn sem ekki má heyra á það minnst að auðkýfingar og sægreifar borgi í sameiginlega sjóði veiðigjald og auðlegðarskatta boðar á sama tíma að rústa þurfi því kerfi samneyslu og velferðar sem þjóðin hefur byggt upp í áratugi.
Þessi ríkisstjórn hefur þurft að skera velferðarkerfið niður að sársaukamörkum og jafnvel niður fyrir það vegna þess að sjálfstæðisflokkurinn slátraði efnahag þjóðarinnar. En það dugar Bjarna Vafning og spilltum félögum hans ekki. Það dugar ekki sjöllum sem bera ábyrgð á gjaldþroti seðlabankans, gegndarlausri spillingu sem tengist t.d. Sjóvá bótasjóðnum, þjófnaði á fasteignum á Keflavíkurflugvelli, hraðbraut "einkaskólanum" sem kostaður var af ríkinu og sjálfstæðismaður stakk mestu af framlögunum í eigin vasa og svona er nánast endalaust hægt að telja áfram. Þetta sjallasukk er í fínu lagi og yfir alla gagnrýni hafið auðvitað.
Við verðum að slátra endanlega heilbrigðis og skólakerfinu svo sjallar geti haldið áfram að ræna þjóðina, það gefur auga leið!
Óli Björn Kárason: Á kostnað komandi kynslóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2012 | 12:37
Getur þessi Kínasleikja ekki bara flutt til Peking ?
Einstæð reynsla í Peking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.7.2012 | 18:11
Frábærar fréttir
Mogginn er ekkert að taka það fram að þetta er minnsta atvinnuleysi frá hruni og í raun frábærar fréttir fyrir þá sem vilja sjá þessari kreppu ljúka. Reyndar benda svona tölur hreinlega til þess að henni sé lokið. Þetta eru ekki einu jákvæðu hagtölurnar um þessar mundir, langt frá því. Úrtölumenn úr sjálfstæðisframsóknarafturhaldinu finna þessu að sjálfsögðu flest til foráttu enda gerðu þeir ekki ráð fyrir því að einhverjum öðrum tækist að koma okkur uppúr kreppunni sem þeir komu okkur í.
Til hamingju Ísland með að sjallakreppunni sé að ljúka!
Atvinnuleysið mælist 4,8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.7.2012 | 19:12
Loksins ljós - en sjallar sjá það ekki
Kreppan er á hröðu undanhaldi, það sjá í raun allir sem nenna að hafa fyrir því að opna augun. Störfum fjölgar hratt, atvinnuleysi ekki minna frá hruni og í raun allar hagtölur mjög jákvæðar. Ekki dettur Bjarna Ben og náhirðinni til hugar að þakka ríkisstjórninni þennan árangur sem er á skjön við það sem er að gerast annarsstaðar í veröldinni.
Ríkisstjórnin er að vinna virkilega gott starf þrátt fyrir að niðurrifsöfl stjórnarandstöðunnar og lýðskrumara geri allt til að tefja uppbygginguna. Þjóðin mun vissulega átta sig á þessu fyrir næstu kosningar, það er ég ekki í nokkrum vafa um.
Sjálfstæðisflokkurinn, sá sami og skellti yfir okkur hruninu situr enn nánast óbreyttur á þingi. Þar eru kúlulánaþegar, vafningar, dæmdir þjófar og skattsvikarar svo eitthvað sé nefnt. Hvernig það má vera að samansafn glæpamanna fái 38% fylgi í skoðanakönnunum er rannsóknarefni. En ég er bjartsýnn og trúi því að glæpasamtökin fái nú ekki mikið meira ein 20% í næstu kosnngum enda engin þörf á þvi að kalla hrunflokkinn til valda þegar búið er að hreinsa til eftir hann.
Stjórnarflokkarnir bæta örlítið við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.6.2012 | 12:20
Þar höfum við það - algjör siðblinda þessara manna staðfest
Það þarf í raun ekkert að hafa mörg orð um þetta. Einn eigenda Vinnslustöðvarinnar staðfestir meira að segja að uppsagnirnar séu ekkert annað en sýndarmennska.
Hér höfum við svo ágæta samantekt á móralnum í Eyjum þessa dagana. Það virðist alveg feikinóg af fávitum í þessu bæjarfélagi.
Á sama tíma og eigendur taka til sín næstum milljarð i eigin vasa úr fyrirtækinu þá segja þeir upp starfsfólki og væla eins og stungnir grísir. Þessi fólki er ekki sjálfrátt, það er eiginlega snarklikkað.
Vinnslustöðin greiðir 850 milljónir í arð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2012 | 12:08
Endilega kenna veiðileyfagjaldinu um þegar gamalt og úrelt skip er selt
Vinnslustöðin segir upp 41 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
20.6.2012 | 15:14
Góð laun fyrir vel unnin störf
Persðónulega finnst mér þetta bara ekkert sérstök laun fyrir óvinsælasta og eitt erfiðasta og ábyrgðarmesta starf sem býðst á landinu.
Jóhanna og hennar ríkisstjórn hefur staðið sig vel, kreppan sem sjálfstæðisflokkurinn skellti á þjóðina er nánast að hverfa. Atvinnuleysi ekki lægra frá hruni, bullandi hagvöxtur og enginn vælir lengur nema LÍÚ :)
Atvinnulífið er á fleygiferð inn í nýja og betri tíma. Þetta tók nokkur misseri en hafðist þrátt fyrir skipulagða niðurrifsstarfsemi stjórnarandstöðunnar.
Nú grunar mig að við förum brátt að sjá aðrar tölur í skoðanankönnunum enda kreppan varla til lengur nema í heilanum á hægrimönnum.
Laun Jóhönnu hafa hækkað um 257 þús. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.6.2012 | 01:00
Þarna þekkjum við sjálfstæðisflokkinn
Hagsmunagæsla hinna efnameiri á kostnað almennings. Þannig er Sjálfstæðisflokknum rétt lýst og það ber að þakka Einari K. Guðfinnssyni fyrir að bera þetta á borð þannig að það verði ekkert misskilið.
Nú er bara að muna eftir þessu fyrir kosningar og láta Einar og hans flokksfélaga stafa framan í þjóðina daginn fyrir kjördag að arði að okkar helstu auðlind sé best varið í þyrlukaup auðjöfra og að fela peningana í skattaskjólum heldur en að láta Íslensku þjóðina njóta hans.
Þessu má þjóðin ekki gleyma.
Munum afnema veiðigjaldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)